Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 46
að gerð þessa sáttmála voru þeirrar skoðunar að gagnkvæmir samning- ar á þessu sviði væru ekki viðunandi ef allir, hvar sem er í heiminum, ættu að hafa aðgang að hugverkum. Því þótti þeim nauðsynlegt að koma alþjóðlegri skipan á þessi mál. Nú eru aðildarríkin orðin um 70 talsins. Þau ríki sem staðfest hafa Bernarsáttmálann mynda Bernarsam- bandið, en innan þess eru helstu leiðandi ríki heims, þ.á m. flest Evrópu- ríkin. Bandaríkin og Sovétríkin eru ekki í Bernarsambandinu. Allt frá stofnun Bernarsambandsins hefur Bernarsáttmálinn verið endurskoðaður átta sinnum, nú síðast í París árið 1971. Smám saman hafa lágmarkskröfur um vernd hugverka verið auknar með tilliti til nýrra tegunda hugverka og vaxandi skilnings á réttarstöðu höfunda. Island gerðist aðili að Bernarsambandinu með heimild í lögum nr. 74 frá 5. júní 1947, sbr. auglýsingu nr. 10/1947. Staðfesting Islands á sáttmálanum nær til þeirrar gerðar hans sem samþykkt var árið 1886 og síðast var endurskoðuð í Róm árið 1928. Gekk sáttmálinn í gildi hér á landi 7. september árið 1947. Með lögum nr. 80 frá 31. maí 1972 var ríkisstjórninni heimilað að staðfesta Bernarsáttmálann í þeirri gerð sem samþykkt var í París 24. júlí 1971. Staðfesting á heildartexta Parísargerðar sáttmálans hefur ekki farið fram, en hinn 28. september 1984 gerðist Island aðili að hluta Parísargerðarinnar. (Aðildin tekur ekki til 1.-21. greinar sáttmálans né viðaukans í þeirri gerð sem sam- þykkt var í París 1971.) Væntanlega mun þess þó skammt að bíða að Parísargerð Bernarsáttmálans öðlist lagagildi hér á landi í heild, annað- hvort með staðfestingu heildarsáttmálans eða breytingum á höfunda- lögunum til samræmis við kröfur hans. Þórunn J. Hafstein lauk lagaprófi frá lagadeild Háskóla íslands vorið 1982. Aö loknu lagaprófi starfaði Þórunn fyrst sem fulltrúi yfirborgar- fógeta í Reykjavik og siðan sem deildarstjóri innheimtudeildar Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Árið 1983-1984 stundaði Þórunn framhaldsnám m.a. í höfundarétti og fjölmiðlarétti við Uni- versity of Pennsylvania í Bandaríkjunum og lauk þaðan mastersgráðu (LLM) vorið 1984. Þórunn starfar nú sem deildarstjóri í Menntamálaráðu- neytinu. Grein sú, er hér birtist, er byggð á er- indi sem flutt var á málþingi Lögfraeðingafélags íslands 22. september 1984 í Fólksvangi á Kjal- arnesi. 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.