Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Page 45
til réttarvenju. Þeim dómi var ekki áfrýjað. En er þetta rétt niður- staða? Er dómvenjan um það að geta ekki um vexti af málskostnaði þess efnis, að málskostnaður beri ekki vexti? Hvað er því til fyrir- stöðu, að fógeti úrskurði vexti af málskostnaði í fjárnámsgjörð? Þetta atriði svo og mörg önnur varðandi málskostnað og málsvarnar- laun þarfnast rannsóknar. Lausleg athugun rennir ekki stoðum undir margar almennar ályktanir um þessi efni og löggjöf og fræðirit til þessa eru fámál. I þessu efni er það raunar fyrst og fremst mat dómstólsins ex aequo et bono, sem ræður málskostnaðar- og málsvarnarlaunaforsend- um með fáum lögbundnum takmörkunum, þar sem dómarar hafa of mikil völd, svo og ákvörðun fjárhæða. Ýmsar almennar lögfræðilegar ályktanir eru þó mjög til aðhalds og leiðbeiningar. Ákveðinnar sam- ræmingar er þörf, þannig að fjárhæðir séu ekki svo að segja eingöngu háðar geðþótta dómarans. Þetta er nauðsynlegt, t.d. vegna þess, að lögmenn og aðilar dómsmála þurfa að geta gert sér betri hugmyndir um kostnað, áður en málaferli eru ákveðin. Grein þessi var að mestu rituð sumarið 1981 í framhaldi af námsstefnu dómara og lögmanna. Á aðalfundi L.M.F.l í apríl 1982 var bætt við 5. gr. lágmarksgj aldskrár þessu: „Gjalddagi reiknings er við dómtöku máls. Frá dómsuppsögn ber málskostnaðarreikningur dráttarvexti þá sem Seðlabanki Islands ákveður af skuldum utan lánastofnana á hverj- um tíma“. Gjaldskráin á sér stoð í lögum 61/1942 og er því ígildi stjórnvaldsákvörðunar. Þetta tel ég geta breytt afstöðu dómstóla til vaxta af máiskostnaði gagnvart hugsanlegri dómvenju. Hvort þetta er gert í bæjarþingi eða fógetarétti er athugunarefni. Ástæða er því nú til þess, að stefnendur geri jafnan kröfu um vexti af málskostnaði frá lokum aðfararfrests í einkamálum. Að lokum þakka ég ritstjórn fyrir góðar ábendingar og ritstjóra Þór Vilhjálmssyni, hrd. Ég kýs að þetta sé fremur skoðað sem samtíningur um efnið, en rit- gerð. Til þess hefði þurft betri gagnaöflun. 1 grein þessari eru e.t.v. fleiri spurningar en svör. Ætti það að geta orðið til þess að hefja umræður um þessi efni. 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.