Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 62

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201362 reiKningsbæKUr tveggJa alda þess að hafa full not af því, er menn nema í reikningi, þarf að kunna það svo vel, að mönnum verði ljett um reikninginn, og sje eigi hætt við að reikna rangt; þetta verður eigi nema með töluverðri æfingu og með því optar en einu sinni að rifja það upp, er menn hafa numið; einkum hættir þeim, er tilsagnar njóta, mjög við, að gleyma aptur, ef þeir eigi hvað eptir annað rifja það upp, er þeir hafa numið. (Eiríkur Briem, 1880, Formáli) Dæmi Eiríks voru að mörgu leyti svipuð dæmum Jóns Guðmundssonar. Þau fjöll- uðu um skynsamlega ráðstöfun fjármuna en vöruðu við sóun í munaðarvörur eins og kaffi og brennivín. Saga Jóns um kaffineysluna gekk aftur hjá Eiríki en fjallaði þar um bónda sem hafði keypt til heimilis síns kaffibirgðir sem endast áttu til árs með tuttugu bolla neyslu á dag á heimilinu. Hraðar gekk á birgðirnar en ætlað var. Eiríkur sagði líka sögu af manni sem var svo óforsjáll að eiga ekki næga ull til að vinna frá góu fram að sauðburði. Bóndinn þurfti að greiða 240% prósenta ársvexti fyrir lán á haustull gegn greiðslu í vorull (Eiríkur Briem, 1869, bls. 131). Hefur það væntanlega verið ungum mönnum viðvörun. Eiríkur tók ríkan þátt í þjóðfélagsbreytingum fram á 20. öld. Hann var gæslumaður Landsbankans, fyrsta banka landsins. útgerðarhættir breyttust og þéttbýlisstaðir tóku að myndast við sjávarsíðuna. Breytinganna gætir þó lítt í Reikningsbók, að því frátöldu að verð var gefið upp í krónum eftir fyrstu útgáfu. Krónan var tekin upp 1875. Metra- kerfið var tekið upp árið 1907 en það kom ekki fram þótt bókin væri síðast gefin út árið 1911. Menn voru þá enn að ala önn fyrir ómögum, leggja inn fisk, ull og tólg, og kaupa mjöl og kaffi til heils árs í senn. Konur voru að spinna í voð og vinnukonur að fá vaðmál og lambsfóður í vinnulaun. Reikningsbók – Sigurbjörn Á. Gíslason Sigurbjörn Á. Gíslason (1876–1969) var bóndasonur úr Skagafirði en búsettur í Reykjavík frá 15 ára aldri, árið 1891, fyrst sem skólapiltur en síðar kennari. Sigurbjörn lauk guðfræðiprófi frá Prestaskólanum árið 1900 og dvaldist síðan í fjórtán mánuði á Norðurlöndum við nám. Íbúafjöldi Reykjavíkur var 11.600 árið 1910 eða 13,6% af heildarmannfjöldanum, 85.183 (Guðmundur Jónsson o.fl., 1997). Reykjavík var að breytast úr þorpi í bæ. Sigurbjörn kenndi í ýmsum skólum í Reykjavík, Vélskólanum, Verslunarskólanum og Kvennaskólanum, og gaf út Reikningsbók sína í sex litlum heftum á árunum 1911–1914. Samtals var bókin 480 bls., 48–72 bls. hvert hefti, nema fimmta og sjötta hefti sem voru 112 og 128 bls. Hann var fyrstur þeirra höfunda sem hér hafa verið taldir til að miða kennslubók sína við skólakennslu, allt frá byrjenda- kennslu til framhaldsskóla. Í bók sinni hvatti Sigurbjörn til hugarreiknings og varaði við því að kynna töflur, svo sem margföldunartöflur, of snemma og við utanaðbókarlærdómi yfir höfuð: „„Þululærdómur“ við reikningsnám er einskis virði, en því miður svo sorglega almennur vor á meðal enn sem komið er“ (Sigurbjörn Á. Gíslason, 1911a, bls. 3). Höf- undur mælti með því að nota reiknibretti og að velja dæmi úr daglegu lífi barnanna. Hann lagði áherslu á skilning, til dæmis í brotareikningi, og sýndi fleiri en eina aðferð til að finna samnefnara.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.