Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 12
I. deild: Samband félaga leikritahöfunda (Fédération des Sociétés de Droit de Representation). II. deild: Samband flutningsréttarfélaga (Fédération des Sociétés de Droit d’Execution). III. deild: Samband fjölföldunarréttarfélaga (Fédération des Sociétés de Droit de Reproduction Mecanique). IV. deild: Samband rithöfundafélaga (Fédération des Sociétés de Gens de Lettres). V. deild: Samband félaga kvikmyndahöfunda (Fédération des Sociétés et Associations d’Auteurs de Films (Cinema et Television)). Af ofangreindum deildum er II. deildin (STEFja-deildin) atkvæða- mest, enda er ekkert starfandi STEF í veröldinni þar utan garðs. Þann- ig er íslenska STEFið meðlimur Alþjóðasambandsins, en t.d. ekki Rit- höfundasamband Islands. Hin sterka staða tónhöfunda á alþjóðavettvangi innan Alþjóðasam- bandsins er í sjálfu sér engin tilviljun. Höfundaréttur í tónlist er þess eðlis að hans verður ekki gætt að neinu marki af tón- og textahöfund- um sjálfum. Félagsréttargæsla er óhjákvæmileg nauðsyn, bæði innan hvers einstaks lands svo og landa á milli, og hefi ég áður vikið að þess- ari sérstöðu tónlistar í grein í Morgunblaðinu hinn 8. maí 1982 og mun síðar í þessu greinarkorni víkja nánar að þessari sérstöðu sem ýmsum, bæði lærðum og leikum, sem ekki þekkja til mála, virðist erfitt og sumum hverjum næsta ofraun að átta sig á. Þá styrkir það og stöðu flutningsréttarfélága tónhöfundanna, STEFjanna, að þau hafa öll gagn- kvæma samninga sín á milli og alla réttindameðferð hvert fyrir ann- að. Þannig hefur íslenska STEFið, svo að dæmi sé tekið, umboð til réttargæslu fyrir öll erlendu félögin og þau aftur umboð fyrir íslenska félagið hvert í sínu landi. Að því er varðar íslenska höfunda og höfundaréttarfélög, eru þau af augljósum ástæðum hálfgerðir nýgræðirigar. Islendingar voru lengst af nær einvörðungu bókmenntaþjóð og annarra listgreina fer ekki að gæta að neinu marki fyrr en á þessari öld. Okkar fyrstu lög um höf- undarétt frá 1905 einkenndust af þessari staðreynd. Þau kölluðust ekki ,,höfundalög“ heldur lög um „rithöfundarétt og prentrétt“. Þrátt fyrir 150

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.