Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 43
áframhald þess. Hlutverk þvingunarráðstafana í þágu opinberrar rann- sóknar er á hinn bóginn allt annað en markmið umræddra fógetagerða vegna þess að því aðeins er unnt að grípa til slíkra ráðstafana að þeirra sé þörf til að upplýsa meint afbrot. Þær þvingunarráðstafanir, sem helst kæmu til greina í þessu sam- bandi, eru haldlagning samkvæmt VI. kafla laga nr. 74/1974 og húsleit samkvæmt VII. kafla laganna. Sá er munurinn á þessum aðgerðum að húsleit verður yfirleitt ekki gerð nema á grundvelli dómsúrskurðar, en lögrégla getur að jafnaði lagt hald á muni án slíks úrskurðar. Eðli máls samkvæmt kæmi eflaust sjaldan til þess að beitt yrði handtöku, gæslu- varðhaldi eða skyldum ráðstöfunum við rannsókn höfundarréttarbrota þótt það væri að sjálfsögðu ekki útilokað ef um væri að ræða stórfelld brot. 3. VENJULEG MÁLSMEÐFERÐ FYRIR DÓMSTÓLUM. Sé brotinn réttur á höfundum eiga þeir nú í sumum tilvikum völ á tveimur kostum vilji þeir sækja rétt sinn fyrir dómstólunum. Annars vegar geta þeir sótt mál sitt sjálfir með því að höfða venjulegt einka- mál og hins vegar geta þeir krafist þess að ákæruvaldið höfði opinbert mál í þessu skyni. Handhafi ákæruvalds getur að sjálfsögðu neitað að höfða mál telji hann skilyrði til málshöfðunar ekki vera fyrir hendi. Meðferð höfundarréttarmála fyrir dómstólunum er að minni hyggju lítið frábrugðin meðferð venjulegra dómsmála. Rétt er þó að drepa á örfá atriði sem hér skipta máli. 3.1. Einkamál. Á sviði einkamálaréttarfars eru það einkum reglurnar um sönnun sem ástæða er til að staldra við. Sönnun í höfundarréttarmálum getur verið erfiðleikum bundin fyrir báða aðila. Að jafnaði hvílir sú skylda á höfundum að sanna að réttur hafi verið á þeim brotinn, sbr. hrd. 1950, 353 og 1982, 1124. Á hinn bóginn verður sá, sem heldur því fram að höfundur hafi afsalað sér rétti sínum, að sanna það, sbr. hrd. 1983, 1974 og 21. mars 1985. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að sá, sem krefst skaðabóta sér til handa í dómsmáli, verður að sanna að tjón sé bótaskylt og jafn- framt að færa sönnur á fjárhæð bóta. Að því er síðara atriðið varðar standa höfundar höllum fæti. Oft og tíðum er nánast útilokað að færa rök að því hve brot á höfundarrétti hefur valdið miklu tjóni í krónum talið. Stundum, en þó alls ekki alltaf, er fyrir hendi sá möguleiki að 181

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.