Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 63

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 63
í þessu máli. Úrlausnarefnið skiptir miklu um framkvæmd viðskipta af þessu tagi í framtíðinni, og niðurstaðan hefur ótvírætt mikið „upp- eldisgildi" fyrir þá, sem við þess konar viðskipti fást. 1 dómi Hæstarétt- ar er tekin djörf og skýr afstaða til úrlausnarefnisins, enda þótt æski- legt hefði verið, að fræðileg umfjöllun í forsendum dómsins hefði ver- ið nokkuð ítarlegri en raun ber vitni. Dómurinn byggist á meginregl- unni um skuldbindingargildi samninga og veitir þeirri reglu jafnframt kærkominn stuðning. Án þess trausts í mannlegum samskiptum, sem sú regla skapar, fengi frjálst viðskiptalíf, í þeirri mynd sem við þekkj- um, eigi staðist eða þróast, — en sannast sagna og illu heilli hafa nor- rænar grannþjóðir okkar skert gildi þessarar reglu með löggjafarráð- stöfunum á síðari árum. Niðurstaða þessa máls vekur hins vegar óhjá- kvæmilega áleitnar spurningar um „eftirleik“ þess, þ.e. væntanlegt uppgjör BÁ og RC við HG út af íbúðarkaupunum, sem nú ganga til baka, og um skaðabótakröfur þessara aðilja á hendur viðkomandi fast- eignasala og lögmanni, sem stóðu að gerð hins síðari kaupsamnings, þótt þeim mætti þá ljóst vera, að gildur kaupsamningur um eignina hefði þegar komist á. Ég tel, að málsniðurstaða varðandi útgáfu afsals- ins hefði orðið sú sama í Hæstarétti, þótt HG hefði verið viðurkenndur sem málsaðili. Hið réttarfarsléga úrlausnarefni málsins, þ.e. um aðild eða aðildarskort HG, er flókið eins og málum var háttað, og mætti ræða um það í löngu máli, ef rúm væri til. Staða réttargæslustefnda er um margt mjög óljós að íslenskum rétti, og sama gildir um heimild til meðalgöngu. Hins vegar er þakkarvert, að leyst var úr einum þætti þeirrar flækju, og má hiklaust fallast á, að HG hafi eigi undir rekstri málsins í héraði fullnægt fortakslausu skilyrði 50. gr. 1. 85/1936 um, að þriðji maður verði að „stefna sér inn í“ viðkomandi mál, vilji hann gerast aðili þess, enda verður eigi annað séð en að HG hefði getað gert það eins og á stóð. Sú niðurstaða um þetta atriði, sem fram kemur í héraðsdómi og í sératkvæði í Hæstarétti, væri hins vegar einfaldari de Iege ferenda, og kæmi því til greina að lögfesta hana, þegar 1. 85/1936 verða tekin til allsherjarendurskoðunar, sem löngu er tímabær. 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.