Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 63

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 63
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 63 KristÍn bJarnadóttir Efnisskipan í fyrsta heftinu handa byrjendum var önnur en í eldri bókum. Þar var fyrst fjallað um tölurnar 1–10, síðan 11–20, og að lokum 21–100. Rætt var um samlagn- ingu og frádrátt í orðum og á bls. 9 voru reikningsmerkin + og – kynnt til sögunnar. Margföldun og deiling ásamt reikningsmerkjum voru kynnt á bls. 18–19. Frá og með öðru hefti féll efnisskipan í hefðbundinn farveg. Þriðja heftið var helgað metrakerfinu og nefndum tölum, það er tölum með mælieiningum og gjaldmiðli ýmiss konar. Í fjórða hefti var fjallað um deilanleika og frumtölur (prímtölur), og þaðan leitt yfir í aðgerðir með almennum brotum og síðan tugabrotum. Fimmta og sjötta hefti fjölluðu meðal annars um líkingar og logra svipað og Reikningsbók Eiríks Briem. Þríliða var kennd með því að setja upp hlutfallajöfnu, en það var nýmæli sem vakin var sér- stök athygli á (Sigurbjörn Á. Gíslason, 1912, bls. 3). Allir æfingadæmabálkar hófust á hugarreikningi. Reikningsbók Ólafs Daníelssonar (1906), sem hafði síðar mikil áhrif, geymdi einnig æfingar til hugarreiknings í heilum tölum en þær komu á eftir öðrum æfingum og hurfu í síðari útgáfum bókarinnar. Reikningsbók Sigurbjörns var ætluð til náms undir leiðsögn kennara. Formálinn nefnist: „Til kennara og kaupenda“ (Sigurbjörn Á. Gíslason, 1911a, bls. 3). Bókin fékk það orð á sig að hún væri dýr (Friðrik Hjartarson, 1916) en þá ber þess að gæta að hún var í sex heftum. Reikningsbók handa börnum – Elías Bjarnason Elías Bjarnason (1879–1970) ólst upp á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu og hlaut menntun sína í heimahúsum en móðir hans var prestsdóttir. Ungur fór hann á vertíð á Eyrar- bakka þar sem kennarinn í barnaskólanum leyfði honum að fylgjast með kennslu í landlegum. Næsta vor, árið 1902, fór hann ekki í verið heldur stofnaði skóla á Síðu (Marteinn M. Skaftfells, 1945). Hann lauk kennaranámi árið 1909 er Kennaraskóli Íslands hafði verið stofnaður. Formáli Reikningsbókar handa börnum eftir Elías nefnist „Hjálpaðu þér sjálfur!“ Þar sagðist höfundur vonast til að bókin yrði þeim börnum og unglingum að liði sem reyndu að komast niður í frumatriðum reiknings á eigin spýtur. Hann teldi ekki hag- fellt að benda börnum á margar og mismunandi aðferðir til að leysa sama verkefnið. Seinna, þegar festa væri fengin, mætti benda á ýmsar aðferðir ef menn teldu það eiga við. Bókin væri einnig ætluð foreldrum sem vildu reyna að leiðbeina börnum sínum. Að síðustu vonaðist hann til að bókin yrði nothæf sem kennslubók í skólum (Elías Bjarnason, 1927, bls. 3). Bókin var 131 bls. en síðara bindið 115 bls. Röð markhópanna árið 1927 var þessi: Nemendur, foreldrar, kennarar. Sjálfsnámið var enn í fyrsta sæti. Kynslóð Elíasar Bjarnasonar var uppi á mörkum tveggja tíma, gamla bændaþjóðfélagsins og hins nýja bæjasamfélags. Á útgáfutíma bókarinnar sótti næstum helmingur 10–14 ára barna farskóla (Guðmundur Jónsson o.fl., 1997) þar sem gert var ráð fyrir töluverðu sjálfsnámi nemenda. Skólar að loknu skyldunámi við fermingaraldur voru fáir en það breyttist mjög fljótlega með lögum um héraðsskóla (Lög um héraðsskóla nr. 37/1929) og gagnfræðaskóla (Lög um gagnfræðaskóla nr. 48/1930).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.