Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 94

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 94
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201394 sKöpUn Krefst hUgreKKis ígrundun og umræða um verk nemenda sem beinist að vinnu þeirra og vinnuferli. Þessi þrír þættir, sýnikennsla, vinna nemenda og yfirferð, krefjast þess að nemendur tileinki sér tæknilega færni, einbeitingu, þrautseigju, ímyndun, tjáningu, rannsókn, ígrundun og ögrun. Leiða má líkur að því að kennsluhættir vinnustofunnar gætu komið að gagni í allri kennslu og að aðferðirnar sem búa að baki þeim gætu orðið góð fyrirmynd að skapandi starfi í öðrum listgreinum sem og almennum námsgreinum (Rósa Kristín Júlíusdóttir, 2012). Mat á sKaPanDi starfi nEMEnDa Sveigjanleiki kennara og frelsi nemenda skiptir miklu máli í skapandi starfi en það þarf samt sem áður að meta það sem skapað er, það er ekki sjálfkrafa gott, eins og bent er á í heftinu. Það er vel gerlegt að meta skapandi vinnu en forsenda þess er skilningur á eðli hennar. Lars Lindström (2006) hefur greint skapandi myndlistarstarf nemenda niður í ákveðna meginþætti á sannfærandi hátt. Hann leggur til að tilbúin verk séu metin með tilliti til afraksturs í tengslum við ætlan, lit, form og myndbygg- ingu, notkun grunnreglna og vald á efnum og aðferðum. Hann leggur áherslu á mat á ferlinu og skiptir því í rannsókn, lausnaleit með skissum og tilraunum, að eflast við ögrun, hugvitssemi, að leita nýrra leiða, að taka áhættu og að nota fyrirmyndir og leita markvisst í þær til hugljómunar, að ígrunda og meta eigin árangur og að lýsa verkum sínum og skoða. Þetta hefur reynst undirrituðum gagnleg leið til að meta verk nemenda og skapandi vinnu þeirra á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Einnig hefur gefist vel að nemendur vinni sjálfsmat, sérstaklega með tilliti til ferlisins. Þá er mikilvægt að ræða við þá um matið og beina athygli þeirra að eigin vinnuferli og gefa þeim tilfinningu fyrir því að persónuleg nálgun þeirra skipti máli. Kennarinn þarf að staldra við og skoða hvað nemandinn hefur fram að færa í raun og veru og hvort honum hefur tekist það sem hann ætlaði sér. Þá spyr nemandinn sig hvernig hann geti bætt nálgun sína að náminu. Langmikilvægasta viðhorfið sem skapast í skóla er löngunin til að halda áfram að læra eins og John Dewey benti okkur á fyrir löngu (Hafþór Guðjónsson, 2012). VÆgi list- Og VErKgrEina Í heftinu er lögð áhersla á grunnþáttinn sköpun í víðu samhengi þar sem hann er nýtt- ur á sem fjölbreyttastan hátt í skólakerfinu, sem er vel. Vissulega er talað um mikil- vægi þess að kenna listgreinarnar áfram en það þarf að varast að túlka heftið þannig að þær séu ekki eins mikilvægar og áður. Hætta er á því að kennslustundafjöldanum sem fer í listgreinakennsluna verði dreift yfir aðrar greinar í skólakerfinu og það látið duga. Því er afar mikilvægt að hamra á því að alls ekki megi taka listgreinakennsl- una út úr skólunum. Fagmennska listamanna og listgreinakennara má ekki glatast úr skólakerfinu því þeir eru lykilmenn í innleiðingu sköpunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.