Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 59
1.250.000,00 og skyldi útborgun vera kr. 900.000,00 og greiðast á tíma- bilinu frá 15. júlí 1982 til 15. ágúst 1983, en eftirstöðvarnar kr. 350. 000,00 skyldu greiðast á 4 árum og bera 20% ársvexti. Samkvæmt upphaflegum texta tilboðsins skyldi það gilda til kl. 10:00 hinn 30. júní 1982, en var síðar breytt skriflega í kl. 11:30 þann dag og síðan ákveð- ið munnlega, að það skyldi standa út daginn. Þinglesinn eigandi íbúð- arinnar, BÁ, og maki hennar, RC, samþykktu kauptilboð þetta síðdeg- is sama dag á fasteignasölunni. Skömmu síðar þennan dag frétti BÁ af því, að HG hafði sýnt áhuga á þessari íbúð og hafði honum verið vísað á að skoða hana af hálfu fasteignasölunnar. BÁ hafði þá sam- band við nefndan HG, sem síðan skoðaði íbúðina og lýsti sig reiðubú- inn til að kaupa íbúðina á hagstæðara verði en stefnendur höfðu boðið. Gerði HG þá þegar tilboð í greinda íbúð, sem hljóðaði upp á kr. 1.100. 000,00 ogskyldi kaupverðið vera að fullu greitt hinn 30. nóvember 1982. Haft var samband við AG og Sl þetta sama kvöld, en ekki féllust þau á að hverfa frá tilboði sínu í eignina, enda höfðu þau þá ráðstafað eigin íbúð með sölu. Með bréfi dags. 1. júlí 1982 var því lýst yfir af lögmann- inum SS, sem BÁ leitaði til, að rift væri samþykki á tilboði stefnenda í greinda íbúð, dags. 30. júní 1982. Þann dag var síðan gengið frá kaup- samningi um íbúð þessa til HG á grundvelli kauptilboðs hans. Stefn- endur, AG og Sl, fengu hið samþykkta kauptilboð sitt afhent á fast- eignasölunni þennan sama dag. Með símskeyti dags. 5. júlí 1982 mót- mæltu AG og Sl formlega riftun á kaupum greindrar íbúðar og létu þinglýsa kauptilboði sínu. Með yfirlýsingu dags. 12. júlí 1982 mótmælti BÁ þinglýsingu kauptilboðsins af hálfu AG og Sl. Með bréfi til BÁ dags. 14. júlí 1982 gerðu AG og Sl kröfu til þess að fá íbúðina afhenta hinn 15. júlí í samræmi við ákvæði kauptilboðsins gegn greiðslu á kr. 100. 000,00. Afhending íbúðarinnar til AG og Sl fór ekki fram og greiddu þau þá fyrsta hluta útborgunar inn á geymslureikning hjá Landsbanka Islands þann dag. HG var síðan afhent íbúðin hinn 20. júlí 1982 í sam- ræmi við samningsákvæði þar um. AG og Sl greiddu annan hluta út- borgunar, kr. 50.000,00, með geymslugreiðslu hinn 3. ágúst 1982. Auk fyrrnefndra geymslugreiðslna útveguðu AG og Sl bankaábyrgðir til efnda á samningsskyldum sínum skv. tilboðinu. AG og Sl leituðu nú til embættis yfirborgarfógeta í Reykjavík og fóru þess á leit, að þeirn yrði með beinni fógetágerð fengin umráð framangreindrar íbúðar. Þeirri kröfu var hrundið með úrskurði fógeta- réttar Reykjavíkur, uppkveðnum hinn 6. ágúst 1982. Báru þau þá mál sitt undir hinn almenna dómstól í héraði (Bæjarþing Reykjavíkur). Kröfðust þau þess aðallega, að stefndu, BÁ og RC, yrði dæmt skylt, að 197

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.