Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 ✝ Lárus Jón-asson fæddist á bænum Vetleifs- holti í Ásahreppi 5. desember 1933. Hann lést á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu 29. júlí 2012. Foreldrar hans voru Jónas Krist- jánsson, f. 19. maí 1894 í Stekkholti, Biskupstungum, d. 4. desember 1941, og Ágústa Þorkelsdóttir, f. 19. ágúst 1896 á Brekkum í Hvolhreppi, d. 30 júní 1974. Systkini Lárusar eru: Sigríður, fædd 1925, Þorkell, fæddur 1926, hann lést rúmu ári síðar, Margrét Jóna, fædd 1927, Gerð- ur Þórkatla, fædd 1929, Gunnar Kristján, fæddur 1930, hann lést 1953, Þórunn Guðmunda, fædd 1931, Áslaug, fædd 1932, Ingólfur Gylfi, fæddur 1937, hann lést 2000, og Auður Ásta fædd 1939. Eftir fráfall Jónasar föður Lárusar degi fyrir hans áttunda afmælisdag var systk- inunum komið fyrir hjá fóstur- fjölskyldum. Lárus fluttist því ásamt Gerði systur sinni að Selsundi á Rangárvöllum í fóstur til Þorsteins Björnssonar og Ólafar Kristjáns- dóttur, föðursystur þeirra. Lárus giftist Auði Einarsdóttur, f. 18. mars 1928 í Nýjabæ, undir Eyjafjöllum. Auður lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 26. janúar síðastliðinn. Börn þeirra eru: Gunnar Jónas Lárusson, f. 13. ágúst 1953, d. 1. október 1972, Dröfn Lár- usdóttir, f. 5. ágúst 1954, Drífa Lárusdóttir, f. 5. ágúst 1954, Örn Lárusson, f. 20. apríl 1956, Fjóla Lárusdóttir, f. 30. sept- ember 1957, Hrönn Lárusdóttir, f. 30. október 1958, Ari Lár- usson, f. 29. desember 1959, Lárus Sighvatur Lárusson, f. 6. ágúst 1961. Afkomendur barna Auðar og Lárusar eru nú þrjá- tíu talsins. Útför Lárusar fer fram í Oddakirkju í dag, laugardaginn 11. ágúst 2012, kl. 14. Þau bjuggu þrjú saman ásamt fjölskyldum, í sömu götunni, í yfir 40 ár systkinin frá Vetleifs- holti, þau Lalli, Tóta og Lulla. Auk þess bjó Gerða systir þeirra í næstu götu lengi vel. Þetta er sögusviðið sem ég ólst upp við fyrstu 16 árin, Hella á Rangárvöllum. Þau systkinin voru frumbýlingar í þessu litla sveitaþorpi, sem byggðist upp í kringum þjónustu við sveitirnar í kring. Þau ásamt Sigga Kalla og Öldu, Stolzurunum Erlu og Rúdólf, Tóta Páls og Ingu, Steinþóri og Dúnu. Þetta ágæta fólk ásamt fjölmörgum öðrum sem ég ekki nefni, en ættu heima í þessum hópi, áttu sinn þátt í að byggja upp þetta ynd- islega þorp. Pabbi og mamma byggðu sér hreiður í Laufskálum 1, fluttu í það 1957 og það var miðpunkt- urinn í lífi okkar systkina frá upphafi. Þau hrúguðu niður börnum eins og það mundi kall- ast í dag, átta börn sem öll eru á lífi nema Gunnar sem lést 1972 aðeins 19 ára. Ótímabært fráfall hans var foreldrum mínum mik- ið áfall og setti mark sitt á fjöl- skylduna alla. Pabbi var aðeins 28 ára þegar ég fæddist, átt- unda barnið í röðinni. Það þætti saga til næsta bæjar í dag en var svo sem ekkert tiltökumál þá. Sjálfsbjargarviðleitnin var mikil hjá pabba sem alltaf var að finna nýjar aðferðir til að auðvelda framfærslu fjölskyld- unnar. Pabbi byggði útihús „bak við hól“ þar sem við héldum kýr og kindur auk hesta. Við vorum með hænsni, ræktuðum kart- öflur og rófur og seldum í búðir. Allir voru virkjaðir og í minn- ingunni eru þetta atriði sem hafa kennt manni ótalmargt sem enn er byggt á í dag. Ungt fólk á þessum árum átti minni möguleika á að láta drauma sína rætast. Pabbi ræddi það eitt sinn við mig, hvað honum þótti sárt að geta ekki látið drauma sína rætast. Hann fór ungur til sjós til Eyja og var þar margar vertíðir, svo vann hann hjá hernum á sumrin. Hann hafði áhuga á smíðum, fór á Selfoss til að læra, en meist- arinn fór á hausinn eins og sagt er. Hann langaði líka til að ger- ast verktaki, átti um tíma vöru- bíl, en vildi gjarnan eignast traktorsgröfu og hafði fengið vilyrði fyrir lánum, en þá settu ákveðnir menn honum stólinn fyrir dyrnar. Það þurfti nefnilega stöðugar tekjur til að framfleyta fjöl- skyldunni og hann fékk sig ekki lausan frá Kaupfélaginu Þór fyr- ir svoleiðis „ævintýri“. Gerðist í framhaldi af því frystihússtjóri hjá kaupfélaginu sem „átti hann um tíma“, launin voru í formi út- tekta í „kuffélaginu“ eins og við kölluðum það. Þetta fannst hon- um að sjálfsögðu niðurdrepandi staðreynd en í því var lítið hægt að gera. Síðar fór hann m.a. í vinnu við virkjanirnar á hálend- inu og að lokum á Vistheimilið í Gunnarsholti þar sem hann end- aði sína starfsævi. Hestarnir áttu hug og hjarta foreldra minna. Fyrir utan að eiga góða reiðhesta voru þau að fikta við ræktun og var Siggi Kalla stundum að gantast og kalla þetta „Gránufélagið“ enda flest hrossin grá. Hápunktur þeirrar ræktunar var gæða- hryssan Nana frá Hellu. Ég lærði mikið af foreldrum mínum og kannski er mesti lær- dómurinn sá að standa á eigin fótum og stóla á eigin dóm- greind. Blessuð sé minning pabba og mömmu. Sighvatur Lárusson „Einhvern veginn var það þannig, að ég elskaði hana.“ Þetta sagði Lalli afi þegar við sátum hjá honum í herberginu hans í Lundi fyrr á árinu, eftir að Auður amma dó. Það leið ekki langur tími þar til hann fylgdi elskunni sinni og kvaddi sjálfur. „Einhvern veginn var það þannig að ég elskaði hana.“ Lalli afi var víst ekki mikið fyrir það að tala opinskátt um tilfinningar sínar, frekar en svo margir af þeirri kynslóð, og kannski voru aðstæður þannig að vænlegast þótti að harka hlutina af sér frekar en ræða þá. En það breyttist þó eitthvað með aldr- inum og ég held að við barna- börnin höfum fengið að kynnast blíðari og innilegri hliðum á afa í okkar uppvexti en pabbi og systkini hans gerðu í sínum. Ein hlýjasta minning sem ég á um afa var örlítið augnablik í gullbrúðkaupi þeirra ömmu, þegar við söfnuðumst öll saman í Laufskálunum, börn og barna- börn, og glöddumst með þeim yfir langri ævi saman. Þegar við vorum að kveðja tók afi mig snöggt og þéttingsfast í fangið og hvíslaði: „Mér þykir svo óskaplega vænt um þig.“ Þannig lét afi mér alltaf líða, og ég vona bara að mér hafi tekist að sýna honum að það var gagnkvæmt. Afa þótti vænt um allan afkom- endahópinn sinn sem nú telur 30 manns en fyrst og fremst held ég að honum hafi þótt vænt um ömmu. Eflaust áttu þau sínar sveiflur eins og í öllu hjónalífi en í mín- um augum voru þau miklir fé- lagar. Til er mynd af afa og ömmu þar sem þau standa og halda hvort utan um annað á dyrapalli Laufskálanna einn fal- legan sumardag. Þannig ætla ég alltaf að muna þau, því þannig tóku þau á móti okkur með hlátri og hlýju, þegar við kom- um í heimsókn. Nú þegar þau eru bæði fallin frá með stuttu millibili verða ákveðin vatnaskil. Tími þeirrar kynslóðar er liðinn og pabbi og systkini hans orðin elst. En minning ömmu og afa lifir áfram og það gerir líka svipurinn. Í eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti afa dáðist ég að því hvað augun hans voru alltaf fag- urblá og hvíta hárið þykkt og liðað, ekki vottur af kollvikum. Hann var svo óskaplega mynd- arlegur hann Lalli afi. Ég man eftir að hafa heyrt að þegar hann var ungur maður hafi margar stúlkur rennt hýru auga til hans. Þeir bræður Lárussynir og aðrir yngri karlmenn í fjölskyld- unni hafa erft margt frá afa og er hver líkur öðrum. En þessi svipur kemur lengra aftur úr ættum og það sést best á mynd- inni af ungum Jónasi langafa, sem er eins og spegilmynd Kára bróður míns í dag, tæpri öld síð- ar. Þetta fær mig til að hugsa að kannski muni eftirmynd Lalla afa koma fram í næstu kynslóð. Þá væri ekki leiðum að líkjast. Takk fyrir allt afi minn. Mér þykir svo óskaplega vænt um þig. Una Sighvatsdóttir. Undarlegt er það að mér finnst ég hafi aldrei kynnst Lár- usi, hann var einfaldlega í bernsku minni, pabbinn í næsta húsi og var því eins samofinn fyrstu árum mínum og hugsast gat um óvandabundinn mann. Í minningunni situr hann við stórt eldhúsborð og er að prjóna sokka eða vettlinga á eitthvert barnanna átta eða úti í frysti- húsi að afgreiða kjöt eða fisk yf- ir borðið eða að ná í eitthvað sem geymt var í einhverju af þeim rúmlega 400 frystihólfum sem voru í frystihúsinu hans Ingólfs. Að vísu óttaðist ég mjög, þegar ég horfði á eftir honum þangað inn, að hann myndi læsast inni í kuldanum. Seinna fékk ég líklega skýringu á þeim ótta; að ég hafi sennilega heyrt söguna af því þegar Jónas (forveri hans í starfi) læstist þar inni í tvo til þrjá tíma og umhlóð kjöti til að halda á sér hita. Svo var það að ég tók að mér, fyrir hreina tilviljun, að skrá sögu minnar gömlu heima- byggðar að ég leitaði til Lár- usar; Hvort hann væri til í að spjalla við mig og rifja upp gamla tíma? Ekki stóð á því. Og mikið á ég Lárusi að þakka. Hann veitti mér fúslega innsýn í lífshlaup sitt, sem að mestu hafði spunnist í söguvef þorps- ins; þar sem hann hafði ungur hafið brauðstritið. Þar sem hann kynntist Auði og átti með henni börnin átta. Byggði húsið þeirra úr því byggingarefni sem tiltækt var á þeim tíma, og þegar komið var úr öllum áttum til að hjálpa þegar steypt var. Þá þurfti eng- an að biðja, það þótti alveg sjálf- sagt að koma. Sumir voru farnir að spyrja: „Hvenær ætlar þú að steypa?“ Svo þegar búið var að steypa voru ýmsir með dreitil, og aðeins fengið í tána og spjall- að. Hann starfaði við það sem til féll, lét sig dreyma um að eign- ast traktorsgröfu, en varð að sjá á bak þeim draumi, því ekki hugnaðist Ingólfi að missa góð- an starfskraft. Var fyrst með kýr til að hafa mjólk og rjóma handa börnunum og þannig var það, þar til farið var að selja mjólk í bakaríinu. Þá þurfti að fara í fjósið klukkan 6 á morgn- ana og svo aftur eftir vinnu. Hvernig hann og Grímur áttu hugmyndina að stórgripaslátur- húsinu í bragganum sem óx og dafnaði og var, þegar fram í sótti, það sem bar sig best ásamt pakkhúsinu af starfsemi kaupfélagsins. Tímarnir breyttust; kaup- félagið breyttist í kjörbúð, fólk hafði eignast frystikistur uns þar kom, að Lárusi þótti sem hann hefði ekkert að gera og sagðist því hættur í kaupfélag- inu. Eftir það starfaði hann víða en lengst af á vistheimilinu Ak- urhóli í Gunnarsholti, eða í 16 ár. Lárus hafði mjög gott minni og næman mannskilning. Því kynntist ég vel í heimsóknum mínum til hans á Lundi. Ærin vinna var oft að sannreyna ým- islegt eftir heimsóknir sem þess- ar, s.s. eins og lán til almenn- ings um 1955 (stofnun Húsnæðismálastjórnar), ekki reyndi ég hann að rangminni. Þegar hann talaði um menn og málefni var það ætíð af mik- illi virðingu og vildi hann alltaf gæta sannmælis. Það var mjög sterkur þáttur í fari hans. Það var mér mikil ánægja að kynnast Lárusi, sem fullorðin manneskja, þótt þau kynni hafi í raun ekki varað lengi. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Ólafsdóttir. Lárus Jónasson 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS EINARSSON, Sóleyjarima 17, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 9. ágúst. Berglind Magnúsdóttir, Baldur Arason, Svava Lilja Magnúsdóttir, Sveinn Benónýsson, Jón Orri Magnússon, Sigríður Bjarnadóttir, Magnús Ýmir Magnússon, Díana Jónasardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Valgarðsdóttir kennari, lést á Kristnesspítala þriðjudaginn 7. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Valgarður Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurður Klausen, Ragnheiður Haraldsdóttir, Veturliði Rúnar Kristjánsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, AÐALHEIÐAR JÓNASDÓTTUR, Heiðu, framhaldskólakennara. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna, Vilborg og Jóhanna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA ÞÓRÐARDÓTTIR húsmóðir frá Sléttubóli í Austur-Landeyjum, síðast til heimilis í Álfheimum 54, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 7. ágúst. Útför hennar verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Guðrún Erlendsdóttir, Davíð Janis, Valgerður Erlendsdóttir, Stephen J. Carter, Ólafur Þór Erlendsson, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis að Hlaðbæ 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 31. júlí á dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 15.00. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna, Anna Margrét Marísdóttir, Kristín Marísdóttir, Guðmundur Marísson, Guðrún Marísdóttir, Ólöf Hulda Marísdóttir, Kári Marísson, Katrín Marísdóttir. ✝ Elskuleg dóttir okkar og systir, NIKOLA USCIO, Austurvegi 1, Þórshöfn, lést miðvikudaginn 8. ágúst á Barnaspítala Hringsins. Athöfn verður í Landakotskirkju mánudaginn 13. ágúst kl. 13.00. Jarðsetning fer fram þriðjudaginn 14. ágúst kl. 15.00 í Sóllandi í Öskjuhlíð. Krzysztof Uscio, Klaudia Uscio, Michal Uscio, Oliwia Uscio og Paulina Dudko.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.