SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Qupperneq 12

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Qupperneq 12
12 20. nóvember 2011 Sunnudagur Hanna Katrín Frið- riksson Soldið spes að hreinsa grænt blómstrandi illgresi úr beðunum um miðj- an nóvember! Föstudagur Jóhanna Kristjóns- dóttir Er svo hrifin af því þegar alvöru glæpamenn eru dæmdir og fá verð- skuldaða refsingu. Eins og Lalli sjúkraliði sem var dæmdur í 50 þús kr. sekt eða 4ra daga fangelsi fyrir að standa í 4 daga með mót- mælaspjald við bandaríska sendi- ráðið. Hugrún Halldórs- dóttir Létt 96,7 hringir jólinn inn & mér finnst það ekki of snemmt. Er eitt- hvað bogið við það? Stefán Pálsson les 35 ára gamlar þingræður. Magnús Kjartansson, Stefán Jónsson & kó voru í allt annarri deild en þingmenn samtímans. Munurinn er eiginlega pínlegur. Fésbók vikunnar flett Um leið og maður er kominn á bragðið með netútvarp, kemst í tæri við þær þúsundir frábærra útvarpsstöðva sem senda út á netinu um allan heim, vill maður eiginlega ekki annað. Það er og hægur leikur að hlusta á netútvarp á heimilinu, því allmargir eru þegar með þráðlaust heimanet, og þegar maður er kominn út í skúr eða niður í kjallara þá er hægt að hafa með sér græju eins og Q2-netútvarpið sem sést hér fyrir ofan og fæst hér á landi. Ekki þarf þó endilega þráðlaust heimanet til; það er líka hægt hlusta á netútvarp í spjaldtölvum, Android- farsímum eða iPhone / iPod Touch og streyma í tæki sem styðja UPnP eins og NAD-græjan hér til hliðar. Þeir sem eru með Bluetooth-stuðning í bílnum geta streymt beint í bílútvarpið eins og ég gerði á ferð norður í land fyrir stuttu þar sem BBC Radio 4 stytti mér stundirnar. Það getur þó kostað sitt, farsíma- fyrirtæki rukka sum grimmt fyrir strauminn, en getur þó rúmast innan innifalins gagnamagns. Þumalputta- reglan er þessi: 32 Kb á sek. = 12 MB á klst., 64 Kb á sek. = 23 MB á klst. og 128 Kb á sek. = 57 MB á klst. Á bakinu eru ýmsir tengimöguleikar, þar á meðal Ethernet-tengi og reyndar mælt með því, en sáraeinfalt er að tengjast þráðlausu neti og virkaði mjög vel. Síðan er bara að velja það sem mann langar til að hlusta á, til að mynda er hægt að renna yfir stöðvar eftir landi, eða tón- klistarstefnu, og tína svo í minni græjunnar. Ágætt úrval er í græjunni, en hún sækir stöðvalista í gagnagrunn NAD. Á vefsetri NAD er svo hægt að skrá að- gang og sýsla með prívat stöðvalista sem síðan birtist í val- myndinni. Líka er hægt að spila músík beint af USB-lykli (tengi framan á) og þá músík á ýmsum gagnasniðum, MP3, FLAC, WMA, WAV og AAC. Líka er hægt að hlusta á hlaðvarp, podcast, ef vill og líka svo gamaldags fyrirbrigði sem FM-útvarpsstöðvar. Til gamans má geta þess að á græjunni er stafrænn útgangur og því til að mynda hægt að taka upp úr FM út- varpi með hámarksgæðum. Tækið styður UPnP sem gerir kleift að streyma tón- list í það yfir netið, til að mynda úr farsíma, flakkara eða úr tölvu. UPnP-þjónn fylgir Windows 7 til að mynda og með því að hafa hann í gangi gat ég spilað hvaða músík sem er af skráarþjóni heimilisins. Það var líka einfalt að streyma músík úr Android-farsíma með Twonky. Í sambandi við alheiminn Við færumst á netið smám saman, músíkin er geymd þar og streymt eftir þörf- um, og svo er gráupplagt að sækja útvarpssendingar þangað líka, til að mynda með útvarpsmagnara eins og NAD C446. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Netútvarp, takk Þúsundir frábærra útvarpsstöðva

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.