Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 83

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 83 gUÐmUndUr b. KristmUndsson vandlega rannsakað víða um heim. Það er viðkvæmur þáttur í námi hvers einstaklings og skiptir miklu fyrir getu hans til þátttöku í samfélaginu. Læsi, það að geta lesið og skrifað, er grundvallaratriði fyrir samfélag og afkomu þjóðar. Ferli námsins hefst með máltöku og varir langt fram eftir ævi en er þó allra mikilvægast á leik- og grunn- skólaárum. Í ritinu Læsi má finna ýmislegt sem vekur til umhugsunar um breytingar sem hafa orðið og eru að verða á miðlun og kostum til samskipta. En þar vantar þann mikilvæga grunn sem traust læsi byggist á og er meðal annars forsenda þess að geta notið þeirra rafrænu miðla sem nú eru almenningseign. Þá segir fátt af nemandanum sem lesanda og höfundi og þeim kröfum sem gerðar eru til hans og hann þarf að gera til sjálfs sín. Nám sem leiðir til læsis verður að fela í sér margs kyns lærdóm, þjálfun og uppeldi sem gerir nemandann að lesanda ævina á enda. Hann þarf að vera fær um að afla sér lesefnis í hvaða formi sem er, kunna leiðir sem styðja við skilning, geta túlkað texta, lært af honum og sett hann í samhengi við þann veruleika sem hann býr við, og miðlað öðrum af þekkingu sinni. Læsi fylgja einnig siðferðilegar kröfur. Það á ekki síst við um þann tíma sem nú er runninn upp og felur í sér frjálsan aðgang að hverju einu sem hugurinn leitar eftir og veitir leið til að miðla því sem hver vill. Menntun til læsis felur því í sér að efla hinn hugsandi mann, hinn siðferðilega sterka mann, hinn skapandi mann og einnig vitaskuld þann mann sem leitar eftir þekkingu og kann að spyrja þeirra spurninga sem leiða hann áfram í leit að þekkingu. Læsi er eign þess sem yfir því ræður og hann verður að vera fær um að rækta það áfram eftir að skóla lýkur. Nám sem leiðir til læsis er ekki einfalt og þar þarf að fást við margt svo farsæl niðurstaða fáist. Ekki er nægilegt að líta á þá miðla sem fyrir hendi eru. Mikilvægast er að efla lesandann þannig að hann ráði við þá texta sem koma fyrir sjónir hans nú og verði einnig fær um að velja og læra af þeim textum sem bíða handan við hornið. Það hefði þurft að fjalla um þetta í ritinu Læsi og á þann hátt að þeir sem ritið er ætlað hefðu gagn af við kennslu og uppeldi barna. HEiMilDir Anna G. Magnúsdóttir og Páll Ólafsson. (1990). Áttavitinn: Kennslubók um fjölmiðla. Reykjavík: Mál og menning. Organisation for Economic Cooperation and Development. (2001). Knowledge and skills for life: First results from the OECD programme for international student assessment (PISA) 2000. (2001). París: Höfundur. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012). Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti. Reykjavík. Höfundur. Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011 – greinasvið 2013. Reykjavík. Höfundur. Morgunblaðið. (e.d.). Dagblöð í skólum. Sótt 2. apríl 2013 af http://www.mbl.is/ mogginn/skolar/
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.