Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 33
fjár, sem fyrirtækið vill leggja í herferðina, Sú áætlun er nær alltaf unnin í hópvinnu, þ.e. ákveðnum hópi starfsmanna er falið að setja fram hugmyndir að útfærslu. Þessar tillögur eru síðan lagðar fyrir við- skiptavin stofunnar, sem gerir athugasemdir og kemur með breyting- artillögur. Að þessu loknu hefst vinnan við gerð auglýsinganna, hrein- vinnslan. Sú vinna er oftast unnin af fleiri en einum starfsmanni og oft að hluta aðkeypt, t.d. ljósmyndir, myndskreytingar o.fl. Textagerð og teiknistofuvinna (endanleg samsetning og frágangur) er þó alltaf unn- in af starfsmönnum auglýsingastofunnar, og endanlegt ákvörðunarvald um það, hvort auglýsingin skuli notuð, er í höndum stjórnanda stof- unnar og auglýsandans sjálfs. Spurningin er svo þessi: Hver á höfund- arréttinn ? Engir samningar hafa verið gerðir um höfundarrétt starfsmanna á auglýsingastofum frekar en annars staðar. Auglýsingastofurnar hafa litið svo á, að þær verði að öðlast allan rétt yfir verkinu vegna eðlis starfseminnar, og þá sérstaklega með tilliti til þess, sem talist getur verktakaþáttur starfseminnar gagnvart viðskiptavinum auglýsinga- stofanna. Ef stofurnar eiga ekki höfundarrétt að auglýsingum, geta þær varla sinnt verkefnum sínum fyrir viðskiptavinina. Það verður t.d. að vera hægt að breyta verki teiknara og textahöfundar eftir óskum viðskiptavinar og nýta nýjar leiðir í fjölmiðlum til þess að ná árangri fyrir viðskiptavininn. Að öðrum kosti er grundvöllur undir rekstri aug- lýsingastofunnar brostinn. Af þessum sökum hafa fræðimenn yfirleitt talið, að auglýsingastofur fái framseldan mjög víðtækan rétt til verka starfsmanna sinna með hliðsjón af leiðbeiningarreglunum um túlkun vinnusamninga.22) 1 sam- ræmi við skoðanir fræðimanna hafa síðan myndast venjur á Norður- löndum um framsal höfundarréttar auglýsingastofa til viðskiptavina sinna. 1 Finnlandi og Svíþjóð er algengast, að auglýsingastofurnar framselji höfundarrétt að auglýsingum til viðskiptavina sinna (aug- lýsenda), en hinir síðarnefndu hafa ekki heimild til að framselja öðrum réttinn án samþykkis höfundar, þ.e. auglýsingastofunnar (sbr. hér 2. mgr. 28. gr. höfl.). Til grundvallai' þessu framsali liggur að sjálfsögðu sú forsenda, að auglýsingastofur eigi allan höfundarrétt að verkum, sem þar eru unnin. 1 Danmörku og Noregi hefur hins vegar skapast sú venja, að auglýsingastofur framselja ekki höfundarrétt til viðskipta- vina sinna, og sá háttur hefur einnig verið á hafður hér á landi. 22) Knoph, Ándsretten, bls. 84; SOU 1956:25, bls. 277; Gunnar Karnell, „Arbetstagares upp- hovsratt", NIR 1. befti 1969, bls. 61. 171

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.