Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 1
7% hækkun milli ára » Fram kemur í tölum Hag- stofu Íslands að launavísitalan hækkaði um 7% milli ára í júní. » Hækkunin var svipuð milli sömu mánaða 2010 og 2011. » Til samanburðar sömdu SA og ASÍ um 4,25% hækkun í fyrstu lotu í fyrra. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eðli kjarasamninga er að tryggja að einhverjir hópar sitji ekki eftir þegar svona ójafnvægi er á milli atvinnu- greina. Ég er nokkuð viss um að mín- ir félagar munu ekki láta það gerast að þeir hópar sem búa ekki vel að launaskriði verði látnir sitja eftir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um spennu á milli útflutnings- og heimamarkaðsgreina. „Starfsmenn annarra greina sætta sig ekki við að vera skildir eftir. Þeir munu krefjast launahækkana og raungengið því hækka. Annaðhvort gerist það á markaði með styrkingu krónunnar og lítilli verðbólgu eða með víxlhækkunum launa og verð- lags,“ segir Gylfi sem óttast verð- bólgu og hátt vaxtastig á næstunni. Forsendurnar að bresta „Það stefnir því flest í að forsendur þess kjarasamnings sem nú er í gildi bresti,“ segir Gylfi. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir það hafa komið sér á óvart hvað laun í fjármálageiranum hækk- uðu mikið í fyrra. Dæmi séu um að laun hafi hækkað um meira en 10%. Slíkar hækkanir setji þrýsting á launahækkanir hjá ríkinu. „Við sem stóðum að síðustu kjara- samningum vorum mikið gagnrýnd fyrir að gera dýra samninga en horf- um síðan upp á töluvert launaskrið,“ segir Vilhjálmur. MSpenna á vinnumarkaði »4 „Munu krefjast hækkana“  Forseti ASÍ telur að launafólk í heimamarkaðsgreinum vilji fylgja launum í útflutningsgreinum  Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur hættu á viðvarandi verðbólgu á næstu misserum L A U G A R D A G U R 1 1. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  186. tölublað  100. árgangur  Nýjung! D-VÍTAMÍNBÆTT LÉTTMJÓLK ÚTLIT FYRIR GOTT BERJAÁR UM ALLT LAND SIGRAÐIST Á SJALDGÆFU KRABBAMEINI ÞETTA VAR ÁST VIÐ FYRSTA TÓN SUNNUDAGSMOGGINN ÓSKAR OG TOLENTINO 40BERJATÍMINN HEFUR LENGST 6 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Breski myndlistarmaðurinn og rit- höfundurinn William Gershom Coll- ingwood málaði yfir 300 vatns- litamyndir af sögustöðum hér á landi á tíu vikna ferðalagi sumarið 1897. Heimkominn þurfti hann síðan að endurgera 146 myndanna með penna eða svörtum vatnslitum. Í Þjóðminjasafni Íslands eru varð- veittar rúmlega 200 af myndum Collingwoods frá ferðalaginu og teljast þær vera afar merkilegur vitnisburður um Ísland í lok 19. aldar. Á dögunum kom sonardóttir Collingwoods, Teresa Smith, hingað til lands. Skömmu áður en hún hélt til Íslands var Smith að kanna skjöl sem frænka hennar lét eftir sig og í möppu með teikningum eftir afa þeirra, W.G. Collingwood, rakst hún á merkilega hluti. Utan á möppuna var skrifað að í henni væru íslensk gögn. Hún fór að skoða það betur og fann þá nokkrar vatnslitamyndir frá Íslandi, gerðar hér á ferðalaginu 1897 og þar á með- al er ein af Þingvallamyndunum. Í möppunni er einnig bunki af svart- hvítu myndunum. Nánar er fjallað um þennan merka fund í Sunnudags- mogganum. Afar merkur fundur  Vatnslitamyndir eftir W.G. Collingwood komu í leitirnar W.G. Collingwood  Siglingastofnun hefur látið smíða líkan af seiðafleytu sem gæti risið við Urriðafossvirkjun en fram- kvæmdir við hana eru taldar munu kosta nokkur hundruð milljónir. Þá myndi vatnið sem um seiðafleytuna færi draga úr straumþunga og þar með hagkvæmni virkjunarinnar. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að tilraunir með flóðamann- virki og seiðafleytuna gangi eins og til er ætlast í líkani af virkjuninni. Áætlað er að Landsvirkjun leggi 300-400 milljónir króna í undirbún- ing virkjana í neðri hluta Þjórsár í ár en á síðasta ári voru 400 millj- ónir króna settar í verkefnið. »19 Tilraunir með seiðafleytu gefa góð fyrirheit Urriði Líkan var smíðað af seiðafleytu.  Laxveiðin hefur verið fremur dræm í sumar, en eftir nokkur afar góð laxveiðiár skila seiðin sem gengu út í fyrra sér ekki út í árnar í þeim mæli sem vonast hafði verið til. „Mér sýnist vera fjörutíu til fimmtíu prósenta lægð í laxa- göngum á heildina litið og ég geri ráð fyrir því að lægðin á Suðvestur- og Norðvesturlandi sé alveg fimm- tíu prósent,“ segir Orri Vigfússon, en ein af fáum ám sem haldi dampi í sumar sé Selá í Vopnafirði. »12 Fisklausir dagar einkenn- andi í laxveiðiám sumarsins Morgunblaðið/Einar Falur Veiði Útlit er fyrir fjörutíu til fimmtíu prósenta lægð í laxagöngum í sumar. Söngvarinn Tony Bennett kom ásamt hljómsveit sinni fram í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi fyr- ir fullum sal. Bennett á að baki um 60 ára tónlist- arferil, hefur unnið til 17 Grammy-verðlauna, tvennra Emmy-verðlauna og selt yfir 50 milljón plötur. „Hann stóð sig alveg ótrúlega vel. Hann er með svo flotta hljómsveit með sér og þetta var mjög vel heppnað í alla staði,“ segir Vernharður Linnet tónlistargagnrýnandi. pfe@mbl.is Tony Bennett sló í gegn í Hörpunni Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.