Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 25

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 25
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 25 helgi grÍmsson og anna KristÍn sigUrÐardóttir á hljóðvist er athyglisvert, en kennarar í opnu skólunum lýstu mestri óánægju með hljóðvist, sem gefur til kynna að ekki hafi tekist eins vel til og áformað var. Kennarar skólanna virtust telja að þeir gengju ekki langt í að laga viðfangsefni að þörfum nemenda. Á það við bæði um opnu skólana og klasaskólana. Þetta er veru- lega athyglisvert í ljósi þess að einstaklingsmiðun eða aðlögun náms að þörfum hvers nemanda var eitt af markmiðum í hönnun skólanna fjögurra. Enn virðist því vera lag fyrir flesta skólana til þess að taka í ríkari mæli mið af ólíkum þörfum og áhuga nemenda í skipulagi náms og kennslu. Svo er að sjá að menntastefnan um einstaklingsmiðun, fjölbreytt hópastarf, sveigjan- lega kennsluhætti og ríka samvinnu kennara hafi ekki skilað sér til fullnustu í daglegt skólastarf. Þannig megi álykta að samlögun skólastarfs og byggingar hafi ekki gengið sem skyldi. Ákveðnar líkur eru á að fræðsluyfirvöld í viðkomandi sveitarfélögum hafi ofmetið þekkingu og færni kennara til þess að starfa í opnu og sveigjanlegu námsum- hverfi eins og reyndar Törnquist (2005) bendir á að hafi gerst í Svíþjóð á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Það er því hugsanlegt að fallið hafi verið í sömu gryfjuna og þegar opni skólinn kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum (sbr. Lippman, 2010; Törnquist, 2005). Í nýrri byggingu Vonin um betri starfsaðstæður og möguleika á breyttu skólastarfi í nýrri byggingu var sterk. Í öllum skólunum voru fyrstu sporin í nýrri byggingu þó ekki vandræðalaus. Sveitarfélögunum virðist hafa verið umhugað um að skapa gott námsumhverfi. Spyrja má hvort þau hafi í sama mæli tryggt skólunum, bæði kennurum, stjórnendum, og öðru starfsfólki, viðeigandi stuðning og bjargir til þess að komast í gegnum brim- skafla fyrstu starfsáranna. Má þar nefna óþægindi sem skapast við það að frágangi byggingar og lóðar er ekki lokið þegar skólastarf á að hefjast. Því má einnig velta upp hvort aukinn stuðningur við kennara hefði breytt einhverju, svo sem með lækkun kennsluskyldu fyrstu árin, auknum tíma til samstarfs, kennslufræðilegri ráðgjöf og handleiðslu eða fjölgun starfsfólks til stuðnings við skólastarfið. Ef til vill hefði mátt vinna markvissar með viðhorf starfsmanna og stjórnenda. Mörgum kennurum finnst sem þeir ráði ekki jafnvel við starfið og áður þegar þeir taka upp nýjar starfsaðferðir, fyrirbæri sem nefnt hefur verið innleiðingardýfa (Fullan, 2007). Þetta er ein ástæða þess að kennarar eru stundum tregir til breytinga og þess vegna skiptir innleiðingarferlið miklu máli. Skólastjórnandi Furuskóla talar einmitt um „innleiðingardýfuna miklu“ sem starfshópurinn hafi tekið nokkrum vikum eftir að skólastarfið hófst í nýrri byggingu. Viðbrögð skólafólksins þar voru að hörfa til hefðbundinna starfshátta þar sem í hefðinni fólst visst öryggi. Allar breytingar sem varða kennsluhætti og skólastarf krefjast markvissrar starfsþróunar kennara. Breytingar á skólamenningu, kennsluháttum, viðhorfum eða hegðun kennara og nemenda eru flóknar og krefjast stuðnings og hjálpar í langan tíma (Fullan, 2007). Í öllum þeim fjórum tilvikum sem hér um ræðir voru það sveitar- félögin sem þrýstu á breytta starfshætti og lögðu línur varðandi hönnun skólanna, í sumum tilvikum með markvissu samráði við kennara og aðra hagsmunahópa. Fulltrúi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.