Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 57 KristÍn bJarnadóttir niÐUrstÖÐUr Greinileg vegleiðsla – Ólafur Olavius Ólafur Olavius (1741–1788) lauk námi í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann var ötull höfundur rita um margvísleg gagnleg efni í anda upplýsingarinnar. Ólafur Olavius gekkst fyrir kaupum á prentsmiðju, sem mátti prenta veraldleg rit, árið 1773. Hún var sett niður í Hrappsey á Breiðafirði. Upp kom ósamkomulag um rekstur prentsmiðjunnar, Ólafur hvarf úr landi og reikningsbók hans, Greinilig Veg- leidsla til Talnalistarinnar með fiórum høfudgreinum hennar og þriggja lida Reglu skipud eptir Landsvísu og Kaupløgum Íslendínga, 374 bls. auk 28 bls. formála, kom út árið 1780 í Kaupmannahöfn. Bókin var prentuð í 1300 eintökum og virðist hafa verið dreift ókeypis. Ávarp í upphafi hennar bendir til þess að hún hafi verið kostuð af Schach- Rathlau greifa. Um 7000 heimili voru í landinu um 1780 (Guðmundur Jónsson o.fl., 1997). Fjöldinn nægir til þess að bókin hefði getað ratað inn á nærri fimmta hvert heimili þótt varlegt sé að álykta að svo hafi verið enda óvíst um dreifingarkosti. Vonir Ólafs Olaviusar um að bókin kæmi að notum við skólana á biskupsstólunum í Skálholti og á Hólum rættust ekki. Fyrrum samstarfsmenn hans við Hrappseyjar- prentsmiðjuna báru bókinni illa söguna, sögðu hana ritaða á tilgerðarlegu máli (Kristín Bjarnadóttir, 2007). Höfundur hafði látið þessi orð falla í formála: [E]g veit ekki af, er sá se nokkur úti þar, sem kenni almenníngi nokkvat í Talnalist (þat er sem flest önnur skipan á ólandinu!), ég fráqveð lítinn hlut í skólunum, og mun þá sjálfmællt, at hverr almenníngsmaðr skal vera kennandi sinn siálfr, er læra vill nokkut. (Ólafur Olavius, 1780, xiii–xiv) Klausan um ólandið fór fyrir brjóstið á heimamönnum en Greinileg vegleiðsla er athyglisverð bók frá sjónarmiði reikningskennslu. Höfundur segir frá því í formála að fyrirmynd hennar sé bók von Clausbergs (1732), Demonstrative Rechenkunst, sem var alls tæpar 1500 bls. Bók von Clausbergs var gefin út þrisvar sinnum, síðast 1762. Með samanburði má sjá að Ólafur Olavius tekur margt beint upp eftir bók von Claus- bergs. Megináhersla er lögð á reiknileikni í báðum bókunum. Snið þeirra beggja er hefðbundið, reikniaðgerðirnar fjórar í heilum tölum, brotum og nefndum tölum, það er með mynt- og mælieiningum, ásamt þríliðu. Orðadæmi um daglegt líf fjalla um breytingar milli ólíkra mynt- og mælieininga, en einnig bregður fyrir kaupi vinnu- fólks, verði pappírsarka, verðgildi þorsks, tóbaki, æðardún og indígó. Dæmin fjalla mörg um hagkvæmar aðferðir við reikning. Langur kafli Greinilegrar vegleiðslu er helgaður dæmum um hvernig megi létta sér útreikninga. Ólafur nefnir þau „talnabrögð“ en von Clausberg Vorteile. Tvöföldun þótti einfaldari en önnur margföldun og henni er oft beitt. Margföldun var snúið eftir föngum upp í samlagn- ingu og deilingu í frádrátt. Margar aðferðir eru sýndar við að margfalda með 96 sem oft var nauðsynlegt þar sem 96 skildingar voru í ríkisdalnum. Slíkar kúnstir kröfðust æfingar en voru gagnlegar þeim sem höfðu jafnvel ekki pappír við höndina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.