Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 40
boðsréttarmálum, en þar ríkir sú ólögmæta regla, að einkaréttur lög- manna eigi ekki við. I þeim málum er þó miklu algengara, að máls- kostnaður sé felldur niður, að því er virðist. Ákvörðun fjárhæðar sýnist og vera önnur. Má þar oft greina ómakslaunasj ónarmið eða refsimálskostnaðarsjónarmið, og er málskostnaður þá ákveðinn frem- ur lágur og að álitum. 1 skiptaréttarmálum sýnist haft í huga, að málskostnaður verður oft að lokum skiptakostnaður, annaðhvort að óskiptu eða búshluta. I fógeta og uppboðsréttarmálum fer lítil sem engin gagnaöflun fram, enda varla heimil fyrir dómi gegn mótmæl- um gagnaðila, og kann það að leiða til þess, að málskostnaður sé ákveðinn í lægra lagi. Er þetta í samræmi við það ákvæði í 4. tl. 5. gr. lágmarksgjaldskrár L.M.F.f., að sömu réglum skuli beitt um mál- flutning fyrir skipta- fógeta- og uppboðsrétti og fyrir hinum almenna héraðsdómi? Mál af þessu tagi eru oft erfið í undirbúningi og hags- munir miklir. Hér er að mínu mati á komin slæm dómvenja, sem þarf að hnekkja. 1 þessum dómum er einkaréttur lögmanna oft ekki virtur. Gjafsóknar- og gjafvarnarlaun Réttarheimildir um þetta atriði eru XI. kafli eml. og starfsreglur dómsmálaráðuneytisins auk dóma, sbr. m.a. fyrrnefndan hæstarétt- ardóm frá 1974, bls. 457. Gjafsóknarleyfi var kallað beneficium, og segir það nokkuð um uppruna þess og eðli. Það var algeng skoðun í Danmörku fram eftir öldinni, að lögmönnum væri skylt að sinna slíkum málum vegna einka- réttar síns, og að lækka ætti þóknun eða tiltaka lægri þóknun en í öðrum málum, þar sem vinnuframlagið væri að einhverju leyti endur- gjald fyrir einkaréttinn, — einkarétt sem ekki er jafnan í heiðri hafður á fslandi. Eftir 18. gr. laga um málflytjendur er lögmönnum skylt að flytja þau gjafsóknar- og gjafvarnarmál, sem þeim eru falin, í þeim kaupstað, sem skrifstofa þeirra er, eða þar í grennd (væntanlega þar sem einkaréttur gildir). Þessi skylda hvílir ekki á þeim, ef þeir hafa ekki opna skrifstofu. Nú eru lögmenn, sem ekki hafa opna skrifstofu, varla lögmenn í þessum skilningi, en mörgum slíkum eru þó því mið- ur falin slík störf í bága við lög, einkum lögmönnum banka og opin- berra stofnana. Slíkt er ólöglegt en látið óátalið. Um fjárhæð laun- anna hafa vafalítið ríkt svipuð sjónarmið og í Danmörku. Þau eru sennilega úrelt, en ekki gleymd. Lögmenn eru almennt vanhaldnir í þessum efnum. Ég kýs að tjá mig ekki um þetta, að mínu mati er beneficium sjónarmiðið ekki alveg úrelt. 82

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.