Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 103

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 103
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 103 Kristian gUttesen Samkvæmt þessum skilgreiningum inniheldur Heimspekisaga eftir Skirbekk og Gilje nánast eintóma dauða þekkingu. Hér er þó vert að átta sig á því að dauð þekking er ekki sjálfkrafa einskisverð. Öll þekking, hvort sem hún er lifandi eða dauð, hvílir á staðreynda- og þekkingargrunni og það blasir við að án dauðrar þekkingar væri engin lifandi þekking. Heimspekisaga er hugsanlega það rit sem geymir hvað mestan fróðleik á íslensku úr sögu vestrænnar heimspeki. Með lagni góðs og útsjónarsams kennara mætti kenna nánast hvaða stefnu vestrænnar heimspeki sem er án þess að styðjast við nein önnur gögn. Einn mesti styrkur bókarinnar er þýðingar á frumtextum hinna helstu hugsuða sem koma fyrir í bókinni. Þar rís í ákveðnum skilningi upp „lifandi þekking“ síns tíma. Í heimspekinámi er ætíð mælst til þess að nemandi lesi fremur það sem hver og einn heimspekingur sagði sjálfur en það sem einhver annar sagði um hann. Frum- textar, og þýðingar frumtexta, gefa greiðan aðgang að skoðunum hugsuðanna. Hvað er það sem gerir þekkingu lifandi í skólastofunni en ekki að dauðum bókstaf uppi á töflu? Lesandinn kann að spyrja hvort það sé afstætt eftir nemanda eða e.t.v. afstætt eftir þekkingunni. Ég tel að hvorttveggja eigi við. Frá sjónarhorni nemandans (eða manneskjunnar) ræðst það út frá þeirri menningu sem hann tilheyrir, og frá sjónar- horni þekkingarinnar ræðst það út frá merkingu hennar í menningunni. Sýn mann- eskjunnar á þekkingu sem lifandi eða dauða ræðst af gildi og vægi þekkingarinnar í menningunni og viðhorfi manneskjunnar til hennar. Gott dæmi, sem hægt er að tengja við veruleika ungmenna, er hugmyndin um húfubann innan dyra skólans. Í dag mega nemendur ekki vera með húfur inni. Þessi hugmynd er lifandi frá sjónarhorni hins fullorðna sem framfylgir henni en steindauð í huga unglingsins. Gagnvart fullorðnum snýst þetta um virðingu við umgengnisreglur. Gagnvart nemendum snýst þetta um sjálfsmynd og betri líðan. Og það er lifandi hugmynd í þeirra huga. Þannig má segja að skilin milli lifandi og dauðrar hugmyndar ráðist af menningarlegu sjónarhorni á þekkingu. Lifandi kennsla snýst um að kynna nemendum hugmyndir sem þeir geta tengt við sinn veruleika. Heimspekileg samræða er tækifæri til að kanna hugmyndir og kenningar sem snerta líf ungmennanna, til þess að komast að því hvaða þekking er lifandi fyrir þeim. Að kanna með þeim jarðveg þekkingar. Af framansögðu má ráða að lifandi þekking er fljótandi fyrirbæri og Heimspekisaga inniheldur vissulega þekkingu sem á einhverjum tíma var lifandi fyrir lesendum. Þekking hefur þó aldrei „síðasta söludag“, síður en svo; allt er undir því komið hvernig þekkingunni er beitt og jafnvel í hvaða tilgangi. Í Heimspeki fyrir þig eftir Ármann Halldórsson og Róbert Jack er leitast við að fram- reiða kenningar fyrri tíma sem lifandi þekkingu þar sem því verður komið við. Hug- myndir eru t.d. settar í samhengi við dægurlagatexta, myndskreytingar eru afar lýs- andi og myndatextar orðaðir á tungumáli unglingsins. Í formála segjast höfundar hafa gengið út frá þeim viðmiðum að „kaflar skiptust eftir viðfangsefnum (frekar en sögu- legum tímabilum), að textinn væri heppilegur til umræðu, að hver kafli væri marg- radda (geymdi nokkur viðhorf á viðfangsefnið), að sem flestir merkustu höfundar heimspekisögunnar kæmu við sögu í bókinni, að greint væri frá samtímaviðhorfum í heimspeki, að umfjöllunin tengdist hversdagslegum veruleika og að heimspeki væri lýst sem lifandi viðfangsefni“ (ÁH og RJ, 2008, bls. 10; áherslubreyting mín). Hér ná Róbert og Ármann að kjarna skilgreiningu á því sem ég vildi kalla lifandi þekkingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.