Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 30
túlkun á vinnusamningum án sérstakra ákvæða um höfundarrétt, geta hljóðað eitthvað á þessa leið: 1. Vinnuveitandi fær þann höfundarrétt, sem honum er nauðsyn- legur til þess að nýta verkið í venjulegri starfsemi sinni. 2. Vinnuveitandi fær höfundarrétt að svo miklu leyti sem sann- gjarnt og nauðsynlegt getur talist, ef markmiðið með vinnu- samningnum á að nást. Þessar reglur myndu sjálfsagt oftast leiða til svipaðrar niðurstöðu, ef gert er ráð fyrir því, að markmiðið með vinnusamningnum sé að uppfylla þarfir í venjulegri starfsemi vinnuveitandans. Við beitingu þeirra verður þó alltaf að hafa til hliðsj ónar almennar réglur um fram- sal höfundarréttar. Tilbrigðin í veruleikanum eru hins vegar svo fjöl- breytt, að trúlega verður ætíð að líta á hvert einstakt tilvik, áður en hægt er að gefa svar við þeirri spurningu, að hve miklu leyti höfund- arréttur starfsmanna færist til vinnuveitenda. Nefna má tvö atriði, er geta valdið erfiðleikum við túlkun vinnu- samninga (skriflegra eða munnlegra) og tengjast annars vegar rétti til breytinga á verki og hins vegar rétti til notkunar á annan hátt en gert var ráð fyrir í upphafi. Samkvæmt 28. gr. höfl. fær framsalshafi yfirleitt ekki rétt til að gera breytingar á verki, nema svo hafi verið um samið. Með hliðsjón af almennu leiðbeiningarreglunum verður starfsmaður þó oft að sætta sig við breytingar á verkum, til þess að þau komi að tilætluðum notum í venjulegri starfsemi vinnuveitandans. Vafalaust getur skipt máli, hvers konar verk er um að ræða. Eftir því sem einstaklingsbundin höf- undareinkenni eru meiri og greinilégt er, að ný og sjálfstæð andleg sköpun býr að baki verkinu, þeim mun minni vafi er á því, að það falli sjálfstætt undir vernd höfl. Getur verkið þá einnig verið mun við- kvæmara fyrir breytingum. Á hinn bóginn verður rétturinn til breyt- inga e.t.v. meiri eftir því sem meiri vafi leikur á um frumleika verks- ins og höfundarréttarvernd þess.17) Ýmislegt getur orðið til þess, að nauðsynlegt verði að nýta verk, sem starfsmaður hefur unnið í þjónustu vinnuveitanda, á annan hátt en gert var ráð fyrir í upphafi. Tækniframfarir geta t.d. gert það að verkum, að framleiðsluaðferðum er breytt eða nýir áður óþekktir miðl- ar koma til sö'gunnar, sem auka stórlega möguleika á nýtingu verks- ins, e.t.v. í breyttu formi (með eða án breytinga á sjálfu verkinu). Þess- 17) Arbeidstakers opphavsrett, NOU 1985:6, bls. 8. 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.