Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 11
löndum þar sem höfundaréttur var á annað borð á dagskrá. f Frakklandi stóð vagga höfundaréttarfélaganna svo sem réttarins sjálfs. Þegar á árinu 1776 var stofnað þar í landi félag leikritahöfunda og tónskálda, Société des Auteurs et Compositeurs Dramatiques og á sama ári félag franskra rithöfunda, Société des Gens de Lettres. Hið volduga franska STEF, Société des Auteurs et Compositeurs et Editeurs de Musique (SACEM) eða „móðir“ SACEM, svo sem frönskum tón- og textahöfundum er tamt að nefna félág sitt, var einnig stofnað í árdaga höfundaréttarins eða þegar á árinu 1851. Fyrsta alþjóðlega höfundafélagið, Association Littéraire et Artistique Internationale (ALAI), sem enn starfar af fullum krafti og stofnað var á árinu 1878, hafði og hefur innan sinna vébanda höfunda, vísinda- menn og listamenn hvaðanæva að úr heiminum. Þetta félag átti hvað mestan þátt í stofnun Bernarsambandsins á árinu 1886, og er það eitt af fjölmörgum dæmum þess hversu ríka þýðingu skipulögð hagsmuna- gæsla hefur fyrir framvindu höfundaréttarins. Þá þykir mér sjálfsagt í þessu sambandi að minnast á annað alþjóðlegt félag á sviði höfunda- réttar, sem mjög hefur látið til sín taka síðustu áratugina og byggt er upp á svipaðan hátt og ALAI, en hér á ég við hið þróttmikla Inter- nationale Gesellschaft fur Urheberrecht, og síðast en ekki síst ber að nefna sjálft Alþjóðasamband höfunda, Confédération Internationale des Sociétés d’Auteurs et de Compositeurs, CISAC, sem stofnað var á árinu 1926. Alþjóðasambandið starfar í fimm deildum og þingar réglulega á tveggja ára fresti. Deildir alþjóðasambandsins eru þessar: Sigurður Reynir Pétursson lauk lagaprófi frá Háskóla íslands árið 1946 og var skipaður full- trúi í menntamáiaráðuneytinu sama ár. Hann lagði stund á höfundarétt við University College í London 1947-1948. Sigurður Reynir starfaði hjá fræðslumálastjóra 1948-1954. Hann rak mál- flutningsskrifstofu í Reykjavík 1949-1968, varð hdl. 1949 og hrl. 1955. Hann hefur verið í stjórn STEFs frá 1951 og lögfræðingur þess frá sama tíma. Forstjóri STEFs hefur hann verið frá 1968, framkvæmdastjóri og lögmaður Sambands flytj- enda og hljómplötuframleiðenda frá stofnun 1973, lögmaður Félags íslenskra hljómlistar- manna frá 1968 og Félags íslenskra leikara frá 1961. Sigurður Reynir sat í nefnd þeirri, sem undirbjó höfundalögin frá 1972, og hefur setið [ höfundaréttarnefnd frá stofnun hennar 1973. 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.