Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 2
Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Ef Ísland væri aðili að Evrópusam- bandinu og evrusamstarfinu mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Það jafngildir 362.692 kr. á hvern ein- stakling eða 1.450.768 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í útreikningum sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið saman með aðstoð Upplýs- ingaþjónustu Alþingis. Guðlaugur Þór segir einnig að Ísland þyrfti að borga um 9-11 milljarða á ári í sam- eiginleg fjárlög ESB. Sú tala er byggð á samanburði við Möltu þar sem íbúafjöldi er svipaður og á Ís- landi. Malta greiðir um 1% af þjóð- artekjum sínum í fjárlög ESB sem er um 55 milljónir evra. Umreiknað í íslenskar krónur eru það 9 millj- arðar en 1% af þjóðartekjum Ís- lands eru um 11 milljarðar króna. „Þetta var reiknað í vor og það hef- ur ýmislegt gerst í sumar og ým- islegt mun væntanlega gerast í haust svo þetta er jafnvel vanáætl- að,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist furða sig á því að samfylking- armenn tali eins og enginn viti hvað sé að gerast í álfunni. Það hafi kom- ið í ljós að þeir sem höfðu uppi varnaðarorð þegar evran fór af stað hafi því miður haf rétt fyrir sér. „Það var enginn efnahagslegur grundvöllur fyrir evrunni og það var fyrst og fremst farið í evrusamstarfið sem lið í því að auka og dýpka samstarf og miðstýringu í Evrópusam- bandinu og þeir sem eru helstu stuðningsmenn Evrópusam- bandsins í Evrópu og eru að taka umræðuna af einhverri alvöru segja að eina lausnin sé að dýpka þetta samstarf enn frekar og auka mið- stýringuna í Brussel,“ segir Guð- laugur Þór. Það sé eina leiðin út úr ógöngunum. Sökum þess hversu illa hafi verið haldið á málunum er reikningurinn sendur á fólkið á evrusvæðinu. Samfylkinguna vanti tengingu „Það er engu líkara en að þing- menn Samfylkingarinnar hafi ekki tengingu við netið og ég hvet til þess að það verði lagað. Hver og einn sem hefur aðgang að netinu, að því gefnu að hann skilji annað tungumál en íslensku, getur sett sig inn í þessi mál og séð hvað þetta er mikill vandi,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir vandamál Evrópusam- bandsins þó alls ekkert gleðiefni fyrir Íslendinga heldur áhyggjuefni. „Það að vinir okkar í Evrópu séu í vanda er ekkert gleðiefni fyrir Ís- lendinga heldur mun það koma beint niður á okkur.“ 360 þúsund á mann  Ef Ísland væri innan Evrópusambandsins þyrfti ríkið að greiða 115 milljarða króna í björgunarsjóð evrunnar  9-11 milljarðar færu ár hvert í fjárlög ESB Guðlaugur Þór Þórðarson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ABC 40 den Advanced Body Control Aðhaldssokkabuxur A - Minnka ummál maga B - Móta vöxtinn C - Halda að og lyfta „Það virðast ekki vera neinar um- talsverðar breyt- ingar í magni eða neitt slíkt miðað við það sem verið hefur,“ sagði Sveinn Svein- björnsson, fiski- fræðingur og leiðangursstjóri hjá Hafrannsókna- stofnun, um niðurstöður nýafstaðins leiðangurs þar sem makríllinn var til sérstakrar athugunar. Við fyrstu sýn virðist því ekki sem minna magn tegundarinnar hafi gengið inn á ís- lenska hafsvæðið í ár en undanfarið. Nánast úti fyrir öllu landinu Var leiðangurinn farinn í þeim til- gangi að meta útbreiðslu, göngur og fæðuvistfræði tegundarinnar við Ís- land. Var siglt umhverfis landið og fannst makríllinn nánast á öllu rann- sóknarsvæðinu að sögn Sveins, ef frá er talið úti fyrir Norðurlandi. Er það í samræmi við niðurstöður und- anfarin ár. Frekari vinnsla upplýs- inga og sýna sem safnað var fer nú fram og munu niðurstöður liggja fyrir síðar, s.s. á uppreiknun magns, rannsókn á magainnihaldi sýna, lengdarsamsetningu o.s.frv. Sum- arið 2011 mældist rúmlega 1,1 millj- ón tonna af makríl innan íslensku lögsögunnar. Ekki minna magn makr- íls við Ísland Fram kemur í samningsafstöðu Ís- lands í efnahags- og peningamálum í viðræðunum um aðild landsins að Evrópusambandinu að stefnt sé að því að „taka upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa“ eftir að inn í sam- bandið er komið. Ekki er farið fram á neinar und- anþágur í málaflokknum aðrar en þá að fá svigrúm eftir að inn í Evrópu- sambandið er komið til þess að upp- fylla efnahagslega skilyrði fyrir að- ild að evrusvæðinu, en eins og fram kemur í samningsafstöðunni upp- fyllir Ísland ekki þessi skilyrði í dag. Þetta þýðir að Ísland yrði í sömu stöðu og þau ríki innan Evrópusam- bandsins sem gengið hafa í sam- bandið á undanförnum árum og eru skuldbundin til þess að taka upp evr- una strax og efnahagslegar að- stæður þeirra leyfa. hjorturj@mbl.is Evran verði tekin upp sem fyrst Morgunblaðið/Ómar Vinir Jökull Freyr og Markús Máni. Vinirnir Jökull Freyr Davíðsson og Markús Máni Ás- grímsson eru 10 ára drengir úr Norðlingaskóla. Þeir lentu báðir í einelti fyrstu tvö skólaárin og liðu mikið fyrir það. „Mér leið alltaf illa þegar það var búið að vera að stríða mér. Ég fór síðan oftast bara aleinn heim og það þótti mér erfiðast,“ segir Jökull Freyr um einelt- ið. Þeir Jökull Freyr og Markús Máni hafa nú fundið styrk hjá hvor öðrum, eru bestu vinir og hafa stofnað félagið EE, sem stendur fyrir Ekkert einelti. Vinirnir hafa samið reglur sem félagsmenn þurfa að hlíta og bjóða hverjum þeim sem vilja styðja þá í baráttunni að ganga í félagið. „Svo fór ég bara að hugsa að ef ég gæti stöðvað einelti og það væri ekki til þá væri allt svo miklu betra, “ segir Jökull Freyr. Vinirnir Jökull Freyr og Markús Máni ræða sitt eigið einelti, um upphaf félagsins og stóra framtíð- ardrauma í Barnablaðinu í dag. Áhugasamir geta sent drengjunum tölvupóst á net- fangið eefelagid@gmail.com. signyg@mbl.is Berjast gegn einelti  10 ára vinir hafa stofnað félagið Ekkert einelti Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli stendur nú yfir á Dalvík, en að sögn Júlíusar Júlíusar- sonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er ríf- andi stemning í fólkinu. „Stemningin er rífandi góð. Það er erfitt að finna rétta orðið til þess að lýsa þessu en það eru allir með bros á vör og fólkinu er farið að fjölga til muna,“ segir Júlíus, en á meðfylgjandi mynd sjást þrír strákar spila á harmonikku í tilefni hátíðarinnar. pfe@mbl.is Rífandi góð stemning og allir með bros á vör á Dalvík Ljósmynd/Helgi Steinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.