Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval Íslensk hönnun og handverk Salattöng 13.900.- Skál frá 34.700.- Úrval morgungjafa úr 14 karata gulli með hvítagullshúðaðri rönd 149.900.- parið Ostahnífur Smjörhnífur 7.900.- Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Handsmíðaðir hringar 7.900.- Borðbúnaður úr eðalstáli, skreyttur íslenskum steinum STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það verður sífellt betur ljóst, þegar hinar vikulegu veiðitölur berast úr laxveiðiánum, hvað niðursveiflan er djúp í sumar. Eftir nokkur afar góð laxveiðiár eru seiðin sem gengu út í fyrra ekki að skila sér í árnar í þeim mæli sem vonast hafði verið til. Enda geta færri laxveiðimenn sem talað er við sagt sögur af veiddum löxum en þeir sem telja þá daga sem þeir „núll- uðu“. Undirritaður hefur ekki farið varhluta af fisklausum dögum, þótt þeir séu fljótir að gleymast loksins þegar maður hefur hendur á laxi. En engu að síður tala veiðimenn víðast hvar um hvað lítið af fiski sé í ánum; miklu minna en síðustu ár. Það segir sína sögu að skoða veiðina í síðustu viku í kunnum laxveiðiám. Í Þverá og Kjarrá veiddust 39 laxar á 14 stangir, í Grímsá 20 á átta stangir, tveir í Hrútafjarðará á þrjár stangir, 17 í Laxá í Leirársveit á sjö stangir, 25 laxar í Vatnsdalsá á sjö stangir, 16 á 14 stangir í Norðurá, og aðeins fimm í Laxá í Dölum á sex stangir. Selá heldur dampi Ein af fáum ám sem halda dampi miðað við síðustu ár er Selá í Vopna- firði. Hún stendur hæst á listanum yfir aflahæstu árnar sem byggja á náttúrulegri hrygningu og er veiðin þar nú komin yfir 1.000 laxa. „Já, veiðin er býsna góð hér í Selá,“ segir Orri Vigfússon. Hann bætir við að augljóslega sé býsna djúp lægð í þeim þáttum sem ákveða hvað margir laxar ganga í árnar úr hafi, lægðin sé eflaust líka til staðar í Vopnafirði en hún sé bara ekki eins djúp þar og víðast annars staðar. „Mér sýnist vera fjörutíu til fimm- tíu prósenta lægð í laxagöngum á heildina litið, og ég geri ráð fyrir því að lægðin á Suðvestur- og Norðvest- urlandi sé alveg fimmtíu prósent,“ segir hann. „Veiðin hefur verið í upp- sveiflu í fimm til tíu ár og það er ekk- ert óeðlilegt að komi niðursveifla að loknu slíku tímabili.“ Orri segir að vissulega sé sveiflan djúp núna en ekki þurfi miklar breyt- ingar í hafinu til að lífslíkur seiða minnki, fæðuframboð geti breyst eða hitastig. Margir velta fyrir sér hvort hinar miklu makrílgöngur eigi þátt í niðursveiflunni í laxagöngum en Orri er ekki trúaður á það. „Veiðin á Atl- antshafslaxinum er aðeins um 1.500 tonn í heild og það er bara brota- brotabrot af makrílveiðinni og stofn- unum, ég held því sé ekki um að kenna, en auðvitað éta þó allir alla í hafinu.“ Hvað varð um seiðin? Ástandið í laxveiðinni virðist því vera hvað best á norðausturhorninu; í Hofsá er veiðin til að mynda einnig á svipuðu róli og undanfarin ár. Minna heyrist af ánum í Þistilfirði. Í Hafralónsá er veiðin sögð róleg en er hins vegar „flott“ í Svalbarðsá að sögn Júlíusar Þórs Jónssonar hjá leigutakanum Hreggnasa. Sam- kvæmt hinum vikulegu tölum hafa yfir 200 laxar veiðst þar á tvær stangir síðan veiðin hófst í júlíbyrjun. „Þarna fyrir austan virðast Selá og Svalbarðsá standa undir væntingum, og ef til vil fleiri ár, en hvað varð um öll þessi seiði sem gengu út í fyrra?“ spyr hann og bætir við: „Eitthvað stórkostlegt hefur gerst í hafinu, því seiðabúskapurinn var talinn við- unandi í ánum um allt land.“ Veiðimenn haldi ró sinni Blaðamaður ræddi í vikunni við hinn kunna þýska myndlistarmann Bernd Koberling, sem hefur dvalið hér á sumrin í yfir þrjá áratugi og veitt hér fleiri hundruð laxa. Koberl- ing hvetur menn til að halda ró sinni þótt niðursveifla komi í laxveiðina. Þeir sem eru nýbyrjaðir að veiða hafi ekki lent í þessu áður, og bregði við, en hann hefur upplifað nokkrar slík- ar sveiflur í veiðinni hér og segir árn- ar alltaf ná sér aftur á strik. Niðursveiflan er sögð djúp  „Mér sýnist vera fjörutíu til fimmtíu prósenta lægð í laxagöngum á heildina litið,“ segir Orri Vigfús- son  Aðeins veiddust sextán laxar í Norðurá í vikunni, tveir í Hrútafjarðará og fimm í Laxá í Dölum Morgunblaðið/Einar Falur Verðmæt Þeir eru færri í ár, laxarnir, en þeim mun mikilvægari þegar þeir veiðast. Björn Rúnarsson veiddi þessar stóru hrygnu í Vatnsdalsá. Aflahæstu árnar Staðan 8. ágúst 2012 Heimild: www.angling.is Veiðivatn Veiði 10. ágúst 2011 * 24. júlí 2012 Stangafj. 4. ágúst 2010 5. ágúst 2009 Ytri-Rangá og Hólsá 20 1.853 1.711 2.111 2.593 Eystri-Rangá 18 1.783 1.897 1.726 1.242 Selá í Vopnafirði 7 997 1.273 1.105 1.039 Haffjarðará 6 826 1.160 1.262 1.020 Miðfjarðará 10 821 1.208 1.606 1.445 Blanda 16 820 1.708 2.663 1.767 Norðurá 14 731 1.892 1.724 1.661 Elliðaárnar 6 700 944 897 620 Langá 12 600 997 998 1.045 Hofsá og Sunnudalsá 10 572 545 480 (7 stang.) 475 (7 stang.) Þverá - Kjarrá 14 521 1.441 2.641 1.345 Haukadalsá 5 356 361 564 486 Hítará 6 320* Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar Laxá í Aðaldal 18 317 668 765 486 Brennan í Hvítá 2 302 406 Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar „Sjóbirtingsveiðin fer ágætlega af stað hér í Vatnamótunum,“ segir Ragnar Johansen á Hörgs- landi á Síðu. „Holl sem lauk veiðum í gær var með sautján fiska og þar af var einn 20 pundari. En sá var reyndar lax, þriðjungur fiskanna var lax. Það virðist vera talsvert af laxi nú með birtingnum.“ Birtingurinn er einnig farinn að stinga sér upp í Tungulæk við Skaftá vestanverða. Eftir niður- sveifluna í laxveiðinni í sumar vonast allmargir veiðimenn eftir skemmtilegum tímum á sjóbirt- ingsslóð síðsumars og í haust. 20 pundari í Vatnamótum BIRTINGURINN MÆTTUR Pæjumótið á Siglufirði hófst í gær og því lýkur á morgun. Mótið er nú haldið í 22. sinn. Það hefur um ára- bil verið eitt stærsta kvennaknatt- spyrnumót landsins. Um 700 stúlk- ur á aldrinum 8-12 ára eru mættar til Siglufjarðar ásamt fríðu föru- neyti foreldra og annarra stuðn- ingsmanna og skemmta sér saman. Líkt og undanfarin ár fá allir þátt- takendur afhentar gjafir frá TM sem munu nýtast vel yfir mótið. Einnig fá pæjurnar afhentan þátt- tökupening til minningar um mótið ásamt verðlaunum fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Líkt og fyrri ár mun það lið sem þykir sýna mesta háttvísi innan vallar sem utan vinna til háttvísiverðlauna KSÍ. Í ár mun TM veitir ný háttvísiverðlaun. Þau verða veitt því stuðningsmannaliði sem þykir sýna mesta háttvísi á mótinu. Þannig vill TM hvetja til þess að stuðningsmenn liðanna séu stelpunum góð fyrirmynd. 700 stúlkur á pæju- móti á Siglufirði STUTT Skákmót Ár- bæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram á morgun, sunnudaginn 12. ágúst. Teflt verð- ur í Árbæjarsafni og hefst taflið klukkan 14:00. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Að venju verður lifandi tafl, sem mun hefjast klukkustund fyrr, eða klukkan 13:00. Lifandi taflið er fyr- ir löngu orðið árviss viðburður í dagatali skákmanna og Árbæjar- safns. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Torfa Leósson (torfi.leosson@gmail.com) til að skrá sig til þátttöku í lifandi tafli. Enn eru laus pláss í lifandi taflinu og leika peð, riddara, biskup, hrók, kóng eða drottningu. Þeir sem taka þátt í lifandi taflinu mæti á Árbæjarsafn þann 12. ágúst kl.12.30 til að fara í búninga. Þátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1100 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára og eru þátttökugjöld jafnframt aðgangs- eyrir í safnið. Ekkert kostar að taka þátt í Stór- mótinu fyrir þá sem taka þátt í lifandi taflinu. Skákmót og lifandi tafl í Árbæjarsafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.