Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 52
Björn Þ. Guðmundsson prófessor: HVAÐ ER STJÓRNSÝSLA SKV. STJÓRNSÝSLURÉTTI? 1 2. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið svo á að í þjóðfélaginu séu þrír opinberir aðil- ar1) sem fari með þrenns konar vald, lög- gjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald. Ekkert þessara hugtaka er skilgreint í stjórnarskránni. Af hagkvæmnisástæð- um-) er hugtakið framkvæmdarvald venjulega skilgreint neikvætt, þ.e. það sem hvorki er löggjafarvald né dómsvald. Á sama hátt hefur almennt verið látið við þá skilgreiningu sitja að hugtakið stjórn- sýsla sé það sem hvorki telst til löggjafar- starfsemi né dómsstarfa. Þótt slíkar nei- kvæðar skilgreiningar geti stundum reynst nægilegar í lögfræðilegri umfjöllun verður varla um það deilt að ávinningur er að jákvæðum skilgreiningum sem flestra lagahugtaka. Hér verður gerð ein tilraun. Framangreind þrjú hugtök eru oft notuð í ónákvæmri merkingu, t.d. sagt að löggjafarvaldið, dómsvaldið og framkvæmdarvaldið geri þetta eða hitt.3) Þessi hugtaksnotkun stenst ekki, því að það eru þeir sem hafa hið tiltekna vald á hendi sem í skjóli þess setja lög, framkvæma 1) Orðið aðilar er raunar ónákvæml, en átt er við það sem á Norðurlandamálum nefnist statsorganer. Samsvarandi orð á íslensku væri stjórnarvöld (stjórnvöld). Gallinn við þá lnigtaksnotkun nú er að hugtakið hefur fest í sessi sem lagahugtak í merkingunui stjórnvaldshafi (stjórnsýsluhafi). 2) Sjá t.d. Stjórnarfarsréttur, bls. 1. 3) Um þessa notkun á hugtakinu framkvæmdarvald sjá t.d. Stjórnarfarsréttur, bls. 26: „Viðfangsefni framkvæmdarvaldsins eru síbreytileg ... “, Lög og réttur, bls. 48: „ .... verkefui framkvæmdarvaldsins verða ekki tæmandi talin . .. “, Lögbókin þín, bls. 138: „Verksvið framkvæmdarvaldsins er ekki ákveðið í stjórnarskránni nema að litlu leyti ... “. 190

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.