Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 117

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 117 andrea hJálmsdóttir og hildUr friÐriKsdóttir Innlegg þeirra dýpka skilaboð myndarinnar og ljá henni persónulegan blæ. Ein mikil- vægustu skilaboð myndarinnar, „þögn er ekki sama og samþykki“, koma einmitt frá einum viðmælandanum. Höfundar myndarinnar nota húmor til að nálgast viðfangsefnið. Upphafsatriði myndarinnar, þar sem foreldrar koma óvænt að pari sem bjargar sér út úr neyðarlegum aðstæðunum á frumlegan hátt, er mjög vel heppnað til að brjóta ísinn fyrir áhorf myndarinnar og létta á þeirri spennu sem hugsanlega gæti myndast í hópi ungmenna sem á að fara að horfa á fræðslumynd um kynlíf. Þá koma reglulega atriði í myndinni þar sem húmor er beitt til að létta andrúmsloftið án þess þó að athyglinni sé á nokkurn hátt beint frá boðskap myndarinnar. Atriðin sem fjalla um frumþarfir mannsins eru dæmi um vel heppnuð atriði þar sem húmor er beitt til að brjóta upp mýtur og rang- hugmyndir, til dæmis þegar einstaklingur er þvingaður til að borða mat sem honum alls ekki líkar. Í myndinni er því haldið til haga að kynlíf sé alls konar og ekki alltaf árangurs- ríkt en það má þó velta fyrir sér hvort myndin „glamúrvæði” kynlíf og það hversu frábært, dásamlegt og skemmtilegt það geti verið að stunda kynlíf sé maður ung- lingur og tilbúinn til þess. Vinkill á dásemdir kynlífsins er þó kannski skiljanlegur í þessu samhengi, þar sem áherslan er á að skýra mörkin milli ofbeldis og kynlífs og því ekki óeðlilegt að þessu tvennu sé stillt upp sem andstæðum. Styrkleikar myndarinnar felast tvímælalaust í því hvernig höfundar afbyggja upphafningu á niðurlægingu, misnotkun og ofbeldi. gagnKynHnEigt sjónarHOrn Við teljum að handrit myndarinnar og myndin sjálf séu mjög vel heppnuð. Efnið er vandlega úthugsað frá ótal vinklum, svo sem jafnrétti, klámvæðingu, ofbeldi, gagn- kvæmri virðingu, væntumþykju og ást. En hún er vissulega ekki fullkomin og felst helsti veikleikinn í gagnkynhneigðu sjónarhorni myndarinnar. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem eru að prófa sig áfram með kynhneigð sína meta lífs- ánægju sína og líðan mun lakari en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra (Sigrún Svein- björnsdóttir, Þóroddur Bjarnason, Ársæll Már Arnarsson og Andrea Hjálmsdóttir, 2010). Þess vegna er mjög mikilvægt að við notum hvert tækifæri sem við höfum til að opna fyrir þá umræðu að unglingar niður í grunnskóla eru oft á tíðum leitandi hvað kynhneigð sína varðar og gefum samkynhneigð rými í fræðslu og umræðu um kynlíf og kynhegðun unglinga. Í myndinni er ekki algerlega litið framhjá kynlífi sam- kynhneigðra en það hefði styrkt hana að sýna tilveru þeirra sambanda á jafn sterkan myndrænan hátt og gert er með þau gagnkynhneigðu. flOtt fraMlag Af framansögðu má sjá að Fáðu_já er ákaflega þarft og vel heppnað innlegg í íslenska fræðslu og umræðu um kynlíf, kynhegðun, klámvæðingu og ofbeldi. Til að auka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.