Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 19
Réttarstaða skipstjóra, bæði gagnvart útgerðarmanni og þriðja aðila, er á margan hátt verulega frábrugðin réttarstöðu annarra skipverja. Eru sérákvæði um skipstjóra m.a. í I. kafla sjómannalaga og IV. kafla siglingalaga. 5. FARMSAMNINGAR OG FARSAMNINGAR Islensk skip eru flest notuð til fiskveiða, en verulegur hluti skipa- stólsins er eingöngu notaður til vöruflutninga. í siglingalögum eru eng- ar sérreglur um fiskiskip. Hins vegar eru í V. kafla þeirra mjög ítar- lég og efnismikil ákvæði um farmsamninga. I lok kaflans eru nokkrar greinar um farsamninga, þ.e. samninga um flutning á mönnum með skipi. Farmsamningur er samningur, þal- sem annar aðilinn, farm- flytjandi, tekur að sér að flytja muni á skipi. Gagnaðilinn nefnist farm- samningshafi. Farmsamningar eru margvíslegir og má flokka þá eftir ýmsum sjónarmiðum. 5.1. Skip í áætlunarferðum Meginið af vörum, sem fluttar eru til Islands, koma til landsins með skipum, sem eru í förum samkvæmt fastri áætlun. Verulegur hluti út- flutningsvöru landsmanna fer einnig með skipum í slíkum ferðum. Útgerðarmaður (oftast „skipafélag") auglýsir, að hann hafi skip í reglubundnum vöruflutningaferðum milli tiltekinna hafna. Þeir, sem þurfa að fá fluttan farm snúa sér til útgerðarmannsins eða fulltrúa hans („umboðsmanns", ,,skipaafgreiðslu“) og semja um flutninginn, oftast munnlega. Þegar sendandi hefur afhent farminn eða hann er kominn um borð í skip, gefur útgerðarmaður (þ.e. farmflytjandi) eða sá, sem til þess hefur umboð, út farmskírteini. Farmskírteini felur bæði i sér viðurkenningu (kvittun) fyrir viðtöku farmsins og loforð um að flytja hann til ákvörðunarstaðar og afhenda hann þar með þeim skil- yrðum, sem nánar eru greind í farmskírteininu. Eitt af skilyrðum fyrir afhendingu er það, að farmskírteinið sé sýnt farmflytjanda á ákvörðunarstað og afhent honum að lokinni afhendingu farms. Hand- hafi farmskírteinis getur þess vegna treyst því að hann fái farminn afhentan. Það og ýmsar aðrar reglur siglingalaga um farmskírteini valda því, að farmskírteini geta gengið kaupum og sölum á sama hátt og önnur viðskiptabréf. Þótt skylt sé samkvæmt 76. gr. siglingalaga að gefa út farmskírteini, ef sendandi æskir þess, er það venjulega ekki gert í innanlandssigling- um hér á landi. I þess stað eru notuð svonefnd fylgibréf, en þau telj- 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.