Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201356 reiKningsbæKUr tveggJa alda Tveir forvígismenn upplýsingarstefnunnar á 18. öld gáfu út myndarlegar kennslu- bækur í reikningi: Ólafur Olavius (1780) Greinilega vegleiðslu til talnalistarinnar, og Ólafur Stefánsson (Stephensen) (1785) Stutta undirvísun. Voru þær hinar fyrstu af sínu tagi á íslensku. Bækur Ólafanna tveggja urðu grundvöllur stærðfræðimenntunar Íslendinga í sex áratugi. Næstu tvær kennslubækur í reikningi af svipaðri stærð og telja má í anda upplýsingarinnar voru gefnar út á 19. öld: Reikníngslist, einkum handa leikmönnum, eftir Jón Guðmundsson (1841), síðar ritstjóra Þjóðólfs, og Reikningsbók Eiríks Briem (1869; 1880), síðar Prestaskólakennara. Bækurnar fjórar eru fyrstu heild- stæðu kennslubækurnar í reikningi sem ritaðar voru á íslensku. Áhrifa þeirra gætti allt frá 1780 fram undir 1920 en bók Eiríks Briem var síðast gefin út 1911. Bæði á 18. og 19. öld komu út handbækur með reikningstöflum og leiðbeiningum um einfaldan reikning (Hatton, 1746; Jón Jónsson (Johnsonius), 1782; Sigurður Br. Sivertsen, 1841) en ekki verður fjallað um þær hér. Allmargar kennslubækur í reikningi voru gefnar út allt frá því að sett voru lög nr. 2/1880 um uppfræðing barna í skrift og reikningi (Lög um uppfræðing barna í skript og reikningi nr. 2/1880). Hér var valið að rannsaka tvær bækur sem voru löggiltar árið 1929 til nota í skyldunámi en endurspegla ólíka afstöðu til reikningsnáms. Sú fyrri er Reikningsbók eftir Sigurbjörn Á. Gíslason (1911a, 1911b, 1912) sem sýnir annars konar nálgun en 19. aldar bækurnar og minnir nokkuð á Greinilega vegleiðslu eftir Ólaf Olavius. Hin síðari er Reikningsbók handa börnum eftir Elías Bjarnason (1927, 1929) sem hafði mikil áhrif á íslenska reikningskennslu barna langt fram eftir 20. öld. Í rannsókninni var spurt hverjar væru rætur kennslubókanna, hvort eitthvað væri líkt með höfundum þeirra, um útbreiðslu bókanna og markhópa, markmið höfund- anna og félagsleg gildi, hugmyndir þeirra um nám og kennslu, og hvort tengja mætti bækurnar við evrópska menningarstrauma og menntastefnur. Snið kennslubókanna sex var borið saman við staðlað snið og inntak evrópskra reikningsbóka eins og Van Egmond (1980) hefur lýst. Formálar kennslubókanna og inntak voru greind með tilliti til markhóps, markmiða og hugmynda um nám og kennslu. Reikningsdæmin voru greind með tilliti til gildismats og staðhæfingar Niss (1996, bls. 13) um að einungis séu nokkrar grundvallarástæður fyrir því að haldið sé úti kennslu og námi í stærðfræði, nefnilega að stærðfræðimenntun • stuðli að tæknilegri, efnahagslegri og félagslegri þróun samfélagsins, • stuðli að viðhaldi og þróun menningar og hugmyndaheims samfélagsins, og • veiti nemendum forsendur til að takast á við nám, störf og þátttöku í þjóðfélaginu. Enn fremur var beitt sagnfræðilegum aðferðum: leitað heimilda í fræðiritum um sögu reikningskennslu, menntakenningar og ævi höfunda kennslubókanna. Heimildir um æviágrip eldri höfundanna fjögurra eru fengnar úr Íslenzkum æviskrám (Páll Eggert Ólason, 1948–1976) en yngri höfundana tveggja úr Kennaratali (Ólafur Þ. Kristjánsson, 1958–1965) nema annars sé getið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.