Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 18
til rétthafa eftir alþjóðlegu punktakerfi sem byggist á flutningstíðni, lengd verks og vægi eftir gerð þess og umfangi. Um þetta segir svo í 10. gr. samþykkta STEFs sem staðfestar eru af menntamálaráðuneytinu: „Tekjum STEFs skal varið sem hér segir: A. Af heildartekjum skal fyrst greiða opinber gjöld, ef á verða lögð, og síðan allan rekstrarkostnað stofnunarinnar. B. Af því fé, sem þá verður eftir, skal greiða: a) 10% til varasjóðs STEFs, endurnýjunarsjóðs, menningar- og styrktarsjóðs og annarra sjóða, sem heppilegir kunna að þykja, allt eftir ákvörðun aðalfundar STEFs. b) Það, sem þá er eftir, skiptist með þeim, er flutningsrétt eiga á verkum, sem STEF innheimtir gjöld fyrir, eftir þeim reglum, sem settar verða af STEFi í samræmi við reglur hliðstæðra stofnana í löndum Bernarsambandsins, og má leita þar á stað- festingar Menntamálaráðuneytisins. Gjöld innheimt fyrir flutn- ing erlendis greiðir STEF rétthöfum á Islandi frádráttarlaust.“ Um úthlutun félagsins gilda annars sérstakar reglur, settar af menntamálaráðuneytinu, nr. 39/1953 og nr. 54/1957. Eru þær reglur nú til gagngerðrar endurskoðunar hjá sérstakri nefnd innan félagsins. Að framan er að því vikið að ekki er framkvæmanlegt að innheimta gjöld fyrir hvern einstakan flutning og úthluta fénu síðan að frádregn- um kostnaði beint til rétthafa. Því er það ráð tekið að úthluta nettó- tekjum hvers árs (þ.e. innheimtum gjöldum að frádregnu sjóðafram- lagi og kostnaði) til rétthafa skv. reglum sem eru svipaðar að efni og formi í flestum menningarlöndum, og hefur þetta kerfi verið nefnt punktakerfi. Hvert verk sem flutt er hlýtur ákveðinn fjölda punkta eftir því hve hátt verkið er metið innan svokallaðrar stigatöflu og lengd verksins í flutningi. Samkvæmt gildandi töflu getur verðgildismunur verks verið allt að því fjórfaldur, einkum eftir því hversu mikið vinnuframlag þykir liggja að baki verksköpuninni. Verðgildi hvers punkts ræðst síðan af hlutfalli nettótekna tiltekins árs og heildarpunktafjöldanum á því ári. Séu margir höfundar eða rétthafar að tilteknu verki skiptist greiðsl- an milli þeirra eftir ákveðnum reglum. Þegar þetta er ritað eru svo- felldar reglur í gildi um þetta efni: 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.