Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 35 gUÐrún Þóranna Jónsdóttir og Jóhanna t. einarsdóttir útbreidd notkun HLJÓM-2 væri. Svör bárust frá 205 leikskólum eða 74% allra leikskóla á Íslandi. Af þeim leikskólum sem svöruðu könnuninni lögðu 96% þeirra HLJÓM-2 fyrir börnin (Margrét H. Þórarinsdóttir o.fl., 2010). Samkvæmt þessari könnun er skimunarprófið HLJÓM-2 lagt fyrir í langflestum leikskólum á Íslandi. Rannsóknir benda til þess að almennt séu leikskólakennarar ánægðir með HLJÓM-2 og notkun þess innan leikskólanna (Eydís Stefanía Kristjánsdóttir og Kristín Birgisdóttir, 2010; Guðrún Sigursteinsdóttir, 2007; Gyða Guðmundsdóttir, 2012; Margrét H. Þórarins- dóttir o.fl., 2010). Guðrún Sigursteinsdóttir (2007) kannaði með viðtölum og með því að skoða starf átta leikskóla hvernig leikskólakennarar brugðust við börnum sem sýndu slaka eða mjög slaka færni á HLJÓM-2. Helstu niðurstöður voru þær að kennararnir brugðust við niðurstöðum skimunarinnar með fræðslu og upplýsingum til annarra starfsmanna skólanna jafnframt því að gera námskrár eða áætlanir með börnunum í áhættuhóp- unum. Foreldrum voru kynntar niðurstöður prófsins og þeir fengnir til samstarfs um börn í áhættu. Íhlutunin fólst eingöngu í þjálfun hljóðkerfisvitundar og sérkennslu- tímar voru fáir, ekki var unnið á hverjum degi og einungis í tvo til sex mánuði. Í umræddum leikskólum virtist kennslan ekki vera nægilega skipulögð eða markviss, meirihluti kennaranna taldi sig skorta þekkingu til að vinna með börn í áhættuhópum og sóttist eftir aukinni fræðslu og stuðningi. Einungis tveir leikskólar af átta voru í samstarfi við grunnskóla barnanna um snemmtæka íhlutun vegna læsisnáms barna í áhættu. Leikskólakennararnir sóttust eftir slíku samstarfi en töldu óljóst hvernig miðla ætti upplýsingum milli skólastiga. Svipaðar niðurstöður komu fram í meistaraprófs- ritgerð Gyðu Guðmundsdóttur (2012) sem var byggð á svörum 25 leikskólakenn- ara um vinnu í leikskólum í kjölfar HLJÓM-2. Börn sem sýndu slaka eða mjög slaka færni á HLJÓM-2 fengu stuðning (eitt til þrjú skipti í viku) en leikskólakennarar voru óöruggir varðandi bernskulæsi og hvernig ætti að vinna með börnin til að fyrirbyggja lestrarerfiðleika. Leikskólakennararnir virtust ekki vinna samkvæmt þeim áætlunum og hugmyndafræði sem erlendar rannsóknir höfðu sýnt að skilaði árangri. Í nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið (Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, 2011) um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum, kom fram að allir skólarnir lögðu HLJÓM-2 fyrir börnin. Í skýrslunni er hins vegar ekkert fjallað um það hvernig prófið er notað og nánast ekkert um málörvun barna í áhættuhópum eða um snemmtæka íhlutun. Samstarf leik- og grunnskóla um málörvun og lestrarnám Mikill áhugi hefur verið á því að skólastigin vinni sameiginlega að því að efla mál- þroska, læsi og lestrarnám barna. Í greinargerð starfshóps um samstarf leik- og grunn- skóla frá Menntasviði Reykjavíkurborgar var bent á að efla mætti slíkt samstarf við undirbúning lestrarnáms með samvinnu um ákveðið námsefni og eflingu málvitundar (Menntasvið Reykjavíkurborgar, 2006). Sérstakur starfshópur á vegum borgarinnar um málþroska og læsi í leik- og grunnskólum lagði áherslu á að hvetja til samvinnu milli skólastiga um lestrarverkefni, meðal annars með sameiginlegum námskeiðum fyrir kennara á báðum skólastigum (Leikskóla- og Menntasvið Reykjavíkurborgar, 2007).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.