Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201380 hUgleiÐing Um læsi BrEyting á tExtaHUgtaKinU Textahugtakið hefur verið að breytast á undanförnum áratugum. Rafræn miðlun og almenn notkun á henni hefur leitt af sér texta sem er ekki einungis letur og mynd heldur einnig vefslóðir, hreyfimyndir og jafnvel hljóð. Texti af því tagi hefur verið nefndur fjölhátta texti eða samsettur texti (e. multimodal text). Svo örar breytingar á texta hafa vart orðið áður í sögu ritunar. Þetta, meðal annars, hefur valdið nokkrum usla í umfjöllun um læsi og merkingu þess hugtaks og það hefur bólgnað út. Fjöldi hugtaka hefur nú læsi í síðari lið heitis og spurning hvort þar er alltaf um læsi að ræða. Svo virðist sem þar sé oft átt við skilning fremur en læsi, svo sem sjálfbærnilæsi, fjármálalæsi o.fl., eða túlkun, svo sem þegar sérstaklega er rætt um bókmenntalæsi, eða þá færni í að nýta tækni, svo sem stafrænt læsi. Örstutt grein er gerð fyrir þessu í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012, bls. 16 og 17) og þar er stefnan mörkuð. Fátt segir þó þar um læsi í þeim skilningi sem nefndur er hjá alþjóðlegum stofnunum, svo sem OECD (sjá t.d. Organization for Economic Cooperation and Development, 2001), en meira rætt um þá tækni sem í boði er, svo sem stafræna tækni og hugtökin miðlamennt og miðlalæsi eru áberandi. Þó er síðast í kaflanum lögð áhersla á „mikilvægi ritunar og lesturs í hefðbundnum skilningi“ (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012, bls. 17) og að það skipti sem fyrr miklu máli að börn nái tökum á „tiltekinni lestrar- og ritunartækni“. Það er því ekki að undra þó ritið Læsi fjalli að miklu leyti um „miðlalæsi“ og „miðlamennt“ eða „læsi í víðum skilningi“ eins og það er nefnt. Þar er, eins og í Aðalnámskrá, einungis tæpt á mikil- vægi lestrar og ritunar í hinum „hefðbundna skilningi“ (t.d. á bls. 12 og 13; hér eftir eru tilvísanir til tiltekinna kafla eða blaðsíðna allar til heftisins Læsi). „MErKingarsKÖPUn“ Nánast enga umfjöllun er að finna í ritinu Læsi um undirstöður þess að vera læs á margs konar texta sem eftir atvikum getur haft að geyma letur, gröf, töflur, myndir og annað sem kann að styðja textann og er hluti af honum. Til þess að geta ráðið í texta er réttilega bent á mikilvægi orðaforða og reynslu lesanda. En mál er ekki einungis orð. Orðin koma saman í setningar, málsgreinar, efnisgreinar og texta. Þau geta haft margs konar merkingu í samfélagi orðanna og lesandi beitir kunnáttu sinni í máli og almennri þekkingu sinni við skilning og túlkun. Þetta er kallað „merkingarsköpun“ í Læsi en mætti sennilega allt eins kalla skilning eða lesskilning og túlkun. Erfitt er að greina í ritinu á hvaða skilningi eða skilgreiningu umfjöllun um læsi er byggð. Í 3. kafla verksins, Merkingarsköpun, samskipti og skilningur, er nokkuð fjallað um skilgreiningu á hugtakinu læsi og ólæsi. Þar er getið um „suma“ og „aðra“ sem fullgildar heimildir en ekki vísað til þeirra sem hafa viðkomandi skilning eða skoðanir á hugtakinu læsi. Það er miður því það gæti skýrt ýmislegt fyrir lesendum og þeir leitað í smiðju ólíkra fræðimanna. „Sumir telja að læsi sé samheiti yfir marga færniþætti, og tala þá gjarnan um læsisvanda sem tengist tilteknum þætti eða þáttum, en aðrir draga fólk annaðhvort í dilk læsis eða ólæsis“ (bls. 15). Síðan segir að þeir sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.