Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 37
færist yfir til vinnuveitandans að svo miklu leyti sem nýting hins til- tekna verks telst venjuleg með hliðsjón af eðli starfseminnar og vinnu- samningsins. Aðilar geti síðan samið um frávik í báðar áttir frá þessari aðalreglu, en sá sem ber fyrir sig samning hafi sönnunarbyrðina fyrir tilvist hans. Svipaðar hugmyndir hafa komið fram í Finnlandi. 1 Svíþjóð hefur framsetningin verið svolítið önnur, þ.e.a.s. aðalreglan verði sú, að höfundarréttur færist yfir til vinnuveitandans eftir því sem um hafi verið samið í vinnusamningi eða á annan hátt. Hafi samning- ur ekki verið gerður, gildi hins végar ákveðnar leiðbeiningarreglur. Ein er sú, að ef vinnusambandið miðast við það að hugverk, sem verður til við vinnu starfsmanns, skuli notað af vinnuveitanda í ákveðnum til- gangi, færist höfundarrétturinn til vinnuveitandans að svo miklu leyti sem þörf krefur, til þess að tilganginum sé náð. Önnur leiðbeiningar- regla lýtur að því, hvað hafa skuli til hliðsjónar við úrlausn á því, hverju aðilar gengu út frá, þegar stofnað var til vinnusambandsins. Þar koma eftirfarandi atriði til greina: samningskjör fyrir viðkomandi stöðu, eðli og umfang starfseminnar, venjur í starfsgreininni og aðrar aðstæður eins og þær, hvert markmið vinnusambandsins sé frá sjónar- hóli starfsmannsins og hvað hann þekkti til starfsemi vinnuveitandans. Ef ekki liggi fyrir fullnægjandi upplýsingar, sem leggja mégi til grund- vallar, beri vinnuveitandinn sönnunarbyrðina fyrir því, að hann eigi höfundarréttinn. 1 sænsku tillögunum felst mun meiri hvatning til þess að senija um höfundarréttinn en í þeim dönsku, og verður það að teljast æskilegra. Norska höfundaréttarnefndin hefur að sinni hafnað hugmyndum um sérstök lagaákvæði um þetta efni á þeim forsendum, að ákvæðin geti aldrei orðið nógu nákvæm til þess að koma að fullu gagni í lögskiptum aðila. Við óbreytt ástand munu aðilar sennilega reyna að semja um höfund- arréttinn, eftir því sem tilefni gefst til eða þurfa þykir, og láta síðan dómstólunum eftir að móta stefnuna með túlkun einstakra samninga eða tilvika. Dómstólar munu væntanlega nota til þess leiðbeiningarregl- ur fræðimanna svo og venjur, sem myndast hafa á ólíkum sviðum í þjóðféláginu. Gildi lagareglna um réttarstöðu starfsmanna og vinnuveitenda er fyrst og fremst fólgið í því, að þær geta, ef vel tekst til, falið í sér lík- indareglu um það, hvaða heimildir færist yfir til vinnuveitandans með vinnusamningi, þegar í samningnum felst að vinna skuli verk, sem höfundalögin veita vernd, svo og hvaða sjónarmið eigi almennt að leggja til gi'undvallar við úrlausn mismunandi tilvika. Hins vegar er 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.