Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 95

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 95
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 95 bJörg eirÍKsdóttir og ragnheiÐUr bJörK Þórsdóttir Leiðin að þroska í gegnum listnám er jafn mikilvæg og leiðin í gegnum raungreina- eða félagsfræðinám (Efland, 2002; Eisner, 1998, 2002). Í áratugi hafa menntarannsóknir í listgreinum fengist við það að reyna að sanna að listirnar geri okkur gáfuð, kannski mest til þess að réttlæta tilvist þeirra í skólakerfinu en við eigum að kenna listirnar listanna vegna eða Art for art‘s sake eins og Bítlarnir sungu forðum. Við eigum ekki að þurfa að réttlæta listgreinakennslu þegar vitað er að listsköpun og listtjáning hefur fylgt manninum frá upphafi vega og hefur gildi í sjálfu sér. Það að tjá tilfinningar, hugsanir og hugmyndir í gegnum listsköpun er lykillinn að mannlegri tilveru og gerir okkur mennsk. Hefur ekki einmitt vantað mennskuna hér á jörðinni nánast alla 20. öldina? Við þurfum að skoða þróunarsögu mannsins og líta í eigin barm. Hvað gerir okkur mennsk? Það að upplifa og njóta lista er menntandi og listin talar við okkur milliliðalaust, án rökhugsunar og hugtakagreiningar. Þetta ósagða, sem samt er (Björn Þorsteinsson, 2011). Með hinni miklu áherslu á kjarnagreinar er öllum námsgreinum ekki gert jafn hátt undir höfði og þegar brotthvarfstölur úr íslenskum framhaldsskólum eru skoðaðar er greinilegt að stýringin virkar ekki. Bóklegum greinum hefur verið gert hærra undir höfði og þar með er gefið í skyn að listir og verknám skipti ekki jafn miklu máli. Getur verið að vandamálin sem við okkur blasa í skólakerfinu stafi af því að námsgreinar séu ekki jafn réttháar? Samkvæmt lögum á skólakerfið að vinna út frá hugmyndum um einstaklingsmiðað nám þar sem gengið er út frá þörfum og áhuga hvers og eins. Þar með ætti að vera óþarfi að ákvarða kjarnagreinar vegna þess að um leið og við samþykkjum að eitt sé mikilvægara en annað erum við að skerða jafnrétti nemenda og viðurkennum ekki einstaklingsmuninn. Hinn mannlegi margbreytileiki er staðreynd og því er mikilvægt að sýna öllu námi jafn mikla virðingu. Það geta ekki allir verið góðir í öllu en allir geta verið góðir í einhverju og það skiptir máli og hefur gildi í samfélagi manna. Það er ekki þar með sagt að nemendur þurfi ekki að læra að lesa, skrifa og reikna, þvert á móti er það sjálfsagt. Spurningin er hins vegar sú hvernig við kennum börnum að lesa, skrifa og reikna og hvað fleira við kennum. Ef við viðurkennum og leggjum rækt við allar greindir eigum við meiri möguleika á að takast á við mörg þeirra vandamála sem við okkur blasa. Með nýrri menntasýn aðalnámskrár, sem meðal annars birtist í heftinu Sköpun, verður vonandi hægt að snúa frá þröngri áherslu á kjarnagreinar í bóknámi en til þess þarf umburðarlyndi gagnvart margbreytileika manneskjunnar. Er hugsanlegt að með því að leggja áherslu á grunnþættina sex sem hin nýja menntastefna gengur út á að þurfi ekki lengur ákveðnar kjarnagreinar? sKóli Í sÍfEllDri þróUn Á undanförnum árum hefur farið fram hugmyndafræðileg uppstokkun á íslensku skólakerfi þar sem öll skólastig hafa verið til umfjöllunar. Afraksturinn varð ný lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008 og nýjar aðalnámskrár hafa verið að líta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.