Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 17
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með sama áframhaldi verður norð- austurleiðin svonefnda orðin vel greiðfær hluta ársins eftir 10-20 ár þannig að flutningaskip geti þar siglt með vörur suður á bóginn. Þetta er mat Kims Holméns, stjórnanda hjá rannsóknarsetri Norsku pólarstofnunarinnar í Nýja- Álasundi, en hún hefur eftirlit með lífríkinu og sinnir rannsóknum. „Ef spár um loftslagsbreytingar ganga eftir mun norðausturleiðin verða opin á sumrin en aðeins í stuttan tíma. Hún verður ávallt ísi lögð yfir veturinn. Hún verður þó ekki greiðfær fyrir flutningaskip innan fárra ára eins og sumir hafa haldið fram. Engu að síður er til- tölulega skammt þangað til sá dagur rennur upp. Leiðin gæti opnast eftir einn til tvo áratugi,“ segir Holmén sem telur að sýna beri varkárni við spár. Þá sé það skilgreiningaratriði hvenær leiðin muni teljast íslaus. Skortur á fyrirsjáanleika Spurður út í hvers kyns flutningar geti farið um siglingaleiðina nefnir Holmén þrjár gerðir. Í fyrsta lagi flutninga þar sem stundvísi er krafist til að lágmarka birgðahald. Ólíklegt sé að aukning verði í þessum siglingum á næst- unni. Í öðru lagi stórflutninga, eink- um á hrávörum, þar sem ekki er lögð jafn mikil áhersla á að tíma- mörk haldi. Telur hann mestar líkur á að þessi flokkur siglinga fari fyrst um norðausturleiðina. Í þriðja lagi strandsiglingar, í þessu tilviki með- fram strönd Rússlands. Allar líkur séu á að slíkar siglingar færist í vöxt samfara uppbyggingu í Norður- Rússlandi og opnun siglingaleið- anna. „Það er mikið rætt um norð- austurleiðina. Á milli 10 og 20 flutn- ingaskip hafa siglt um pólana. Til samanburðar fara þúsundir skipa um Súez-skurðinn á ári hverju.“ Ísrek verður á leiðinni Að sögn Holméns verður ísrek þá fjóra til sex mánuði sem norðaustur- leiðin verður opin. Þótt tæknin til siglinga sé fyrir hendi verði þær því dýrar þar sem brjóta þurfi ísinn. Sú óvissa sem fylgi ísreki eigi þátt í að gera nákvæmar áætlanasiglingar vandasamar. Með skipulagsbreyt- ingum geti seinkun um nokkra daga í afhendingu á vörum sem fluttar eru þessa leið orðið þolanleg. Eftir því sem ísbreiðan hopi verði spár um siglingaleiðina þó áreiðanlegri. Spurður hvað honum finnist um hugmyndir um umskipunarhöfn á Norðausturlandi segir Holmén að fleiri staðir þyki koma til greina fyr- ir slíka höfn, þar með talinn Sval- barði og Murmansk í Rússlandi. Talið berst þá að áhuga Kínverja á að rannsaka norðurslóðir. Inntur eftir rannsóknum kín- verskra vísindamanna segir Holmén að þeir standi orðið mjög framarlega á þessu sviði. Á níunda áratugnum hafi margir kínverskir doktorsnem- ar farið í nám til Bandaríkjanna og Evrópu. Nú sé hins vegar svo komið að Kínverjar miðli öðrum af þekk- ingu sinni í vísindasamstarfi. Horfa til hlýnunar og auðlinda Kínastjórn geri sér vel grein fyrir því að til að fá sæti við borðið þurfi Kínverjar að leggja sitt af mörkum til rannsókna á norðurslóðum. Áhuginn tengist bæði auðlindum á svæðinu og áhrifum hlýnunar á norðurslóðum á veðurfar í Kína. „Ef það kemur til þess að auðlind- um á svæðinu verður útdeilt vilja Kínverjar vera með í ráðum,“ segir Holmén og bendir á að pólarrann- sóknarstöðin sem sé verið að móta í Sjanghæ verði sú stærsta í heimi. Hann segir jökla að hopa í norðri. Norðausturleiðin er að opnast  Vísindamaður hjá rannsóknarsetri á Svalbarða telur að leiðin geti jafnvel opnast eftir áratug  Áhersla Kínastjórnar á að taka þátt í rannsóknum er tengd þörf fyrir auðlindir úr norðrinu Morgunblaðið/RAX Breytingar Ísbreiðan við Kulusuk á Grænlandi. Mikil bráðnun hefur verið í Grænlandsjökli í sumar. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Nýja-Álasund er nyrsta byggð á jörðu en aðeins nokkrir tugir manna dvelja þar að vetri til, allir starfsmenn Norsku pólar- rannsóknarstofnunarinnar. Íbúafjöldinn þrefaldast í um 120 manns yfir sumarið en Noregur, Holland, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Indland, Ítalía, Japan, Suður-Kórea og Kína halda uppi aðstöðu til rannsókna í hinni afskekktu byggð. Nýja-Álasund er í um 107 km fjarlægð frá Longyearbyen, höfuðstað Svalbarða, þar sem um 2.000 manns búa. Norska pólarrannsóknar- stöðin skipuleggur leiðangra til norðurpólsins og suðurskauts- ins. Stofnunin hefur skrifstofur á Svalbarða og í Tromsø. Stofnunin var opnuð árið 1928 af frumherjanum Adolf Hoel og þá undir öðru nafni. Rannsakar báða póla OPNUÐ 1928 Kim Holmén Vetraráætlun Strætó á höfuð- borgarsvæðinu tekur gildi á morg- un, sunnudaginn 12. ágúst. Vetrar- áætlun er viku fyrr á ferðinni en vanalega og er það liður í að koma til móts við farþega með því að auka tíðni fyrr og ná fram úrbótum á leiðarkerfi farþegum til hagsbóta, að því er fram kemur í frétt frá Strætó. Þar kemur fram að helstu úrbæt- ur á höfuðborgarsvæðinu verði sem hér segir:  Allar leiðir, sem aka á kvöldin, munu aka klukkustund lengur á kvöldin.  Leiðir 13, 24 og 28 munu aka á 15 mín. tíðni á annatíma á virkum dögum.  Akstur hefst einum tíma fyrr á laugardögum.  Leið 2 kemur aftur í akstur á kvöldin og um helgar.  Leiðir 3 og 4 munu aka sinn hvorn hringinn í Breiðholti og alltaf tengjast í Mjódd.  Leið 4 ekur aftur alla leið að Hlemmi á kvöldin og um helgar.  Leið 5 mun aka um helgar á milli Sundahafnar (Klettagarðs) og Hlemms.  Leiðir 2, 4, 5, 11, 12, 13, 14, 15, 18, 24 og 28 munu aka á 30 mín. tíðni á kvöldin og um helgar.  Leið 21 mun aka eftir Reykja- nesbraut á milli IKEA og Mjóddar og áfram í Fjörð, þó ekki á sunnu- dögum.  Frístundaakstur hefst í Hafnarfirði. Leiðir 22, 33 og 34 hætta akstri í núverandi mynd kl. 13.20 á daginn og við taka leiðir 43 og 44 sem munu tengja saman íbúðasvæði, frístundir og skóla. Fram kemur hjá Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., að notkun strætisvagna aukist jafnan þegar sumarleyfi klárast og skólar hefjist. Með því að hefja vetrar- áætlun viku fyrr en vaninn er vilji Strætó leitast við að koma til móts við farþega með þeim úrbótum á leiðarkerfi sem vetraráætlun hefur í för með sér. Upplýsingar um vetraráætlun allra leiða má finna á vef Strætó, www.straeto.is undir flipanum „Vetraráætlun 2012-2013“. Morgunblaðið/Ómar Vetraráætlun Strætó tekur gildi  Ekið klukkustund lengur á kvöldin 16. október - 8. nóvember Fararstjóri: Ari Trausti Guðmundsson www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör eh f. Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Ekvador- milli fjalls og fjöru Ekvador er eitt allra litríkasta og forvitnilegasta land Suður-Ameríku, um 230 þúsund ferkílómetrar að stærð og með um 14 milljón íbúa. Meirihluti þeirra er af frumbyggjaættum. Landsvæðið nær yfir þurrlendi við Kyrrahafið, upp í hásléttur og jökulþakin eldfjöll og niður í hlýjan og rakan frumskóg Amazon-svæðisins. Í þessari ferð er farið um fyrrgreinda landshluta til þess að kynnast mannlífi, náttúru, menningu og sögu sem nær mörg þúsund ár aftur fyrir okkar tímatal. Ferðin hefst í Quito, en gamli borgarhlutinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Síðan er ferðast norður í land á eldfjallaslóðir en þar á eftir allt suður til borgarinnar Cuenca, sem er talin með fegurri borgum álfunnar, skoðaðar inkarústir og þjóðgarðar, og bærinn Banos undir virka eldfjallinu Tungurahua heimsóttur í leiðinni. Stærsta borg landsins, Guyaquil er einn viðkomustaðurinn, ásamt fiskimannaþorpum norðar á ströndinni. Þar er farið í ýmsar skoðunarferðir, á sjó og landi.Að lokum er farið austur um í frumskóginn við Rio Napo þar sem Quechua-frumbyggjar kynna sitt land fyrir hópnum. Ari Trausti fararstjóri verður til viðtals hjá Bændaferðum vegna ferðarinnar mánudaginn 13. ágúst kl. 12:30 - 15:00. Við bjóðum ykkur velkomin í kaffi, en að sjálfsögðu er einnig hægt að slá á þráðinn í síma 570 2790.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.