Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 36
36 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Það verður haldintvö hundruðmanna veisla í fé- lagsheimilinu hér í Bol- ungarvík,“ segir Sig- urður Gíslason á Hóli sem í dag heldur upp á níræðisafmæli sitt en veisluhöld hefjast klukk- an 17 og lýkur þeim klukkan 23 í kvöld. Óhætt er að lofa miklu fjöri því líkt og í öllum betri veislum verður haldin vegleg flug- eldasýning sem vinir hans í björgunarsveitinni standa fyrir en að auki mun tónlistarmaðurinn Baldur Geirmundsson halda uppi fjörinu með harmonikkuleik. Sigurður er fæddur og uppalinn í Bolungarvík en á langri ævi sinni hefur hann komið víða við og m.a. starfað sem húsasmiður í 25 ár. „Ég var í ellefu ár í Borg- arnesi sem byggingarmeistari og byggði þar ýmsar frægar bygg- ingar á borð við kirkjuna, hótelið og kaupfélagið svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Sigurður. Þá má einnig nefna að við lok árs 1959 fluttist hann til Svíþjóðar þar sem hann lagði stund á tækninám í Háskól- anum í Lundi. Að námi loknu, árið 1963, réðst hann til starfa á Teikni- stofu Sambandsins þar sem hann starfaði í þrjú ár, eða til ársins 1966, er hann hóf störf sem tæknifræðingur á tæknideild Kópavogsbæjar. Hjá Kópavogsbæ vann hann í alls 27 ár. Eftir að hafa haldið upp á sjötugsafmæli sitt fluttist Sigurður aftur til Bolungarvíkur. Ákvað hann þá að kaupa sér trillu í stað þess að setjast í helgan stein og lét þannig gamlan draum rætast. „Ég var bú- inn að ganga með þetta í maganum frá því að ég var strákur að eign- ast trillu en aldrei haft tækifæri til þess,“ segir Sigurður og bætir við að sá tími sem hann átti á sjó hafi verið honum mjög kærkominn og ánægjulegur. „Þetta var algjör draumur.“ Nú tuttugu árum síðar er trillan löngu seld en Sigurður er hins veg- ar enn í fullu fjöri og t.a.m. mjög iðinn við að renna ýmsa smíðisgripi og er vert að geta þess að gripirnir verða til sölu í veislunni og mun söluandvirðið renna óskipt til Líknarsjóðs Lionsklúbbs Bolung- arvíkur. Að auki verður til staðar samskotabaukur til styrktar starf- inu. khj@mbl.is Sigurður Gíslason fagnar níræðisafmæli Veisluhöld, þanin nikka og skoteldar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Keflavík Guðmundur Óskar fæddist 6. nóv- ember kl. 15.16. Hann vó 4.250 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Harpa Dögg Kristjánsdóttir og Þórir Sigfússon. Nýir borgarar H erdís Anna fæddist á Akureyri og ólst þar upp en dvaldi flest sumur á Gautlöndum í Mývatnssveit. Hún var í Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA 1982, stundaði fiðlunám frá níu ára aldri við Tónlist- arskóla Akureyrar, lauk fiðlukenn- aranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986, skipti þá yfir á víólu og lauk þaðan prófi í víóluleik 1987. Hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Stuttgart 1988 og lauk þaðan MA- prófi í víóluleik 1992. Þá lauk Herdís prófum utanskóla sem leiðsögumaður frá Leiðsögumannaskóla Íslands 1992. Herdís lék með ýmsum hljóm- sveitum í Þýskalandi á námsárunum og hefur verið fastráðinn víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1995. Hún leikur nokkuð reglulega með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og með Óperunni, hefur leikið með Kammersveit Reykjavíkur, Dísunum og ýmsum kammerhópum, hér á landi og erlendis. Töfraveröld Dúó Stemmu Herdís og eiginmaður hennar, Steef van Oosterhout, hafa komið fram undir heitinu Dúó Stemma frá 1999 og flutt efnisskrána „Töfra- veröld tóna og hljóða“. Þetta er skemmtileg og fræðandi barna- dagskrá með stuttri hljóðfærakynn- ingu og „hljóðsögum“, krydduðum hljóðum og tónum frá margvíslegum hljóðgjöfum og hljóðfærum. Spiluð Herdís A. Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhlj.sv. Íslands – 50 ára Fjölskylda á fjöllum Steef, Herdís, Jakob og Tómas á Mælifellshnjúki í Skagafirði í síðustu viku. Músíkalska fjallageitin Dúó Stemma Hjónin Herdís og Steef í tilþrifamikilli sveiflu við túlkun sína á „Töfraveröld tóna og hljóða“ í Norræna húsinu. Sjáðu Við erum flutt Sjáðu, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík Sími: 561-0075 - sjadu.is „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.