Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201338 viÐbrögÐ leiKsKólaKennara viÐ hl Jóm-2 (leik- og grunnskólakennara) var þeim boðið að lýsa skoðun sinni á undirbúningi að lestrarnámi (sjá Guðrún Þóranna Jónsdóttir, 2010). Í þessari grein er einungis fjallað um valdar spurningar úr spurningalistanum sem tengjast beint rannsóknarspurning- um greinarinnar. Í byrjun janúar 2010 var haft samband við yfirmenn fræðslumála í öllum sveitar- félögum Árnessýslu, rannsóknin kynnt og óskað eftir leyfi til að fá að leggja fyrir spurningalista í leik- og grunnskólum sveitarfélaganna. Að fengnu leyfi voru flestir leik- og grunnskólar í Árnessýslu heimsóttir, í nokkrum tilfellum (16%) var haft sam- band símleiðis, rannsóknin kynnt og spurningalistar afhentir ásamt upplýsingabréfi til þeirra sem svöruðu listunum. Umsjónarkennarar 1. bekkja tóku að sér að koma spurn- ingalista ásamt upplýsingablaði til foreldra nemenda og taka síðan aftur við útfylltum spurningalistum og senda til rannsakenda. Foreldrar svöruðu spurningunum allt að einu og hálfu ári eftir að skimunin hafði verið lögð fyrir börnin þeirra. Spurninga- listar og upplýsingablöð voru send í pósti til þeirra kennara sem samband var haft við símleiðis. útfylltir spurningalistar bárust rannsakendum í lokuðum umslögum sem fylgdu hverjum lista tveimur til tíu vikum eftir að þeir voru sendir. Ekki var vitað hvaðan hvert svar kom. Svörin voru nafnlaus og ekki rekjanleg. niÐUrstÖÐUr Hér á eftir verður fyrst greint frá notkun HLJÓM-2 í leikskólunum, viðbrögðum leik- skólakennara, íhlutun í leikskólunum og upplýsingum leikskóla til foreldra; síðan verður gerð grein fyrir því hvernig foreldrarnir sjálfir sögðust hafa verið upplýstir um HLJÓM-2. Þá verður fjallað um samvinnu milli skólastiga um HLJÓM-2 og hvernig grunnskólakennarar nýttu sér skimunina og þá íhlutun sem hafði farið fram í leik- skólanum. HLJÓM-2 í leikskólum HLJÓM-2 reyndist vera lagt fyrir í flestöllum leikskólum í Árnessýslu eða í 14 leik- skólum af 15. Deildarstjórarnir voru ánægðir með prófið; 93% þeirra sögðu að það nýttist vel eða mjög vel. Eftir fyrirlögn HLJÓM-2 sögðust um 60% leikskólakennar- anna nýta niðurstöður prófsins eingöngu vegna barna sem sýndu slaka eða mjög slaka færni, annaðhvort með því að upplýsa aðra starfsmenn leikskólans og samræma þjálfun þessara barna (30%) eða vísa þeim til sérkennara skólans (30%). Einungis um fjórðungur (26%) sagðist nýta niðurstöður prófsins fyrir öll börnin (bæði þau sem greindust í áhættu og hin, sem greindust ekki í áhættuhópi) og nota þær til að sam- ræma þjálfun fyrir alla í framhaldinu. Um 10% deildarstjóranna töldu ekki þörf á að breyta þeirri vinnu sem fyrir var eftir fyrirlögn prófsins. Á mynd 1 sést hverju deildar- stjórar svara um íhlutun barna í áhættuhópi í kjölfar skimunarinnar. Deildarstjórarnir sögðust annaðhvort vinna með börn sem höfðu sýnt slaka eða mjög slaka færni hvert út af fyrir sig (49%) eða í litlum hópum (48%). Heldur fleiri sögðust leggja áherslu á al- hliða málörvunarverkefni (51%) en um 45% lögðu meiri áherslu á þjálfun í hljóðkerfis- verkefnum eða verkefnum sem eru hliðstæð þeim sem eru í HLJÓM-2. Fram kom
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.