Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.07.1974, Blaðsíða 40
38 MORGUNN Auðvitað get ég ekki ábyrgst að saga þessi sé sönn, að öðru en því, að forfaðir okkar bjargaði íslenzku stúlkunni og kvong- aðist henni síðar. En sögulega sannur og mjög merkilegur eftir- máli við þessa sögu er þó til, og er hann á þessa leið: Þegar Exmouth lávarður skaut á Algeirsborg þ. 27. ágúst 1816, þá var afabróðir minn Thorstan Eyre sjóliðsforingi á aðmírálsskipinu Queen Charlotte, sem búið var 110 fallbyssum. Hann var þá tæpra 18 ára, hverjum manni hærri á vöxt, að öllu leyti vel þroskaður eftir aldri og furðulega sterkur, enda voru félagar hans mjög hreyknir af honum. Hann var og mjög rómantískur unglingur, vel að sér í ættarsögu okkar og trúði henni eins og nýju neti. Hann var allra manna hug- djarfastur og fremstur sinna manna í öllum háskaförum. Þessu hefur einn vina hans lýst i kvæði, þar sem hann vegsamar hann og minnist þess hve hetjulega hann lét líf sitt, og er þetta i kvæðinu: Blá voru augun, bjart var hárið, bar sig vel og karlmannlega. Vottaði styrka víkingseðlið, vitnaði bezt í þraut og trega. Hann lagði sig fram af lifi og sál í svaðilför þessari og vildi mynda landgönguflokk til þess að ráðast á Algeirsborg, en gat vitanlega ekki fengið samþykki yfirmanna sinna til þess. Hann lét það þó ekki á sig fá, og í orustunni gerðist hann svo ákafur, að hann stökk útbyrðis, synti i land og réðist einn síns liðs á algeirskan hermannahóp og varð tveim mönnum að bana, þótt hann hefði ekki annað en rýting að vopni. Tókst honum þannig að koma fram hefndum á ræningjum móður sinnar, áður en hann var sjálfur veginn. Þegar hætt var að skjóta á borgina fannst lik hans flakandi í sárum. Var því sökkt i sæ með allri viðhöfn, enda hafði hann skörulega fært sig í ætt víkinga. Því nær 100 árum síðar, eða þ. 23. júlí 1916, handtóku Þjóð- verjar son minn við Ypres í Frakklandi. Atvik að því voru önn- ur, en þó var blærinn yfir atburðumnn jafríhetjulegur. Allir félagar hans höfðu fallið. Þetta var um nótt. Hann var sjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.