Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 57

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 57
er af fléttum í skandinavísku lyngheiðinni, en þó að fléttur finnist í krækilyngsheiðinni hér á landi, gætir þeirra sjaldan í gróðursvip. Gróðurbreiðan í krækilyngsheiðinni er tiltölulega samfelld, þó eru að jafnaði smáflög og rof, þar sem hæst ber, og eins utan í þúfnakollum. Mosi er oft nokkur, og sums staðar í hálendinu hverfur krækilyngs- sveitin yfir í mosaheiði án skarpra marka. í brekkum og snjódælda- brúnum hverfur krækilyngssveitin oft yfir i aðalbláberjasveit eins og fyrr er lýst. 57. Krœkilyngs-sauðamergs hverfi ('Empetrum hermafroditum-Loisele- uria procumbens soc.) (Tab. XXI. A-B 1-5, XXIII A—B 7, XXIV A-B 10-11). Athuganir á þessu gróðurhverfi eru aðallega frá Kaldadalssvæðinu, þar sem það er all útbreitt, en einnig frá Gnúpverjaafrétti og Kili. Einstöku blettir í hverfum 59 og 60 nálgast þetta hverfi nokkuð. Eins og fyrr segir, eru gróðurhverfi krækilyngssveitarinnar ekkert skýrt mörkuð, svo að alloft má segja, að þau renni hvert inn í annað. Höfuð- einkenni þessa hverfis er að sauðamergur (L. procumbens) ríkir við hlið krummalyngsins (£. hermafroditum). Báðar tegundirnar eru álíka sterkar, en sauðamergurinn þó stundum meiri, einkum í fleti. Aðrar helztu tegundir hverfisins, sem þó gætir raunar lítið, eru: grasvíðir (Salix herbacea), bláberjalyng (Vaccinium uliginosum), brjóstagras (Thulictrum alpinum) og stinnastör (Carex Bigelowii). Alltíðar eru: túnvingull (Festuca rubra), kornsúra (Polygonum viviparum), geld- ingahnappur (Armeria vulgaris) og grávíðir (Salix glauca). A einstöku blettum eru svo um munar móasef (Juncus trifidus), bugðupuntur (Deschampsia flexuosa) og mosalyng (Cassiope liypnoides). A-flokkur- inn er í miklum meiri hluta — eða um 75% að meðaltali. Ch er drottn- andi lífmynd um 50% að meðaltali, næst gengur H 33% og G um 15%. Gróðurhverfi þetta virðist vera allbreytilegt í viðhorfi til snjóa- laga. Það finnst á snjóléttustu og vindblásnustu svæðum krækilyngs- sveitarinnar, en einnig jrar sem svo er snjóþungt, að tekið er að nálgast snjódældir. En hreinast er hverfið þar sem snjóléttast er. Sá ég hið sama síðar á Arnarvatnsheiði, þar sem þetta hverfi er útbreitt. Um ein- staka bletti skal þessa getið. Blettir XXI. 1—2 Brunnar við Kaldadal um 400 m h. Krumma- lyng (E. hermafroditum) þekur um 50—60% en sauðamergur (L. pro- cumbens) um 30%. Blettur XXI. 3 í Skjaldbreið um 520 m h. Þetta er hæsti athug- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.