Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 33
hafðir í haldi. Því ekki væri viðlit að Alþjóðadómstóll dæmdi menn í refsingu og svo yrðu einstakar þjóðir eða ríkisstjórnir að taka við hinum sakfelldu til innilokunar. Þá yrði og komið í veg fyrir, að ríkis- stjórnir létu á sitt eindæmi njósnara eða hryðjuverkamenn lausa af stjórnmálaástæðum. 1 framhaldi af þessu vaknar auðvitað spurningin um, hvort ekki beri jafnframt að stofna alþjóðlega lögreglu undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna. Svarið er einfalt: Slíkt er óhjákvæmi- legt, ef út á þessa braut yrði farið. Segja má, að nú þegar sé til vísir að þess háttar lögreglu þar sem eru gæslusveitir S.Þ., hinar svoköll- uðu friðarsveitir. Þær hafa farið víða um heim til að halda uppi friði og löggæslu, og er sá þáttur ekki hvað þýðingarminnstur í starfi S.Þ. til varðveislu friðar í heiminum. Til þessa hafa einkum verið í sveit- unum hermenn og lögreglumenn frá vestrænum ríkjum. Austantjalds þjóðir hafa hins vegar verið ófúsar að leggja fram mannafla í þessu skyni, fremur en fjármuni til hjálpar vanþróuðu þjóðunum, svo sem kunnugt er. Fremur hafa þær kosið að standa í vopnasendingum með milligöngu annarra þjóða til þess að reyna að steypa löglegum ríkis- stjórnum og að koma á fót leppstjórnum, sem e.t.v. hafa aðeins brot af hlutaðeigandi þjóð að baki. Hugur minn stóð til þess að taka þátt í umræðum um þessi mál á þessari alþjóðaráðstefnu lögfræðinga, en eins og fyrr ségir voru þess háttar mál eða Alþjóðadómstóllinn ekki á dagskrá. Vonandi gefst tæki- færi til þess að ræða þessi mál síðar á þessum vettvangi. Tilraunir til þess að afstýra árekstri tveggja alþjóðafunda Til alþjóðafundarins í Sao Paulo var boðað í ársbyrjun 1980 og fund- artími þá fastákveðinn. Svo óheppilega vildi til, að stjórn Norræna lögfræðingasambandsins ákvað í árslok 1980, að fyrirhugaður fundur þess, sem er 3ja hvert ár, yrði haldinn á sama tíma í Stokkhólmi, og hafði sænska deild sambandsins veg og vanda af þeim fyrirhugaða fundi og tilkynnti um hann í sænska lögfræðingatímaritinu í janúar 1981. Hér var greinilega um meinlegan árekstur að ræða, sem auð- veldlega mátti komast hjá, ef strax yrði hafist handa. Einfaldast hefði verið að færa fundinn í Stokkhólmi fram um eina viku og stofna síðan til hópferðar lögfræðinga, t.d. í leiguvél, til Brasilíu. Ráðstefnan fór fram í Suður-Ameríku og ráðgerðar voru ferðir á vegum ferðaskrifstofa til annarra ríkja þar. Gerði það ferðina eftir- sóknarverðari en ella, m.a. fyrir Norðurlandabúa og ekki síst Svía. Eru þeir kunnir fyrir að þykjast bera hvers konar mannréttindi fyrir brjósti. Vegna þess orðs, sem fer af stjórnháttum þar syðra, hefði 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.