Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201312 nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar land en virðist hins vegar hafa fjarað nokkuð út þegar leið á níunda áratuginn, bæði hér á landi (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2008) og í nágrannalöndum (Törnquist, 2005). Á níunda áratugnum kom fram ný gerð skólabygginga, svonefndir klasaskólar. Í klasaskóla er hver álma hönnuð að stórum hluta sem sjálfstætt rými og félagsleg eining, eða „litli skólinn í stóra skólanum“. Í klasanum eru nokkrar skólastofur, minni rými til hópastarfs og sérkennslu, salerni, stundum lítill samkomusalur eða miðrými og sameiginleg vinnuaðstaða kennara. Gjarnan er einn sameiginlegur nemendainn- gangur inn í klasann og felliveggir eru oft á milli einstakra stofa sem opna mögu- leika til samkennslu (Dudek, 2000; Nair o.fl., 2009). Nokkrir skólar hér á landi hafa verið hannaðir samkvæmt þessum hugmyndum; dæmi um það er nýlegur grunn- skóli á Suðurnesjum sem fjallað er um í grein Torfa Hjartarsonar og Önnu Kristínar Sigurðardóttur (2010). Þessi gerð skólabygginga býður því upp á mikið samstarf kennara um nám og kennslu og fjölbreytta skiptingu nemenda í hópa ef möguleikar námsumhverfisins eru nýttir til fullnustu. rannsóKnarsPUrningar Á síðustu tveimur áratugum hefur einsetning grunnskóla haft í för með sér umfangsmiklar byggingaframkvæmdir hér á landi, jafnt viðbyggingar við eldri skólabyggingar, endurbyggingar og nýbyggingar. Á sama tíma virðist áherslan á einstaklingsmiðun náms hafa skilað sér í hönnun skóla (Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir, 2011). En hvorki liggja fyrir samanteknar upplýsingar um þær menntaáherslur sem réðu för við hönnun þessa nýja húsnæðis né það hvort umræða um nýjar áherslur í skólastarfi við upphaf nýrrar aldar hafi skilað sér í breyttu náms- umhverfi og skólastarfi. Þessari rannsókn er ætlað að bæta úr þessu með því að fá fram sjónarmið nokkurra hagsmunaaðila. Greint er hvaða kennslufræðilegar áherslur lágu að baki hönnunar nýlegra grunnskólabygginga og skoðað hvernig til hefur tekist með skólastarf að mati starfsfólks viðkomandi skóla. Rannsóknarspurningar eru: 1. Hvaða kennslufræðilegu áherslur lágu til grundvallar við hönnun fjögurra nýrra grunnskóla? 2. Hvernig gekk að laga skólastarf í nýrri byggingu að þessum forsendum? aÐfErÐ Valdir voru fjórir íslenskir grunnskólar sem voru í úrtaki rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum, sem unnin var á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs (sjá til dæmis Amalíu Björnsdóttur og Kristínu Jónsdóttur, 2010). Í þeirri rannsókn voru 20 íslenskir grunnskólar skoðaðir frá mörgum ólíkum hliðum. Við val á skólunum fjór- um var stuðst við gögn úr vettvangsathugunum rannsóknarhópsins, svo sem lýsingar á byggingunni, ljósmyndir og grunnteikningar. Ákveðið var að velja skólabyggingar sem höfðu að stórum hluta (endurbygging) eða öllu leyti (nýbygging) verið hannaðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.