Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 108

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 108
DOKTORSRITGERÐ í GRASAFRÆÐI. Sjálfsagt hafa margir lesendur Flóru heyrt getið um íslenzkan grasafræðing, Sigurð Jónsson, sem lengi hefur dvalizt í París og getið sér þar frægðarorð fyrir rannsóknir sínar á þörungum. Fyrir skömmu barst mér í hendur ritgerð hans til doktorsgráðu við Sorbonne- háskólann. Birtist liún í doktorsritgerðaseríu háskólans, Theses, Serie A, no 3849, Paris 1962. Titill ritverksins er þessi: Recherches sur des Cladophoracées marines, sem myndi útleggjast: Rannsóknir á sæþörungum af ættinni Cladophoraceae. Það er ekki ætlun mín að rekja efni þessarar bókar, sem skýrir ýtarlega frá rannsóknum höfundar, og virðist í alla staði prýðilega unnin, aðeins langar mig til að benda á niðurstöður hans, þar sem þær varða að nokkru íslenzka grasafræði. Grænþörungaættin Cladophoraceae er víst ekki mikið kunn í íslenzkum bók- menntum, enda á hún sér ekkert íslenzkt nafn. Þó eru tegundir af þessari ætt algeng- ar hér, bæði í fersku vatni og í sjó (fjörum). Ganga þær, ásamt mörgum öðrum græn- þörungum, undir hinu almenna nafni slý eða slavak. Ættkvíslin Cladophora, sem ættin er kennd við, einkennist af smásæjum þör- ungajrráðum, sem greinast á vissan hátt, og hefur mér því dottið í hug að nefna hana greinþörunga, og mætti þá kalla Cladophoraceae, greinjrörungaætt. Áður en lengra er haldið verður að gera stutta grein fyrir ættliðaskiptum plantn- anna. Það er fyrirbæri, sem verður vart við, meira eða minna, hjá öllum plöntum, sem hafa kjarna í líkamsfrumum sínum, þ. e. öllum plöntum nema bakteríum og blágrænuþörungum. Ættliðaskiptin eru í einfaldasta tilfelli regluleg skipti á plöntu- einstakling með tvílitna frumum, sem æxlast með gróum og er því oft kallaður gró- liður (sporophyt) og einstakling með einlitna frumum, sem framleiðir æxlunarfrum- ur (gametae), sem geta sameinast í frjóvgun, og myndað Jrannig aftur tvílitna ein- stakling eða grólið. Stundum eru einlitna og tvílitna einstaklingarnir eins að vaxt- arlagi, en hitt er Jx> algengara að ]>eir séu mismunandi, jafnvel svo að um mismun- andi, og kannske allsendis óskyldar tegundir, virðist vera að ræða. Sambandið milli hinna ólíku einstaklinga verður J>á aðeins sannað með beinni athugun í náttúr- unni, eða með ]>ví að taka viðkomandi plöntur til ræktunar, og er það raunar örugg- asta aðferðin. Dr. Sigurður hefur beitt báðum ]>essum aðferðum í rannsóknum sínum á grein- þörungaættinni, og komizt að þeirri niðurstöðu, að þrjár tegundir einfrumu-græn- þörunga, sem taldar hafa verið til ættarinnar Protococcaceae (frumstæðir, kúlulaga grænþörungar) séu raunar aðeins gróliðir (gróstig) annarra þriggja tegunda af grein- þörungaættinni. Tegundirnar eru þessar: 1. Chlorochytrium inclusum Kjellrn. reyndist vera gróstig þörungsins Spongo- morpha lanosa (Rotli.) Kiitz. 2. Codiolum petrocelidis Kuck., gróstig af Acrosiphonia spinescens (Kútz) Kjellm. 3. Codiolum gregarium Al. Braun., gróstig af Urospora mirahilis Ares. Allar þrjár tegundirnar (gróstigin) hafa fundizt hér við land, sarnkv. Flelga Jónssyni, og er sú fyrstnefnda líklega algeng. Hins vegar getur Helgi ekki um grein- þörunga J>á sem samsvara J>essum gróstigum, nenta þann síðastnefnda, Urospora 100 Flúra - TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.