Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 44
miða við gjaldskrár eða samninga, auk þess sem unnt er að dómkveðja matsmenn til þess að áætla tjónið. Með því móti er þó ekki allur vandi leystur, til dæmis gæti það orðið vandkvæðum bundið fyrir matsmenn að komast að niðurstöðu. Áður en skilið verður við þetta álitaefni er rétt að benda á tvö atriði sem ættu að auðvelda höfundum að fá dæmdar sanngjarnar bætur úr hendi þeirra er raskað hafa rétti þeirra. Má í fyrsta lagi benda á rýmk- aða heimild 2. mgr. 56. gr. höfundalaga, sbr. lög nr. 78/1984, til þess að dæma höfundum miskabætur. I annan stað er rétt að vekja athygli á hrd. 21. mars 1985, þar sem meirihluti Hæstaréttar dæmdi höfundi skaðabætur og mat þær „eftir álitum“, svo að vitnað sé til orðalag's dómenda. 3.2. Opinber mál. Um sakamálameðferðina er fátt að segja, ekki síst fyrir þá sök hve heimild til opinberrar meðferðar á höfundan*éttarmálum er nýleg. Ýmis álitamál kunna að rísa vegna atbeina höfunda sjálfra að þessum málum, en úr flestum þeirra virðist þó vera unnt að leysa á grundvelli ákvæð- anna í IV. kafla almennra hegningarlaga. Þannig gæti höfundur vænt- anlega hvenær sem er fram að dómsuppsögn fallið frá kröfu um opin- bera málshöfðun og höfðað sjálfur einkarefsimál, nema ákæruvaldið teldi að mikilvægir almannahagsmunir krefðust slíkrar málshöfðunar, sbr. 28. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 59. gr. höfundalaga, sbr. lög nr. 78/1984. Höfundur gæti að sjálfsögðu farið fram á að bótakrafa væri höfð uppi í opinberu máli ef skilyrðum 145. gr. laga nr. 74/1974 væri full- nægt. Ég hygg þó að í mörgum tilvikum sé bótaþátturinn í höfundar- réttarmálum svo frábrugðinn refsiþættinum að ógerlegt eða óeðlilegt sé að reka þessa tvo þætti í einu og sama málinu. 4. NIÐURLAG. Sumum kann að þykja umfjöllunin hér að framan of einhliða og má það til sanns vegar færa. Þetta á rót sína að rekja til þess að það er fyrst og fremst sérstaða höfundanna (og annarra rétthafa á sviði höf- undaréttar) sem gerir höfundarréttarmál frábrugðin öðrum dóms- málum. Hins er þó hollt að minnast að yfirleitt eru tvær eða jafnvel fleiri hliðar á öllum málum. Fráleitt væri að gera höfundum svo hátt undir höfði að það skerti grundvallarréttindi annarra þegna þjóðfélags- ins. Slíkt gæti þrengt um of að tjáningarfrelsinu, en það er, að minnsta kosti að hluta, varið af 72. gr. stjórnarskrárinnar. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.