Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 27
á, að rök séu til að afnama þessar reglur. M.a. er því haldið fram, að þegar til lengdar lætur, myndi kostnaður af sjótjónsaðgerðum dreifast á hagsmunaaðila með svipuðum hætti, þótt reglum þessum væri ekki til að dreifa og eigi vátryggingar þar verulegan hlut að máli. Sé því sérstakur niðurjöfnunarkostnaður óþarfur, en hann er allmikill. Ekki sér nein merki breytinga, enda mælir ýmislegt með gildandi reglum. 7. ÁREKSTUR SKIPA I 3. hér að framan var í örstuttu máli vikið að helstu sérreglum, sem gilda um skaðabótaábyrgð útgerðarmanns utan samninga. VII. kafli siglingalaga hefur að geyma réglur um skaðabótaskyldu fyrir tjón, sem hlýst af því að skip rekast á eða skip veldur með öðrum hætti tjóni á öðru skipi. Er þar m.a. mælt fyrir um skiptingu tjóns í hlut- falli við sök. Reglur þessar, sem eru í samræmi við alþjóðasamning frá 1910, eru í meginatriðum alveg samhljóða almennum skaðabótaregl- um með einni veigamikilli undantekningu. Iiún er sú, að beri fleiri en einn ábyrgð á tjóni, ábyrgist hvor (hver) hinna seku einungis sinn hluta skaðabótanna, nema mannsbani hafi hlotist af árekstrinum eða tjón á líkama eða heilbrigði, sbr. 3. mgr. 195. gr. siglingalaga. Um tjón á munum og annað tjón, sem eigi telst líkamstjón, gildir því ekki sú almenna regla bótaréttar, að bótaskyldir aðilar beri óskipta ábyrgð gagnvart tjónþola. Eigandi farms, sem skemmist við árekstur skipa, getur samkvæmt þessu ekki heimt fullar bætur úr hendi útgerðar- manns annars skipsins, ef skipstjórnarmenn þess eiga aðeins hluta sakar. 8. BJÖRGUN Reglurnar um björgun eru meðal þeirra, sem dæmigerðar eru fyrir sjóréttinn. Þær er að finna í VIII. kafla siglingalaga. Eru ákvæði kafl- ans í samræmi við alþjóðasamning um björgun, sem gerður var í Brússel árið 1910. Sá, sem bjargar skipi, er farist hefur eða er statt í neyð eða munum, sem í því eru, á rétt til björgunarlauna. Engin björgunarlaun greiðast, ef björgunin mistekst. Björgunarlaun eru miklu hærri en talið myndi vera hæfilegt endurgjald fyrir vinnu þá, er björgunarmenn létu í té. Menn, sem bjarga öðrum verðmætum, t.d. slökkva eld í brennandi húsi, kunna að eiga rétt á endurgjaldi, sem svarar til vinnu, er þeir inna af hendi og kostnaðar, sem þeir verða fyrir. Hins vegar þekkist réttur til björgunarlauna ekki nema í sjó- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.