Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litrík glervara og ljúfar brúðkaupsgjafir frá LEONARDO EXPRESS SYSTEM Sterkar neglur á aðeins 4 vikum Hinn 1. júní 2012 birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu þar sem ég fjallaði um af- leiðingar þess að bandaríkjadollar var tekinn einhliða upp í El Salvador. Meðal annars lækkun hag- vaxtar, hækkun opin- bera skulda og aukinn brottflutning fólks. Til- efni skrifanna var að heimsókn fyrrverandi fjár- málaráðherra landsins, Manuels Hinds, til Íslands hafði fengið tals- verða umfjöllun en hann hafði um- sjón með upptöku dollarans. Við skrif greinarinnar voru notaðar op- inberar tölur um El Salvador ásamt skýrslum hagfræðinga sem skoðað hafa málið sérstaklega. Heiðar Már Guðjónsson hagfræð- ingur sá sig knúinn til þess að svara grein minni og höfum við nú skrifað tvær greinar hvor í Morgunblaðið, en Heiðar hefur verið einn helsti talsmaður þess að tekinn verði upp einhliða erlendur gjaldmiðill á Ís- landi í stað krónunnar. Hefur hann í seinni tíð lagt áherslu á að þar verði kanadíski dollarinn fyrir valinu en talaði áður fyrir einhliða upptöku evrunnar. Raunveruleikinn er sá að því fylgja og geta fylgt miklir ókostir að taka upp gjaldmiðil annars ríkis eins og reynsla El Salvador er dæmi um. Heiðar hefur ekki getað sýnt fram á að þær röksemdir eigi ekki rétt á sér og í raun gert mjög litla tilraun til þess í sínum tveimur greinum. Einmitt vegna sögunnar Heiðar heldur því fram að ég horfi framhjá „sorgarsögu íslenskr- ar peningastefnu“ í greinum mínum. Það var aldrei markmið mitt með upphaflegri grein minni að setja fram heildræna lausn á peninga- málum Íslands heldur að ræða efna- hagslegar og stjórnmálalegar afleið- ingar þess að taka upp einhliða annan gjaldmiðil. Það þýðir ekki að reyna að koma sér undan þeirri gagnrýni sem ég hef sett fram með því að benda á krónuna eða tala um haftastefnu. Það er einmitt sög- unnar vegna sem ég set fram áhyggjur mín- ar af einhliða upptöku erlends gjaldmiðils. Við höfum orðið vitni að gríðarlegum kostn- aði Evrópuríkja af því að fórna sjálfstæðum gjaldmiðli sínum og er ekki enn komið að leið- arlokum í þeirri sorg- arsögu. Heiðar heldur því fram að með því að taka upp þjóðargjald- miðil erlends ríkis fáist það aðhald sem nauðsynlegt sé til þess að tak- marka ríkisumsvif en það er þó alls ekki reynsla El Salvador og margra evruríkja. Slíkt getur einmitt gert ríkjum kleift að þenja sig út til að mynda út á lánstraust annarra ríkja. Hvað varðar peningastefnu Ís- lands þá er staðreyndin sú að mis- tök fyrri kynslóða gefa okkur ekki rétt til þess í dag að afsala rétti komandi kynslóða til fullveldis. Al- veg eins og við njótum góðs af verk- um fyrri kynslóða verðum við einnig að læra af mistökum þeirra og stefna síðan að því að gera betur í stað þess að gefast upp. Staðreyndir málsins Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða og skoða allar þær mögulegu leiðir sem kunna að vera í boði í peningamálum og vega og meta kosti þeirra og galla. Það eru rétt vinnubrögð þegar markmiðið er að komast að skynsamlegri og ábyrgri niðurstöðu. Hins vegar hefur borið á því að talsmenn einhliða upptöku er- lends gjaldmiðils hafi skautað framhjá því að ræða ókostina við þá leið með hliðstæðum hætti Heiðari verður meðal annars tíð- rætt um að reynslan af þjóðargjald- miðlum sé slæm og það vald sem með þeim fylgir sé fært í hendur ríkisins. Á sama tíma vill hann að tekinn verði upp þjóðargjaldmiðill Kanada og að valdið yfir peninga- málum þjóðarinnar verði fært í hendurnar á kanadískum stjórn- völdum sem Íslendingar hafa ekkert yfir að segja og munu aldrei taka til- lit til íslenskra hagsmuna eða að- stæðna, enda bæri þeim engin skylda til þess. Þetta kallar Heiðar að færa vald frá ríkinu og til borg- aranna. Heiðar talar sömuleiðis mikið um peningaprentun ríkisins en honum ætti hins vegar að vera vel kunnugt um það að í svokölluðu „fractional reserve“-bankakerfi eins og hefur verið við lýði í áratugi er mynt- sláttan fyrst og fremst í höndum einkabankanna en ekki seðlabanka. Í dag má rekja upphaf meirihluta þess fjármagns sem er til staðar á vestrænum mörkuðum til einka- banka en ekki seðlabanka. Einnig er ekkert því til fyrirstöðu að t.a.m. kanadísk stjórnvöld grípi til peningaprentunar eða annarra aðgerða sem gengi gegn hags- munum okkar Íslendinga. Um það hefðum við ekkert að segja. Endurreisn Íslands Það er annars rétt að lokum að minnast aftur á þá fullyrðingu Heið- ars að ég horfi framhjá sögu ís- lenskrar peningastefnu sem er ansi langsótt í ljósi þess að það var ein- mitt Íhaldsflokkurinn undir stjórn Jóns Þorlákssonar sem bjargaði landinu undan allsherjarfalli eftir að flokkurinn var stofnaður 1924. Í kjölfarið urðu lífskjör Íslendinga betri, skuldir ríkisins voru greiddar niður og ríkisumsvif minnkuðu. Og allt var þetta gert með íslensku krónuna sem gjaldmiðil þjóð- arinnar. Staðreyndin er sú að við Íslend- ingar náðum þeim árangri að fara frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu til þess að verða ein ríkasta þjóð heimsins með krónuna sem gjaldmiðil og erum enn í þeim hópi þrátt fyrir bankahrunið og núver- andi vinstristjórn en það eru einmitt verk hennar sem fyrst og síðast hafa staðið í vegi fyrir endurreisn Íslands og íslensks efnahagslífs. Frá einu ríkisvaldi til annars Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson »Mistök fyrri kyn- slóða gefa okkur ekki rétt til þess í dag að afsala rétti komandi kynslóða til fullveldis Gunnlaugur Snær Ólafsson Höfundur er formaður Félags íhaldsmanna. „1882 / Bandaríska þingið samþykkir ýmis lög sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir að Kínverjar sett- ust að í Bandaríkjunum.“ Lifandi vís- indi nr. 4/2012. (Var um að ræða ótta þar í þá daga?) Hvenær ætli þessi lög hafi verið af- numin? Ugglaust ekki löngu síðar, enda er þetta einbeitta og duglega fólk fljótt að sanna sig í hvaða þjóð- félagi sem er, held ég eftir allnokkur kynni af Kínverjum um áratuga skeið. (Sá fyrsti sem ég hitti starfaði á veitingahúsinu Hábæ á Skólavörðu- holti, 1965 að mig minnir.) Aðrir As- íubúar eru síðan engu síðri. Víða, ekki þó hérlendis, verða til Kínahverfi, því fólkinu er nauðsyn að styðja hvert annað í hverju nýju landi. „Íslendingahverfi“ hafa einnig orðið til í erlendum borgum, svo fólk þekkir kannski þess konar þróun. (Nauðsyn.) Verst er samt þetta með tungu- málaörðugleikana. Það var útskýrt fyrir mér sérstaklega, hvers vegna svona erfitt er fyrir Asíubúa að til- einka sér tungumál með samhljóðum, eins og err og ell t.d., án þess þó að myndtákn eða mismunandi let- urgerðir bæri þá á góma. Maður get- ur því ekki annað en dáðst að þeim einstaklingum asískum sem náð hafa tökum á ensku svo skiljist, að ég tali nú ekki um íslensku, er finnast samt furðu víða. Yfirgripsmikil og allnáin tengsl Kínverja við Íslendinga ættu ekki, né hafa hingað til verið talin íþyngjandi fyrir alþjóðleg samskipti þjóðarinnar almennt – en allt er breytingum und- irorpið; Bandaríkjamenn bjuggu til risana í Asíu: Japan, S-Kóreu og Kína. Saman virkjuðu þau lönd svo líka til dáða Singapúr, Taívan, Malas- íu og Ástralíu, auk Nýja-Sjálands. Gott að við Íslendingar erum einn- ig undir bandarískum verndarvæng, líkt og Bretar, Norðmenn og fjöl- margar aðrar þjóðir og þjóðarbrot – í löndum sem stefna þrátt fyrir allt í lýðræðis – ef ekki frelsisátt. Kína er auðvitað ekki kommúnistaríki lengur; Hu Jintao kemur fyrir sjónir sem keisari stórveldisins og væntanlegur arftaki hans sýnist líka vera merk- ismaður. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Ættum við að óttast Kínverja? Frá Páli Pálmari Daníelssyni - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.