Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 26
en nokkrar sérreglur siglingalaga gilda þó einnig hér, sjá nánar 153. gr. Eftir að siglingalögin voru sett voru gerðir alþjóðasáttmálar um réttarreglur varðandi flutning farþega og farangurs þeirra (síðast í Aþenu 1974), en Islendingar eiga ekki aðild að þeim og hefur siglinga- lögunum ekki verið breytt til samræmis við þá. 6. SAMEIGINLEGT SJÓTJÓN Reglur um sameiginlegt sjótjón eru meðal þess, sem einkennir sjó- réttinn. Eftir 163. gr. siglingalaga teljast til sameiginlegs sjótjóns hver þau spjöll, sem gerð eru msð vilja á skipi eða farmi með þeirri fyrirætlan að bjarga hvoru tveggja úr yfirvofandi háska, svo og sér- hvað, sem lagt er í sölurnar með þeirri fyrirætlan; ennfremur skaði sá og kostnaður, er var samfara slíkum viðbúnaði eða leiddi beinlínis af honum. Sameiginlegu sjótjóni skal jafna niður á skip, farmgjald og farm að réttri tiltölu við verðmæti þeirra eftir ákveðnum reglum. I VI. kafla siglingalaga eru frávíkjanlegar reglur um sjótjón, en eftir þeim mun lítt eða ekki farið, vegna þess að um allan heim er í vátrygg- ingarskírteinum, farmsamningum, farmskírteinum og öðrum skjölum um farmflutninga almennt vísað til svokallaðra York-Antwerpen- reglna. Að vísu er efni VI. kafla siglingalaga í megindráttum í sam- ræmi við York-Antwerpen-reglurnar. Þær styðjast ekki við neina al- þjóðasamþykkt, en eru árangur frjáls samstarfs ýmissa hagsmuna- aðila frá mörgum ríkjum. Voru þær síðast endurskoðaðar á árinu 1974. Reglurnar um sameiginlegt sjótjón eru reistar á því grundvallar- sjónarmiði, að sameiginleg hætta eigi að baka sameiginlega ábyrgð, þannig að þegar hagsmunum fleiri en eins aðila stafar hætta af sömu orsök, og einhverjir þeirra eru lagðir í sölurnar til björgunar hinum, þá sé það sanngjörn og heppileg régla, að tjónið lendi ekki á þeim aðila einum er var eigandi þeirra hagsmuna, er fórnað var. Ef skip verður t.d. að leita neyðarhafnar vegna vélarbilunar, skal samkvæmt reglunum um sameiginlegt sjótjón jafna kostnaði við þá ráðstöfun á eigendur þeirra hagsmuna, sem voru i húfi, þ.e. skip, farmgjald og farm. Væri þess konar reglum ekki til að dreifa, myndi kostnaður- inn við að leita neyðarhafnar lenda á útgerðarmanni einum. Að jafnaði er niðurjöfnun sameiginlegs sjótjóns falin mönnum, sem hafa til þess sérstök starfsréttindi, sbr. lög nr. 74/1938 um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns. Reglur um það réttaratriði, sem hér um ræðir, hafa staðið óbreytt- ar í megindráttum frá því í fornöld. Nú á tímum hefur oft verið bent 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.