Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Mér er bæði ljúft og skylt að minnast bróður míns Ólafs Jóhannssonar, nú þegar 100 ár eru lið- in frá fæðingu hans. Óli bróðir fædd- ist í Reykjavík 11. ágúst 1912. Hann var elstur fimm systkina, næstelst- ur var Ágúst, f. 1914, d. 1917, þá Ágúst, f. 1917, d. 1963, Kristrún, f. 1920, d. 1985, og undirrituð. Foreldrar okkar voru Gróa Þórð- ardóttir, ættuð úr Biskupstung- um og Jóhann Jónsson frá Stein- um undir Eyjafjöllum. Við systkinin ólumst upp í Hafnarfirði þar sem pabbi byggði hús yfir fjölskylduna. Á ég margar dýrmætar minningar frá bernskuárunum, þó að ekki hafi lífið alltaf verið dans á rós- um. Óli átti sérherbergi í kjall- aranum þar sem litlu systur var meinaður aðgangur. Þegar ég spurði Óla hvað hann væri alltaf að bauka þarna inni kvaðst hann vera að smíða eilífðarvél. Víst er að allt lék í höndunum á honum. Þeir bræður Óli og Gústi fóru snemma að vinna til að leggja fjölskyldunni lið í lífsbaráttunni. Óli fór fyrst til sjós 13 ára gamall sem og Gústi og unnu þeir öll þau störf sem til féllu. Þeir voru sannkallaðir Gaflarar. Pabbi veiktist af berklum og lést árið 1940. Umhyggja Ólafs fyrir móð- ur og yngri systkinum var ein- stök og var svo alla tíð. Óli var glæsilegur maður, góð- um gáfum gæddur og íþrótta- maður hinn besti. Hann var ásamt Gústa bróður stofnfélagi í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Hann var í flokki sem sýndi glímu á Alþingshátíðinni 1930. Hugur Ólafs stóð til mennta og fyrir einstakan dugnað tókst honum að komast á lýðháskólann í Askov í Danmörku og hann lauk einnig námi frá Verslunarskóla Íslands. Á skólaárunum kynntist Ólafur mætum mönnum sem hann ætíð mat mikils. Árið 1950 gekk Óli að eiga Ágústu Frederiksen og eru synir þeirra Grétar Páll, Halldór Þórð- Ólafur Jóhannsson ur og Reynir Ólafs- synir. Ólafur var hæfi- leikaríkur, stórhuga og metnaðarfullur. Á fimmta áratugn- um hannaði hann og smíðaði jarðbor, sem var fyrsti snún- ingsborinn sem smíðaður var á Ís- landi. Með smíðis- grip sínum boraði Óli eftir heitu vatni með ágætum árangri. Árið 1952 hóf Óli störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Hann hafði á hendi stjórn vatnsdælustöðvar varnarliðsins og vatnsveitukerfa og var fyrsti Íslendingurinn sem gegndi því starfi. Í bréfi sem yfirmaður varn- arliðsins á Íslandi sendi móður okkar þegar Óli lést segir m.a. svo: „Ólafur vann öll þau störf er honum voru falin af einstakri al- úð, trúmennsku og samvizku- semi. Hann lagði mjög mikla vinnu og atorku í að afla sér auk- innar menntunar, í starfi og ut- an, og munu fá dæmi vera um jafningja hans á því sviði. Við fráfall Ólafs hefur varnarliðið misst einn af sínum albeztu starfskröftum.“ Undir bréfið ritar yfirflotafor- ingi varnarliðsins. Á þessum tímamótum er margs að minnast sem ekki er hægt að rekja í stuttri grein. Mér er efst í huga þakklæti til bróður míns fyrir allt sem hann var mér og syni mínum, Jóni Magnúsi. Hann var honum einstaklega góður, reyndist honum sem eigin barni og bar velferð hans fyrir brjósti alla tíð. Ég lýk greininni með erindi úr Hávamálum, sem Óli valdi í ár- bók Verslunarskóla Íslands, þeg- ar hann útskrifaðist þaðan 1942. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Hulda Jóhannsdóttir. ✝ Björn H.Björnsson fæddist í Reykja- vík 15. ágúst 1946. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 1. ágúst sl. Foreldrar hans voru Björn Jóns- son vélvirkja- meistari, f. 8. okt. 1905, d. 23. jan. 1981, og Anna Lilja Jónsson, fædd Jensen, f. 15. júní 1905, d. 28. maí 1975. Björn var yngstur í systk- inahópnum en þau voru fimm talsins. Elst var Guðrún Ester, f. 1928, d. 2000, Eva Sigríður, f. 1931, d. 2001, Aðalheiður, f. 1934, Hrafnhildur Stein- gerður, f. 1940. Björn giftist Brynhildi Kristbjörgu Krist- jánsdóttur 31. ágúst 1974, þau skildu að borð og sæng 1977. Dóttir þeirra er Helena Björk, f. 21. mars 1974, gift Þórarni K. Ólafssyni, f. 20. mars 1976, sonur þeirra er Leó Örn Þór- arinsson, f. 13.8. 2004. Björn ólst upp í Reykjavík, hann lauk almennu barnaskólanámi í Laugarnesskóla. Hann lauk iðnámi í vél- virkjun árið 1968 hjá Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar. Á meðan hann stundaði nám var hann í stjórn Járn- iðnaðarmanna. Að loknu námi starf- aði hann á varð- skipinu Óðni og þaðan fór hann til Svíþjóðar þar sem að hann starfaði á skipa- smíðastöð í Málmey. Hann hóf störf hjá Vélsmiðjunni Héðni í kringum 1970 og fór svo síðar meir yfir í Vélaverslun Héðins þar sem að hann þjónustaði Danfossvörur til margra ára. Björn vann síðari ár sín hjá Olíudreifingu á þjónustuverk- stæði sem vélvirki. Hann var mikill fé- lagsmaður og þá sérstaklega stuðningsmaður Fram sem hann dæmdi fyrir til margra ára í fyrstu deild knattspyrnu. Brids var einnig mikið áhuga- mál hans og hlaut hann mörg verðlaun fyrir frammistöðu sína. Björn var jarðsettur í kyrr- þey föstudaginn 10. ágúst 2012. Elsku pabbi. Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð þig. Þú varst búinn að standa þig eins og hetja í veikindum þínum og ætlaðir svo sannarlega að sigr- ast á þeim, enda mikill keppn- ismaður. En það er því miður ekki hægt að sigrast á öllu og þú þurftir að láta undan. Þann- ig er víst lífið, kallið kemur fyrr en varir til okkar allra og við erum alltaf jafn óviðbúin. Ótal minningar hafa farið í gegnum huga minn undanfarna daga og þá eru þær skemmti- legustu sem við áttum saman á Mallorca þegar þú komst að heimsækja okkur Tóta. Ég sýndi þér alla fallegustu stað- ina á eyjunni, sólarhringsferðin til Norður-Spánar þar sem gengið var frá morgni til kvölds og borgin Santiago skoðuð, leikur RCD Mallorca – Arsenal sem var hinn sorglega dag 11. september 2001. Þessi heim- sókn þín til okkar á Mallorca verður alltaf sterk í minning- unni um þig og mun alltaf fá mig til að brosa. Einnig koma upp í hugann öll skemmtilegu ættarmótin sem að við fórum á. Þú hafðir svo gaman af þeim og þá sér- staklega að sjá öll litlu frænd- systkinin kynnast hvert öðru. Þú varst svo sérstaklega stolt- ur eftir að þú eignaðist einn í hópi yngri kynslóðarinnar, hann Leó Örn. Þú hafðir svo gaman af því að fá fréttir af honum Leó Erni og varst svo duglegur að hrósa honum. Þú varst líka svo stoltur af okkur Tóta og sagðir okkur það svo oft. Þú varst stoltur af stelp- unni þinni og strákunum hennar. Það eru ótal minningar sem að ég á um þig, elsku pabbi minn, í mínum huga varstu ljúf- ur og góður maður sem vildir allt fyrir alla gera og máttir ekkert aumt sjá. Þú hafðir skemmtilegan húmor, varst klár og mjög handlaginn. Það er svo sárt að hugsa til þess að við fáum ekki að njóta fleiri samverustunda saman og að þú fáir ekki að sjá Leó Örn dafna og stækka enn frekar. Ég veit að þú hefðir viljað hvetja hann áfram í fótboltanum sem að þú hafðir svo mikinn áhuga á. Við settum okkur markmið í veikindum þínum að við ætl- uðum í göngutúr í september, við verðum þess í stað saman í öllum mínum göngutúrum. Ég trúi því að þér sé ætlað hlutverk á öðrum stað og núna færðu hvíldina þína hjá mömmu þinni og pabba og systrum þín- um. Mér þótti afskaplega vænt um þig, elsku pabbi minn. Minninguna um þig mun ég varðveita um alla framtíð. Þú varst flottastur. Guð geymi þig að eilífu, hvíl í friði og takk fyrir allar okkar samverustundir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur Mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín, Helena Björk. Björn Haraldur Björnsson eða Bjössi frændi eins og hann var alltaf kallaður í okkar fjöl- skyldu er látinn. Bjössi hefur alltaf verið fastur punktur í til- verunni allt frá barnæsku minni. Hann var oft á heimili foreldra minna og hann passaði okkur bræðurna þegar við vor- um strákar og var heima hjá okkur á jólunum en hann var ekki bara frændi heldur einnig góður vinur. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til Bjössa. Hann mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, studdi mig þegar ég missti föður minn og var alltaf stoltur af því sem ég gerði og ekki síður stoltur af strákunum mínum sem þótti fátt skemmti- legra en að horfa á hann gera galdra hvort sem það var heima hjá okkur eða á ættarmótunum, enda kölluðu þeir hann Galdra- Bjössa. Hann var mjög greiðvikinn og alltaf til í að aðstoða og hjálpa til. Honum fannst til dæmis ekkert mál að kíkja í kaffi ef ofnarnir voru orðnir kaldir heima eða flísaleggja ef það þurfti, það þurfti ekki að biðja hann um að gera hlutina, hann var yfirleitt fyrri til að bjóða fram aðstoð sína. Allt var sjálfsagt hjá Bjössa frænda. Þegar maður hugsar til baka var Bjössi yfirleitt alltaf í góðu skapi og hress, hann var glett- inn og alltaf stutt í grínið. Hann mætti alltaf á öll ætt- armót og tók þátt í því af lífi og sál. Bjössa verður sárt saknað á næstu ættarmótum. Bjössi barðist hetjulega við veikindi sín allt fram að leiðarlokum og hann tók á móti veikindunum af æðruleysi og allt undir það síð- asta var stutt í grínið hjá hon- um. Eftir stendur minning um góðan, hlýjan og skemmtilegan mann sem ég á eftir að sakna mikið. Baráttan við veikindin voru erfið og veit ég að Bjössi hefur öðlast frið á betri stað. Ingvar Stefánsson. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Í dag kveð ég með söknuði móðurbróður minn, Björn Har- ald Björnsson, eða Bjössa frænda eins og hann var ávallt kallaður. Minningarnar tengj- ast brosandi húmorista, hlýjum og hjálpsömum frænda sem lét sér annt um ástvini sína og vandamenn. Upp í hugann koma ættar- mótin þar sem alltaf var glatt á hjalla og Bjössi lét sig aldrei vanta, mætti með bros á vör til að hitta ættingjana og eiga með þeim glaða stund. Aðfanga- dagskvöldin sem við áttum saman heima hjá mömmu þar sem var spilað og spjallað og allar hinar góðu stundirnar. Á sorgarstundu leita á hug- ann margvíslegar hugrenningar um lífið og dauðann. Andspæn- is dauðanum og öðru því sem ekki verður breytt finnum við til smæðar okkar og vanmáttar. En tíminn læknar öll sár, hversu þungbær sem þau eru. Við fráfall ástvinar lifa áfram allar góðu minningarnar í huga okkar og hjarta sem við áttum með Bjössa. Elsku frændi, við viljum þakka þér fyrir allar gleði- stundirnar og alla þá væntum- þykju sem þú sýndir okkur. Við þökkum þér innilega fyrir sam- fylgdina. Helenu, Tóta og Leó Erni sendum við hlýjar sam- úðarkveðjur. Brynjar og Katrín. Björn Haraldur Björnsson, eða Bjössi frændi eins og hann var alltaf kallaður í okkar fjöl- skyldu, er látinn. Bjössi hefur alltaf verið fastur punktur í til- verunni allt frá barnæsku minni. Hann var oft á heimili foreldra minna og hann passaði okkur bræðurna þegar við vor- um strákar og var heima hjá okkur á jólunum en hann var ekki bara frændi heldur einnig góður vinur. Það eru margar minningar sem koma upp í hug- ann þegar maður hugsar til Bjössa. Hann mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, studdi mig þegar ég missti föður minn og var alltaf stoltur af því sem ég gerði og ekki síður stoltur af strákunum mínum sem þótti fátt skemmtilegra en að horfa á hann gera galdra hvort sem það var heima hjá okkur eða á ættarmótunum, enda kölluðu þeir hann Galdra-Bjössa. Hann var mjög greiðvikinn og alltaf til í að aðstoða og hjálpa til. Honum fannst til dæmis ekkert mál að kíkja í kaffi ef ofnarnir voru orðnir kaldir heima eða flísaleggja ef það þurfti, það þurfti ekki að biðja hann um að gera hlutina, hann var yfirleitt fyrri til að bjóða fram aðstoð sína. Allt var sjálfsagt hjá Bjössa frænda. Þegar maður hugsar til baka var Bjössi yfirleitt alltaf í góðu skapi og hress, hann var glett- inn og alltaf stutt í grínið. Hann mætti alltaf á öll ætt- armót og tók þátt í því af lífi og sál. Bjössa verður sárt saknað á næstu ættarmótum. Bjössi barðist hetjulega við veikindi sín allt fram að leiðarlokum og hann tók á móti veikindunum af æðruleysi og allt undir það síð- asta var stutt í grínið hjá hon- um. Eftir stendur minning um góðan, hlýjan og skemmtilegan mann sem ég á eftir að sakna mikið. Baráttan við veikindin voru erfið og veit ég veit að Bjössi hefur öðlast frið á betri stað. Ingvar Stefánsson Sæl nafna! Sæll nafni! Þannig heilsuðumst við Bjössi – kossar á kinn og hlýleg orð. Hvort heldur á götuhorn- inu, á barnum eða þegar hann birtist til að bjarga hitakerfinu. Ekki allar dömur sem áttu því láni að fagna að eiga Bjössa að sem nafna – og vin. Oft á tíðum hættir okkur til að taka umhverfinu sem gefnu. Jafnvel tökum við vinunum sem gefnum og gerum okkur á stundum ekki grein fyrir – fyrr en of seint – að orðið er of seint að segja orðin sem við vildum segja og sýna vinarþelið sem að baki bjó. Sem betur fer sögðum við Bjössi vinarorðin. Nafna minn kveð ég með mikilli væntumþykju og votta aðstandendum og ástvinum öll- um samúð mína. Birna Þórðardóttir. Látinn er Björn Haraldur Björnsson, Bjössi frændi eins og hann var kallaður í minni fjölskyldu. Í bernsku voru við frænd- urnir meira og minna saman. Um tíma bjuggum við á sama stað og síðar vorum við í heim- sókn heima hjá hvor öðrum. Í minningunni er Bjössi frændi mikill ljúflingur. Hann var þremur árum eldri en ég og alltaf að kenna litla frænda. Þegar fjölskylda mín bjó á Kársnesinu í Kópavogi var frændi minn oft í heimsókn. Þar var komið upp dúfnakofa, smíðaður kastali, smíðaðir kassabílar og veitt á bryggj- unni. Aflinn af bryggjunni var flakaður og hertur að fyrir- mynd sjóaranna við Ægisíðuna, þar sem Bjössi hafði fylgst með þeim þegar fjölskyldan bjó í Vesturbænum. Frændi minn var uppátækjasamur og sem dæmi reyndi hann að venja eina dúfuna okkar til þess að verða bréfdúfa. Hann festi lít- inn bréfmiða á löppina á einni dúfunni og sleppti henni lausri. Hún á að fara á Bessastaði, sagði hann. Dúfan flaug í burtu, en hún kom ekki aftur til baka. Þegar fjölskylda mín flutti til Hveragerðis var Bjössi þar oft og meðal annars heilt sumar með móður sinni. Á þeim tíma settum við upp reiðhjólaverk- stæði, í skúr í bakgarðinum heima. Þar var gert við hjól fyrir þorpsbúa, ásamt því að gera upp gömul hjól og selja þau nýlökkuð og fín. Þá kom vel í ljós hvað frændi minn var handlaginn og útsjónarsamur. Eftir fermingu dró úr þessum nánu samverstundum okkar frændanna. Ef ekki hefðu kom- ið til ættarmótin okkar, sem haldin hafa verið á tveggja ára fresti hefði verið lítið um að hann hitti fjölskyldu mína. Á þeim mótum var hann hrókur alls fagnaðar og þá kom vel í ljós hvað hann var barngóður og hafði gaman af því að um- gangast börnin í hópnum. Ég mun ætíð minnast frænda míns með hlýhug og virðingu. Helenu og hennar fjölskyldu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Björn S. Pálsson. Björn Haraldur Björnsson ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR PÉTURS ÞORLEIFSSONAR kaupmanns, Egilsgötu 12, Reykjavík, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans fyrir alúðlega umönnun. Valgerður Auður Elíasdóttir, Þorleifur Sigurðsson, Brynja Dagbjartsdóttir, Hjalti Sigurðsson, Þórey Dögg Pálmadóttir, Margrét Sigurðardóttir, Þórður Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Guðrún Björk Reykdal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGFÚSAR KRISTJÁNSSONAR, fv. yfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli, Garðavegi 12, Keflavík, sem andaðist á Hlévangi mánudaginn 9. júlí. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á Hlévangi og Garðvangi. Jónína Kristjánsdóttir, Hilmar Bragi Jónsson, Elín Káradóttir, Magnús Brimar Jóhannsson, Sigurlína Magnúsdóttir, Hanna Rannveig Sigfúsdóttir, Ágúst Pétursson, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Óskar Karlsson, Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir, Jóhann Ólafur Hauksson, Snorri Már Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.