Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Síða 10

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Síða 10
aðeins neðst, flosugur að neðanverðu, en flosurnar eru ljósbrúnar með greinilega dökkbrúnni miðtaug, egglaga-tígullaga með snöggum og löngum broddi, sem stundum er beygður og oftast eri/3—i/5 af lengd flosunnar. Blaðkan er i—li/ sinnum lengd blaðstilksins, oftast Ijós- græn en stundum dökkgræn, þunn, oftast mjólensulaga en stundum egglaga, oft samhliða neðan við miðju, en með skörpum oddi, sem er tví-þrífjaðraður. Bleðlarnir eru mjó-þríhyrndir eða mjólensulaga, og sá lægsti er greinilega skakkþríhyrndur af því að smáblöðin á efri og innri hlið stilksins eru meira en helmingi styttri en neðri og gagnstæðu smáblöðin. Smáblöðin eru fíngert fjöðruð, broddtennt. Gróblettirnir eru í tveim röðum nálægt miðtaug smáblaðanna, um i mm í þvermál, með litlum hulum, sem eru kirtilhærðar á röndunum, en skammærar. Gróin eru 45—50 X 30—37 míkrur, með þunnum og ljósbrúnum kranzi og mjóum vængjum og sett nokkrum skörpum en stuttum broddum. Þau eintök, sem við höfum séð frá Vesturlandi og Norðurlandi, eru nokkuð svipuð, en Helgi Hallgrímsson sendi okkur nokkur eintök, sem ræktuð eru í Grasgarðinum á Akureyri og virðast vera stærri og dökk- grænni en venjulegt er. Þau bera þó öll aðaleinkenni tegundarinnar, og gróin eru að öllu leyti eins og á hinum eintökunum, svo að enginn vafi er á, að þau eru bara tilbrigði, sem ekki hafa verið skírð sérstak- lega. Dílaburkninn vex í hraungjám, urðum, kjarri og snjódældum á vest- anverðu og norðanverðu Islandi. Hann er algengur í Norður-Ameríku norðan hinna miklu vatna allt vestur að Klettafjöllum og Alaska og austur til Grænlands, þótt sumir amerískir sérfræðingar hliðri sér enn við að kalla hann sínu rétta nafni (Wagner 1963). í Evrópu vex hann í fjalllendi suður til Karpatafjalla og Alpafjalla, er sjaldgæfur í Fær- eyjunr en virðist algengur í fjöllum Norðurlanda. Þótt engar sögur fari af honum í Asíu, leynist hann eflaust þar undir hinu gamla rangnefni, eins og liann liefir lengi gert á íslandi. Enginn veit, hvernig eða livenær dílaburkninn hefir borizt til ís- lands, en það hefir eflaust gerzt, áður en landbrúin milli Grænlands og Skotlands slitnaði seint á tertíera tímabilinu eða snemma á jökultím- anum. Enginn vafi er á, að liann hefir lifað alla tíð síðan á íslandi, eins og svo margar aðrar hinna æsóttu (circumpolar) jurta, sem enn eru hin- ar sömu á meginlöndunum beggja vegna Atlantshafsins. 8 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.