Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 82

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 82
verðu Atlantshafinu. Henni er lýst frá Grænlandi, Jan Mayen, Bjarn- areyju, Færeyjum og Skotlandi ásamt eyjunum þar norður af. Lýsing Tansleys (1939 p. 787 og áfram) á mosaheiðinni í hálöndunum skozku gæti vel verið af íslenzkri mosaþembu, að öðru leyti en því, að þar eru nokkrar tegundir, sem vanta hér. Þó virðist stinnastör (C. Bigelowii) vera aðaltegund þar eins og hér. Hins vegar er mosaheiðin skozka ein- dregnara hálendisgróðurlendi en hér, eins og vænta má. Tansley segir, að til fjalla sé Rhacomitrium heiðin „the final or closed stage of the formation, (þ. e. melagróðrinum) but at the lower altitudes it may advance at a stage further and be a community of ericaceous shrubs“ (L. c. p. 787). Helgi Jónsson (1905 p. 61) heldur fram líkri skoðun um gróðrarsögu íslenzku hraunanna. Ég hygg þó, að ef mosaþemban nær fullum þroska, þ. e. hún myndar samfellda gróðurbreiðu, breytist hún naumlega í annað gróðurlendi að óbreyttum ytri skilyrðum. í hálend- inu er sífelld barátta háð á mótum mela og mosaþembu. Algengt er að sjá á veðurbörðum stöðum, hvernig mosabreiðan er rifin upp áveðra þótt hún sé samfelld hlémegin. I Skandinavíu gætir mosaheiðar sáralítið, og nær hún þar hvergi yfir stór svæði. Þó lýsir Resvoll-Holmsen henni á nokkrum stöðum (1922 p. 182), og virðist meiri munur á háplöntum norsku mosaheiðar- innar og þeirrar íslenzku en var á þeirri skozku. Nordhagen (1943 p. 205 og áfram) lýsir Rhachomitrium hverfi, sem um margt er líkt ó- samfelldri mosaþembu á íslandi, þótt háplöntur séu aðrar. Hann segir að hverfið sé „svakt sesonghygrofil" og „svakt chionofob“, og kemur það vel heim við það, sem áður er sagt um mosaheiðina íslenzku, nema vel mætti fella orðið „svakt“ burtu. Nordhagen telur sauðving- ulshverfi Rhacomitrium lieiðarinnar til fylkisins Juncion trifidi. Ég hygg einnig réttast að telja íslenzku mosaheiðina til þessa fylkis. Höfuðeinkenni háplöntugróðurs mosaheiðarinnar er að hann er strjáll. Hann þekur ekki meira en 20—30% af yfirborðinu og oft miklu rninna. Á mjög veðurbörðum stöðum eru háplöntur oft svo strjálar, að naumast eru meira en 2—3 einstaklingar á heilum fermetra. Á lág- lendi verða háplönturnar þéttari í mosaþembunni, og flötur þeirra þá allt að 50%. Algengustu háplöntur, sem kalla má að finnist alls staðar í mosaheiði eru: grasvíðir (Salix herbacea) og kornsúra (Polygonum' viviparum), næst þeim ganga geldingahnappur (Armeria vulgaris), stinnastör Carex Bigelowii) og lambagras (Silene acaulis), þá eru krummalyng (Empetrum hermafroditum) og túnvingull (Festuca ru- bra) mjög algeng. Tala háplantna er yfirleitt mjög lág. A-tegundirnar eru í miklum meirihluta eða um og yfir 80%, og ná 100% í einstökum 80 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.