Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 53
og dæma. Fyrir þessum handhöfum er gerð grein í 2. gr. stjórnarskrár- innar. Þannig segir að forseti og önnur stjórnarvöld4 5) skv. stjórnar- skránni og öðrum landslögum fari með framkvæmdarvaldið. Svo sem efni þessarar ritgerðar er háttað er óþarfi að skilgreina hugtakið fram- kvæmdarvald almennt. Nægilegt er að taka fram að 2. gr. stjórnar- skrárinnar gerir ekki ráð fyrir annars konar valdi en opinberu valdi.r>) Skv. orðum ákvæðisins er það í fyrsta lagi forseti Islands sem fer með þetta vald. Það er að því leyti rétt að í ýmsum tilvikum þarf formleg- an atbeina forseta til þess að stjórnvaldsákvörðun sé gild, t.d. undir- skrift á skipunarbréf í ýmsar opinberar stöður. Forsetinn fer hins veg- ar aldrei einn með framkvæmdarvald, sbr. 13. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem beinlínis er tekið fram að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt. I þessum hluta ákvæðisins felst því í raun fyrst og fremst það að ráðherrar fari með framkvæmdarvaldið, en stundum ásamt forseta Islands. I öðru lagi segir að önnur stj órnarvöld skv. stj órnarskránni fari með framkvæmdarvaldið. Að ráðherrum undanskildum, sbr. 13. gr. stjórnar- skrárinnar, er hér ekki öðrum til að dreifa en sveitarstjórnum, sbr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. I raun merkir þessi fullyrðing því fyrst og fremst það að stjórnsýsla fari ekki aðeins fram á vegum ríkisins held- ur og sveitarfélaga. I þriðja lagi er kveðið svo á að stjórnarvöld skv. öðrum landslögum fari með framkvæmdarvaldið. Það merkir að handhöfn framkvæmdar- valdsins er ekki einskorðuð við stjórnarskrárákvæði heldur getur hún byggst á öðrum settum lögum. Á það bæði við um stjórnsýslu á végum ríkisins og sveitarfélaga. Slík lagaákvæði eru fjölmörg og varða fyrst og fremst ýmsar opinberar stofnanir. Skv. framansögðu eru handhafar framkvæmdarvaldsins í raun fyrst og fremst ráðherrar, sveitarstjórnir og forstöðumenn ýmissa opinberra stofnana og gæti því stjórnarskrárákvæðið efnislega hljóðað svona: Ráðherrar, stundum ásamt forseta, sveitarstjórnir og forstöðumenn ýmissa opinberra stofnana fara með framkvæmdarvaldið. Nú eru þess- ir handhafar einu nafni nefndir stjórnarvöld í 2. gr. stjórnarskrárinnar 4) Orðið er þannig ritað í 2. gr. stjskr., en almennt er talað um stjórnvöld. Því miður er það hugtak í þessari merkingu orðið svo fast í lagamálinu að varhugavert sýnist að breyta um þótt t.d. orðið stjórnvaldshafi (stjórnsýsluhafi) verði að telja markvissara og hefði ella verið notað hér. 5) Til einföldunar er tíðkanlegt að greina á milli valds hins opinbera og valds einkaaðila. Fjöldi slíkra aðila, t.d. atvinnurekendur, verkalýðsfélög, samvinnufélög o.s.frv., fara með „vald“ sem hefur ekki síður áhrif á líf þjóðfélagsþegnanna, þótt það teljist ekki „vald“ í ofangreindum skilningi, þ.e. „opinbert vald". 191

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.