Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 4
gildi, sefjunar- eSa varnaðaráhrif gagnvart þeim, sem löghlýðnastir eru. Oft eru lög gagnlegri til þess að koma stjórn á atburði eða aðstæður, sem þegar eru fyrir hendi, en til þess að sveigja háttsemi manna inn á nýjar brautir. Mikilvægt er, að menn átti sig á hlutverki og áhrifum mismunandi réttar- heimilda, ekki síst skráðra réttarheimilda (stjórnarskrár, almennra laga og almennra stjórnvaldsreglna). Æskilegt er að treysta betur ýmis mannrétt- indi, sem eiga erfitt uppdráttar, með því að lögfesta ákvæði um þau í stjórn- arskrá, t.d. um tjáningar- og fréttafrelsi, jafnrétti þegnanna, bann við aftur- virkum, íþyngjandi lögum og um sönnunarbyrði ákæruvaldsins. Stundum er gert óþarflega lítið úr stjórnarskrárákvæðum, þau séu einungis stefnuyfirlýs- ingar, sem erfitt sé að byggja rétt á. Þau geta þó haft mikilsverð varnaðar- áhrif gagnvart löggjafanum og almenningi um að virða mannréttindi og auk þess beina þýðingu við skýringu umdeildra ákvæða í almennum lögum. Efni reglugerða er mjög tilviljanakennt, stundum nánast endurtekning á texta lag- anna. Stefnumótun vantar þar sáran og þá ekki síður um framsalsheimild löggjafans. Einnig er það landlægur ósiður, að oft dregst úr hömlu að gefa út reglugerðir, sem lögum samkvæmt er skylt að setja. Mikið vantar á, að íslensk lög séu alltaf færð til samræmis við alþjóðasamn- inga, sem íslendingar hafa gerst aðilar að og eru því skyldir að virða. Taka má sem dæmi allmörg lagaákvæði um öfuga sönnunarbyrði í refsimálum, en þau fara í bága við mannréttindasáttmála Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóð- anna. Lagasetning byggð á tilfinningamati og brjóstviti fremur en á rannsóknum og fræðilegu mati tíðkast enn í allt of ríkum mæli. Sem undantekningar má nefna heildarendurskoðun þá, sem nú á sér stað á banka- og vaxtamálum, og rannsóknarstarf á vegum sérstakrar nefndar, sem fjallar m.a. um nauðganir og meðferð nauðgunarmála og gerir síðan tillögur um úrbætur á grundvelli þeirra rannsókna. 2) Þess er ekki að vænta, að lagafrumvörp séu öll jafn-vel úr garði gerð frá lögfræðilegu sjónarmiði. Miklu skiptir, hverjir annast samningu þeirra. Ákveðn- ar lágmarkskröfur verður að gera um lagaþekkingu og reynslu, a.m.k. þegar um stjórnarfrumvörp er að ræða. Lagatæknileg yfirferð frumvarpa er nauðsyn- leg, m.a. til þess að tryggja, að þau standist gagnvart stjórnarskrá, að hugtök séu rétt notuð, að ákvæði séu ekki óþörf eða á misskilningi byggð vegna annarrar löggjafar. Alþingismenn þyrftu að geta fengið meiri sérfræðiaðstoð við samningu lagafrumvarpa, en auk þess kemur til álita að efna til einhvers konar námskeiða fyrir nýja alþingismenn, t.d. ( samvinnu við lagadeild Háskól- ans. önnur leið er sú að stofna sérstaka lagasetningardeild (löggjafardeild) í dómsmálaráðuneytinu til þess m.a. að yfirfara frumvarps- og reglugerðardrög frá öðrum ráðuneytum. Vísir að slíkri deild varð til nú í haust. 3) Fjöldamargt þarf að hafa í huga við samningu lagafrumvarpa, til þess að þau séu sómasamlega úr garði gerð. Skal aðeins fátt eitt talið hér. Lög kveða að jafnaði á um réttindi og skyldur manna eða lögaðila. Orða- lag þeirra má því ekki vera eins og í pólitískum stefnuskrám, sbr. t.d. 34. gr. I. nr. 13/1979 („Stefna skal að því að verðtryggja sparifé landsmanna og al- mannasjóða.“). Lög eiga að vera eins skýr og kostur er. Þörfin er sérstaklega brýn, þegar um refsiákvæði er að ræða. Á þessu er misbrestur, enda virðast dómstólar 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.