Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 45
til réttarvenju. Þeim dómi var ekki áfrýjað. En er þetta rétt niður- staða? Er dómvenjan um það að geta ekki um vexti af málskostnaði þess efnis, að málskostnaður beri ekki vexti? Hvað er því til fyrir- stöðu, að fógeti úrskurði vexti af málskostnaði í fjárnámsgjörð? Þetta atriði svo og mörg önnur varðandi málskostnað og málsvarnar- laun þarfnast rannsóknar. Lausleg athugun rennir ekki stoðum undir margar almennar ályktanir um þessi efni og löggjöf og fræðirit til þessa eru fámál. I þessu efni er það raunar fyrst og fremst mat dómstólsins ex aequo et bono, sem ræður málskostnaðar- og málsvarnarlaunaforsend- um með fáum lögbundnum takmörkunum, þar sem dómarar hafa of mikil völd, svo og ákvörðun fjárhæða. Ýmsar almennar lögfræðilegar ályktanir eru þó mjög til aðhalds og leiðbeiningar. Ákveðinnar sam- ræmingar er þörf, þannig að fjárhæðir séu ekki svo að segja eingöngu háðar geðþótta dómarans. Þetta er nauðsynlegt, t.d. vegna þess, að lögmenn og aðilar dómsmála þurfa að geta gert sér betri hugmyndir um kostnað, áður en málaferli eru ákveðin. Grein þessi var að mestu rituð sumarið 1981 í framhaldi af námsstefnu dómara og lögmanna. Á aðalfundi L.M.F.l í apríl 1982 var bætt við 5. gr. lágmarksgj aldskrár þessu: „Gjalddagi reiknings er við dómtöku máls. Frá dómsuppsögn ber málskostnaðarreikningur dráttarvexti þá sem Seðlabanki Islands ákveður af skuldum utan lánastofnana á hverj- um tíma“. Gjaldskráin á sér stoð í lögum 61/1942 og er því ígildi stjórnvaldsákvörðunar. Þetta tel ég geta breytt afstöðu dómstóla til vaxta af máiskostnaði gagnvart hugsanlegri dómvenju. Hvort þetta er gert í bæjarþingi eða fógetarétti er athugunarefni. Ástæða er því nú til þess, að stefnendur geri jafnan kröfu um vexti af málskostnaði frá lokum aðfararfrests í einkamálum. Að lokum þakka ég ritstjórn fyrir góðar ábendingar og ritstjóra Þór Vilhjálmssyni, hrd. Ég kýs að þetta sé fremur skoðað sem samtíningur um efnið, en rit- gerð. Til þess hefði þurft betri gagnaöflun. 1 grein þessari eru e.t.v. fleiri spurningar en svör. Ætti það að geta orðið til þess að hefja umræður um þessi efni. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.