Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 15
færi og venjulegir varahlutir í vél, siglingatæki, búnaður í vistarverum og eldhúsáhöld. Vistabirgðir, eldsneyti eða aðrar vélarnauðsynjar eru hins vegar ekki taldar til fylgifjár, sbr. 217. gr. siglingalaga. 3. ÚTGERÐARMAÐUR OG ÁBYRGÐ HANS Á FJÁRKRÖFUM FRÁ ÖÐRUM Oftast býr eigandi skips það til siglinga, ræður áhöfn og gerir það út. Hann er þá „útgerðarmaður“ í merkingu siglingalaga. Skiptir hér ekki máli, hvort hann er einstaklingur eða ópersónulegur aðili. Verður orðið útgerðarmaður notað hér á eftir, enda þótt nú á tímum sé mjög almennt að félög reki útgerð. Stundum gerir eigandinn ekki skipið út sjálfur. Hann getur t.d. leigt skipið öðrum aðila, sem hefur það í förum á sinn kostnað. Telst leigutakinn þá útgerðarmaður þess. Um skaðabótaskyldu útgerðarmanns gilda sérstakar reglur í sigl- ingalögum. Eru þær einkum frábrugðnar almennum bótareglum að því leyti, að útgerðarmaður getur skv. 8. gr. laganna orðið bótaskyldur vegna skaðaverka sjálfstæðra verktaka. Einnig má nefna ákvæði 2. mgr. 205. gr. siglingalaga, sbr. lög nr. 108/1972, sem fjallar um bóta- ábyrgð útgerðarmanns vegna slysa, er hljótast á mönnum, sem ráðnir eru í skiprúm og staddir eru á skipi, vinna eða eru á ferð í þess þágu. Ennfremur skal þess getið, að alþj óðasamningur um bótaábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar, gerður í Brussel 1969, hefur lágagildi á íslandi, sjá lög nr. 14/1979 og auglýsingu nr. 10/1980 (Stj.tíð. C- deild). Samkvæmt samningnum er aðalreglan sú, að eigandi skips, sem flytur umbúðalausa olíu sem farm, ber skaðabótaábyrgð vegna mengun- artjóns af völdum olíu, er hefur lekið eða verið losuð úr skipi. Hér er ábyrgðaraðilinn því eigandi, en ekki útgerðarmaður, er gerir út skip, sem annar á. 1 7. gr. siglingalaga segir, að sé ekki á annan veg fyrir mælt í lög- unum, ábyrgist útgerðarmaður með öllum eignum sínum allar skuld- bindingar, sem hann stofnar sjálfur eða aðrir fyrir hans hönd. Nokk- ur sérákvæði eru í singlingalögum um umboð. Þau helstu eru í 43. gr. Þar kemur m.a. fram, að skipstjóri hefur stöðuumboð til þess að gera fyrir útgerðarmann alla þá löggerninga, sem snerta framkvæmd ferðar hans, svo sem útbúnað skips og viðhald og öflun vista. Gerningar, er skipstjóri gerir skv. stöðuumboði sínu, skuldbinda útgerðarmann skipsins. Mörgum kröfum á hendur útgerðarmanni fylgir sjóveð í skipi og farmgjaldi. Sjóveð eru lögveðréttindi og hafa þau tíðkast frá fornu 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.